Hjá PokerStars reynum við okkar besta til að aðstoða og vernda spilara sem eiga á hættu að verða fyrir neikvæðum áhrifum fjárhættuspila.
Við aðstoðum viðskiptavini eftir fjölmörgum leiðum, þar á meðal með sjálfsútilokunartólum, leiðbeiningum um ábyrga spilun, með því að þekkja áhættuþætti og auðkenningu spilara, að hafa stjórn á spiluninni sinni svo þeir geti notið spilamennskunnar.
Við trúum á að mennta spilarana okkar til að færa þeim vald í krafti þekkingar, sem er ástæða þess að við erum með fjölmörg tól til að tryggja að spilatíminn sé alltaf skemmtilegur.
Spilarar undir lögaldri sem hafa gefið upp rangar eða óheiðarlegar upplýsingar varðandi raunverulegan aldur sinn verða sviptir öllum vinningum og gætu verið dregnir fyrir sakadóm.
Ef þú átt börn eða unglinga á heimilinu skaltu gæta þess sérstaklega vel að tryggja að tölvan og önnur snjalltæki þín sé örugg.
Við gefum þér möguleika á að beita sjálfsútilokun frá spilun í mismunandi löng tímabil.
Til að gera þetta ferðu í aðalanddyrið í tölvuhugbúnaðinum og velur „More“ > „Tools“ > „Responsible Gaming“ > „Exclude me from playing“ i. Í snjalltæki ferðu í „Account“ > „Responsible Gaming Settings“. Á heimasíðunni skráirðu þig inn og ferð svo í „Account“ > „Responsible Gaming“.
Athugaðu að allar sjálfsútilokarnir og hlé eru óafturkræf á meðan valið tímabil stendur yfir. Því til viðbótar ná öll sjálfsútilokunartímabil yfir alla leiki. Sjálfsútilokun þín gildir um Stars Account-aðganginn þinn og um allar vörur sem krefjast þess að þú notir notandanafnið þitt til að spila og nær yfir spilun með bæði leikpeningum og raunpeningum.
Sjálfsútilokun hjá PokerStars nær ekki yfir Paddy Power eða Betfair (þar sem þetta er í boði). Þú þarft að sjálfsútiloka þig beint hjá Paddy Power eða Betfair.
Til að sjálfsútiloka þig á Paddy Power skaltu fara á heimasíðuna hér.
Til að sjálfsútiloka þig á Betfair skaltu fara á heimasíðuna hér.
Ef þú vilt útiloka þig frá tilteknum leik skaltu fara í aðalanddyrið í tölvuhugbúnaðinum og velja „More“ > „Tools“ > „Responsible Gaming“ > „Restrict Table Limit“ i og stilla takmörkunina þína á „Don’t play“ (Ekki spila).
Ef þú óskar eftir sjálfsútilokun frá allri spilun á netinu skaltu íhuga það að sækja gamban®, hugbúnað sem hjálpar þér með því að hindra aðgang að allri netspilun.
Þú gætir líka viljað fjárfesta í GamBlock, hugbúnaði sem takmarkar aðgang tölvunnar að spilasíðum á netinu.
Ef þú velur að spila á netinu eru nokkur almenn ráð sem geta aðstoðað þig við að gera upplifunina þína öruggari og draga úr hættunni á að vandamál geri vart við sig:
Ef þú trúir því að það að spila leiki gæti verið þér hindrun í lífinu frekar en birtingarmynd skemmtunar, viljum við aðstoða þig. Fyrst skaltu skoða eftirfarandi spurningar:
Ef þú svaraðir nokkrum spurningum hér játandi hvetjum við þig til að skoða Gamblers Anonymous.
Þú getur tekið þetta próf í heild sinni á einni af eftirfarandi síðum:
www.gamcare.org.uk/get-advice/self-assessment-tool/
www.gamblingtherapy.org/information/do-i-have-a-gambling-problem
Það eru áhættuþættir sem geta leitt til þess að spilavandi þróast og gert það að verkum að það er erfiðara að hætta að stunda fjárhættuspil. Spilarar gætu verið í meiri áhættu ef þeir:
Því fleiri þættir sem eiga við, því líklegra er að einstaklingurinn þrói með sér fjárhættuspilavanda.
Ef þér þykir erfitt að hætta fjárhættuspilun, eða ef þú þjáist nú þegar af afleiðingum sem tengjast fjárhættuspiluninni þinni, þá er kannski rétt að leita sér hjálpar.
