pokercasinosports

Ábyrg spilun

Hjá PokerStars reynum við okkar besta til að aðstoða og vernda spilara sem eiga á hættu að verða fyrir neikvæðum áhrifum fjárhættuspila.

Við aðstoðum viðskiptavini eftir fjölmörgum leiðum, þar á meðal með sjálfsútilokunartólum, leiðbeiningum um ábyrga spilun, með því að þekkja áhættuþætti og auðkenningu spilara, að hafa stjórn á spiluninni sinni svo þeir geti notið spilamennskunnar.

Við trúum á að mennta spilarana okkar til að færa þeim vald í krafti þekkingar, sem er ástæða þess að við erum með fjölmörg tól til að tryggja að spilatíminn sé alltaf skemmtilegur.

Hvað getum við gert til að aðstoða þig?

Hvað þú getur gert til að hjálpa þér sjálfur

Hvað getum við gert til að aðstoða þig?

Aldursstaðfesting

Spilarar undir lögaldri sem hafa gefið upp rangar eða óheiðarlegar upplýsingar varðandi raunverulegan aldur sinn verða sviptir öllum vinningum og gætu verið dregnir fyrir sakadóm.

  • Sérhver manneskja sem skráir sig fyrir nýjum aðgangi verður að haka við reit sem tiltekur að viðkomandi sé a.m.k. 18 ára. Það gefur öllum til kynna að við tökum ekki við spilurum sem eru undir 18 ára aldri.
  • Þegar spilari stofnar aðgang/reikning hjá okkur fáum við nafn hans, heimilisfang og fæðingardag til að staðfesta að spilarinn sé a.m.k. 18 ára.
  • Við beinum ekki markaðssetningu okkar og auglýsingum að spilurum undir aldri. Það eru hvorki góðir viðskiptahættir né í samræmi við persónuleg gildi okkar eða fyrirtækisins að sækja í spilara sem eru undir aldri.

Ef þú átt börn eða unglinga á heimilinu skaltu gæta þess sérstaklega vel að tryggja að tölvan og önnur snjalltæki þín sé örugg.

  • Allar Windows-tölvur er hægt að setja upp með lykilorðastýringu þannig að þú verðir að slá inn lykilorð til þess að komast á skjáborðið og snjalltæki er hægt að stilla þannig að það þurfi lykilorð til að opna þau. Almennt er þetta góð venja en þetta er líka mikilvægt þegar það eru börn og ungmenni á heimili þínu. Þú skalt einnig halda notandanafninu þínu og lykilorði leynilegu. Þú getur valið að láta hugbúnaðinn ekki muna lykilorðið þitt í hvert sinn sem þú skráir þig inn. Ef þú telur að einhver annar gæti reynt að fá aðgang að Stars Account-aðgangi þínum ættirðu ekki að heimila hugbúnaðinum að muna lykilorðið þitt.
  • Ef þú ert með börn eða unglinga á heimili þínu skaltu nota hugbúnaðarvörn sem leyfir þér að takmarka að hvaða heimasíðum þau hafa aðgang, koma í veg fyrir deilingu á skrám og almennt hafa góða stjórn á því hvernig börnin þín nota netið. Hér er listi yfir sum þessara forrita:
  • Ef þú veist af einhverjum sem er undir lögaldri og er að nota forritið okkar skaltu láta okkur vita. Skoðaðu bara Hjálparmiðstöðina okkar og við skoðum það strax. Við byrjum á því að kynna okkur málið og ef tilefni er til þess, frysta reikning spilarans og óska eftir auðkenningu frá þeim spilara. Við tökum slíkar tilkynningar alvarlega.
  • Vertu ábyrgt foreldri. Á margan hátt felst það einfaldlega í því að hafa augu og eyru opin. Ef þú heyrir börnin þín tala um reikninga/aðganga í leikjum á netinu, innlegg og úttektir, skaltu byrja að spyrja spurninga. Ef þú sérð hugbúnaðinn á tölvu barnsins þíns skaltu fjarlægja hann og spyrja frekari spurninga um málið. Ábyrgt foreldri er besta forvörnin gegn spilun þeirra sem eru undir lögaldri. Þú getur fundið ráð um hvernig ætti að tala við ungt fólk um fjárhættuspil hér.