Við bjóðum upp á þann möguleika að setja mismunandi takmörk vegna ábyrgrar spilunar til að hjálpa þér við að spila af ábyrgð. Þú getur sett þessi takmörk með því að fylgja þessum leiðbeiningum, allt eftir því hvernig þú nálgast þjónustuna okkar:
Skráðu þig inn og farðu í „Account“ > „Responsible Gaming“
Skráðu þig inn og veldu „More“ > „Tools“ > „Responsible Gaming“ i
Eftir að þú skráir þig inn ferðu í „Account“ > „Responsible Gaming Settings“
Takmörk sett á innleggin þín og kaup í raunverulegum peningum
Við trúum því að þú eigir að stjórna því hvað þú vilt spila með mikla peninga þegar þú spilar á netinu. Við leyfum þér að setja vikuleg takmörk á peningainnleggin þín í raunverulegum peningum. Að sjálfsögðu geta þessi takmörk ekki verið hærri en þau takmörk sem við höfum fyrir á reikningnum þínum.
Setja takmörk á peningaleiksborð, mótatakmörk, kasínóleiki og íþróttagetraunir
Með því að setja borðatakmörk og takmörk í pókermótum fá einstakir spilarar möguleika á að hafa stjórn á eyðslunni sinni með því að takmarka sjálfa sig frá því að spila í tilteknum borðaupphæðum og innkaupsupphæðum í mótum.
Þú getur líka útilokað þig frá einstökum kasínóleikjum með sama valseðli sem er að finna í „Tools“. Það er líka í boði að útiloka þig frá íþróttagetraunum í þessum valseðli.
Þú getur líka skráð þig inn á reikninginn þinn í gegnum vefsíðuna okkar. Þú kemst í tólin okkar fyrir ábyrga spilun í gegnum „Account“ valseðilinn.
Ef þú vilt að einhver takmörkun gildi varanlega, eða í tiltekinn tíma, skaltu vinsamlegast heimsækja Hjálparmiðstöðina okkar til að sjá hvernig er best að hafa samband við okkur með beiðnina þína.
Hætt við takmarkanir á úttektir
Þú átt möguleika á að takmarka sjálfan þig frá því að hætta við úttektirnar þínar eftir að hefur verið óskað eftir þeim. Þú getur virkjað þetta með því að fara í aðalanddyrið í tölvubiðlaranum okkar og velja þar „More“ > „Tools“ > „Responsible Gaming“ > „Restrict Withdrawal Cancellation“ i.
Ef þú virkjar þennan eiginleika gerirðu óvirkan þann möguleika að hætta við úttektir sem eru í vinnslu á reikningnum þínum og við hættum ekki við úttektirnar þínar óskir þú eftir því. Þessi takmörkun er varanleg og það er ekki hægt að setja inn aftur möguleikann á að hætta við úttektirnar þínar eftir að þú hefur virkjað þetta.
Við trúum því að það að spilarar ættu að spila sér til skemmtunar. En sumir spilarar sem stunda það að spila sér til dægrastyttingar trúa ekki að þeir gætu orðið spilafíklar og halda stundum fast í falska trú og goðsagnir um fjárhættuspilavanda sem getur leitt til afneitunar og annarra vandamála. Nokkrar algengar goðsagnir eru taldar upp hér fyrir neðan. Smelltu á „Meira“ til að lesa áfram.
Goðsögn: Spilari með áráttu fyrir fjárhættuspilum spilar á hverjum degi.
Staðreynd: Spilari með áráttu fyrir fjárhættuspilum gæti spilað oft eða sjaldan. Ef fjárhættuspilun manneskju er valdur að sálrænum, fjárhagslegum, tilfinningalegum, sambandslegum, lagalegum eða öðrum afleiðingum fyrir hana sjálfa eða fólk í kringum hana, þá gæti hún verið að sýna einkenni fjárhættuspilavanda.
Goðsögn: Fjárhættuspilari veðjar á hvað sem er og leggur undir hvenær sem færi gefst á hvaða form fjárhættuspils sem er.
Staðreynd: Flestir fjárhættuspilarar eiga sitt eftirlætis leikform til að leggja undir á, sem veldur þeim vandamálum og eru ekki líklegir til að láta freistast af því að leggja undir á aðra hluti. Til dæmis, fjárhættuspilari sem skreppur vikulega á skeiðvöllinn myndi ekki endilega láta freistast af lottómiðum eða spilakössum. Sumir fjárhættuspilarar með áráttu taka líka þátt í afleiddum annars konar fjárhættuspilum, en þau valda þeim almennt ekki eins miklum vandræðum.
Goðsögn: Fjárhættuspilun verður að vandamáli þegar þú tapar hverri einustu krónu. Fjárhættuspilaárátta er bara fjárhagslegt vandamál.
Staðreynd: Það, hversu miklum peningum þú vinnur eða tapar, stýrir ekki hvort þú glímir við spilafíkn. Fjárhættuspilarar með áráttu gætu unnið og svo tapað öllu sem þeir unnu sér inn næsta dag, eða þeir gætu aðeins lagt undir tiltekna upphæð í hvert sinn. Vanalega lenda þeir sem glíma við spilavanda í nægilega miklum skuldum til að fjárhagslegu afleiðingarnar af hegðun þeirra fari að hafa áhrif á líf þeirra, en það er samt ekki alltaf þannig.
Goðsögn: Það er ekki hægt að verða fíkill í eitthvað eins og fjárhættuspil.
Staðreynd: Tilteknar athafnir, eins og fjárhættuspilun, geta verið alveg eins ávanabindandi og að drekka eða taka fíkniefni. Fjárhættuspilun gæti framkallað ofsagleðiástand sem hvetur hvatvísan fjárhættuspilara til að halda áfram að endurtaka hegðunina til að ná aftur að framkalla áhrifin. Eins og með fíkniefni og áfengi, þá gæti spilafíkill þróað með sér þol fyrir fjárhættuspilun og tekið stærri og stærri áhættur til að ná aftur ofsagleðitilfinningunni. Fjárhættuspilari með áráttu gæti látið eftir löngunum í að spila fjárhættuspil með því að gera það oftar, óháð neikvæðu afleiðingunum. Eins og með margs konar aðra fíkn og áráttuhegðun gætu spilasjúklingar líka verið í afneitun á hegðun sinni og þeir gætu ekki trúað því að þeir glími við neitt vandamál.
Goðsögn: Aðeins óábyrgt fólk verður að spilafíklum.
Staðreynd: Margir spilasjúklingar gegna, eða hafa gegnt, ábyrgðarstöðum í samfélaginu. Þessu til viðbótar, er meira að segja fólki sem hefur lengi sýnt fram á ábyrga hegðun líka hætt við því að þróa með sér fjárhættuspilavanda. Það er algengt að fólk trúi því að þeir sem þjáist af fíkn séu veikgeðja og óábyrgir. En allir geta ánetjast fjárhættuspilum, alveg óháð því hversu ábyrgir þeir eru.
Goðsögn: Fjárhættuspilaárátta er í rauninni ekki vandamál ef spilarinn hefur efni á því.
Staðreynd: Vandamál sem orsakast af of miklum fjárhættuspilum eru ekki bara fjárhagsleg. Ef fjárhættuspilun manneskju hefur áhrif á getu þeirra til að hegða sér í samræmi við lífsgildi sín er það vandamál. Til dæmis, ef of miklum tíma er eytt í fjárhættuspil þýðir það að það er til minni tími til að eyða með fjölskyldu, vinum eða öðrum. Það getur orsakað það að sambönd rofni og mikilvæg vinátta tapist.
Goðsögn: Það er auðvelt að þekkja fjárhættuspilara með áráttu.
Staðreynd: Spilavandi hefur verið kallaður falda fíknin. Það er mjög einfalt að fela hana og hún hefur fá þekkjanleg einkenni, ólíkt áfengis- og fíkniefnanotkun. Margir fjárhættuspilarar með spilavanda taka sjálfir ekki eftir að þeir glími við fjárhættuspilavanda. Fjárhættuspilarar í vanda eru oft í sjálfsafneitun.
Goðsögn: Ef ég held áfram að spila fjárhættuspil mun heppnin breytast mér í hag og ég vinn peningana sem ég tapaði aftur til baka.
Staðreynd: Í hvert sinn sem þú leggur undir veðmál er útkoma þess algjörlega óháð fyrri veðmálum. Þetta þýðir að líkurnar séu ekkert frekar þér í hag í tíunda veðmálinu en þau voru í fyrsta veðmálinu. Að taka stærri áhættu, eða að spila lengur, mun ekki auka líkur þínar á sigri.
Goðsögn: Ég hef tilfinningu fyrir því að í dag sé happadagurinn minn. Ég bara veit að ég á eftir að vinna.
Staðreynd: Að vona, óska sér, eða bara hafa þörf fyrir því að vinna peninga hefur nákvæmlega engin áhrif á útkomu leiks sem ræðst af tilviljunum.
Ef einhverjar þessara goðsagna eru raunin hjá þér eða ástvini, gæti verið nauðsynlegt að íhuga það að leita sér meðferðar við spilafíkn. Ef einhver sem þú þekkir glímir við spilafíkn og þarfnast hjálpar, hafðu þá vinsamlegast samband við einhver samtakanna sem við mælum með.
Ef þér líður eins og þú gætir átt við spilavanda að stríða og vilt leita frekari ráða eða fá ráðgjöf, geturðu skoðað eftirfarandi vefsíður:
i ef þú sérð ekki „Tool“ valseðilinn skaltu kíkja undir „More“