Sjálfsútilokun

Við gefum þér möguleika á að beita sjálfsútilokun frá spilun í mismunandi löng tímabil.

Til að gera þetta ferðu í aðalanddyrið í tölvuhugbúnaðinum og velur „More“ > „Tools“ > „Responsible Gaming“ > „Exclude me from playing“ i. Í snjalltæki ferðu í „Account“ > „Responsible Gaming Settings“. Á heimasíðunni skráirðu þig inn og ferð svo í „Account“ > „Responsible Gaming“.

Athugaðu að allar sjálfsútilokarnir og hlé eru óafturkræf á meðan valið tímabil stendur yfir. Því til viðbótar ná öll sjálfsútilokunartímabil yfir alla leiki. Sjálfsútilokun þín gildir um Stars Account-aðganginn þinn og um allar vörur sem krefjast þess að þú notir notandanafnið þitt til að spila og nær yfir spilun með bæði leikpeningum og raunpeningum.

Sjálfsútilokun hjá PokerStars nær ekki yfir Paddy Power eða Betfair (þar sem þetta er í boði). Þú þarft að sjálfsútiloka þig beint hjá Paddy Power eða Betfair.

Til að sjálfsútiloka þig á Paddy Power skaltu fara á heimasíðuna hér.

Til að sjálfsútiloka þig á Betfair skaltu fara á heimasíðuna hér.

Ef þú vilt útiloka þig frá tilteknum leik skaltu fara í aðalanddyrið í tölvuhugbúnaðinum og velja „More“ > „Tools“ > „Responsible Gaming“ > „Restrict Table Limit“ i og stilla takmörkunina þína á „Don’t play“ (Ekki spila).

    • Við bjóðum 12 tíma og 24 tíma kælitímabil sem og 7 daga, 30 daga, 60 daga og 120 daga hléstímabil. Þú munt ekki getað spilað neina leiki sem við bjóðum fyrir raunverulega peninga eða leikpeninga í hugbúnaði okkar. Eftir að þú smellir á hnappinn sem biður um hlé eða sjálfsútilokun færðu beiðni um að þú lokir öllum borðum sem þú ert að spila á þá stundina. Þú skráist sjálfkrafa úr öllum netmótum sem hefjast á meðan hléið eða sjálfsútilokunartímabilið stendur yfir, þar sem innkaupin þín verða endurgreidd í samræmi veið hefðbundna skilmála okkar þar um. Ef þú ert enn að spila þegar sjálfsútilokunartímabilið hefst, neyðist þú til að loka hugbúnaðinum, en sérð sprettiglugga (e. pop-up) sem biður þig um að gera það – sjálfsútilokunartímabilið hefst svo um leið og hugbúnaðinum hefur verið lokað. Þú átt að geta skráð þig inn og komist í gjaldkerann (e. Cashier), en þú getur ekki spilað, lagt inn eða gert millifærslur á aðra reikninga í gegnum Stars Account-reikninginn þinn. Ef þú átt sæti í lifandi móti sem fer fram utan netsins sem hefst á meðan sjálfsútilokunartímabilið stendur yfir geturðu samt sem áður tekið þátt í því. Þú færð ekki neinn markaðspóst eða fréttabréf frá okkur.
    • Sex mánaða sjálfsútilokun. Þetta er eins og önnur sjálfsútilokunartímabil, nema við biðjum þig um að taka út alla raunverulega fjármuni sem þú átt inni á Stars Account-reikningnum þínum. Einnig opnast ekki sjálfkrafa fyrir reikninginn þinn að tímabili loknu. Ef þú vilt snúa aftur til þess að spila hjá okkur geturðu komið í Hjálparmiðstöðina okkar til að vita hvernig þú gerir það. Þú getur bara snúið aftur að spilamennskunni hjá okkur eftir að sjálfsútilokunartímabilinu þínu er lokið.
    • Sjálfsútilokun lengur en 6 mánuði, varanleg sjálfsútilokun og framlenging á tímabili sjálfsútilokunar. Ef þú vilt sjálfsútiloka þig lengur en 6 mánuði, sjálfsútiloka þig varanlega, eða framlengja gildandi sjálfsútilokun skaltu heimsækja Hjálparmiðstöðina okkar til að finna leiðir til að hafa samband við okkur.
    • Sjálfsútilokun á meðan mót standa yfir:
      • Spilarar sem útiloka sjálfa sig á meðan mót stendur yfir munu samt sem áður geta klárað hvert það mót sem þegar er í gangi sem þeir eru að spila í.
      • Margra daga mót: Spilarar sem óska eftir sjálfsútilokun frá spilun eftir að hafa komist áfram á Dag 2 í margra daga móti geta samt sem áður spilað í því móti næstu daga á eftir, þrátt fyrir að sjálfsútilokunartímabilið þeirra sé hafið. Spilarar sem velja að spila ekki næstu daga á eftir munu ekki fá neinar bætur í staðinn.
      • Fasamót: Spilarar sem óska eftir sjálfsútilokun frá spilun á meðan fasamót (e. phased tournament) er í gangi geta ekki klárað næsta fasta mótsins. Þú skalt vera viss um að þú getir spilað í mótinu í heild sinni áður en þú skráir þig til leiks í fyrsta fasa.
      • Taktu líka eftir því að ef þú vinnur einhver verðlaun vegna einhvers tilboðs sem þú gætir hafa byrjað á fyrir sjálfsútilokunina þína (t.d. sjálfvirkan útdrátt í lifandi viðburði, eða atburði), þá gætu þeir fallið niður.
    • Ef einhverjir frísnúningar eða bónusar renna út á meðan sjálfsútilokuninni stendur er ekki lengur hægt að nota þá. Allir frísnúningar og bónusar eru með lokadagsetningu. Þú getur skoðað það með því að fara í „My Rewards“ > „Free Spins“ eða „Bonuses“.
    • Viðskiptavinir sem útiloka sjálfa sig þegar þeir eru enn með opin veðmál fá veðmálin sín gerð upp eins og vanalega.

Ef þú óskar eftir sjálfsútilokun frá allri spilun á netinu skaltu íhuga það að sækja gamban®, hugbúnað sem hjálpar þér með því að hindra aðgang að allri netspilun.

Þú gætir líka viljað fjárfesta í GamBlock, hugbúnaði sem takmarkar aðgang tölvunnar að spilasíðum á netinu.

Hvað þú getur gert til að hjálpa þér sjálfur

Þekktu og minnkaðu áhættuna

Ef þú velur að spila á netinu eru nokkur almenn ráð sem geta aðstoðað þig við að gera upplifunina þína öruggari og draga úr hættunni á að vandamál geri vart við sig:

  1. Spilaðu þér til skemmtunar en ekki sem leið til að afla fjármuna.
  2. Spilaðu með peninga sem þú hefur efni á að tapa. Notaðu aldrei peninga sem þú þarft að nota í mikilvæga hluti eins og mat, leigu, reikninga eða nám.
  3. Settu innleggstakmörk og tryggðu að þú leggir aldrei meira inn en þú hefur efni á að tapa.
  4. Ekki reyna vinna upp tapið. Ef þú tapar peningum skaltu ekki spila fyrir hærri upphæðir til að reyna ná tapinu til baka.
  5. Ekki spila þegar þú ert í uppnámi, finnur fyrir þreytu eða depurð. Það er erfitt að taka góðar ákvarðanir þegar þér líður illa.
  6. Bættu upp spilatímann þinn með öðrum athöfnum. Finndu annars konar skemmtun svo að spilunin skipi ekki of stóran sess í þínu lífi.

Ef þú trúir því að það að spila leiki gæti verið þér hindrun í lífinu frekar en birtingarmynd skemmtunar, viljum við aðstoða þig. Fyrst skaltu skoða eftirfarandi spurningar:

  1. Hefurðu einhvern tímann tekið tíma í að spila sem annars færi í eitthvað af helstu daglegu verkefnunum þínum?
  2. Hefur spilun valdið því að þú vanrækir velferð þína eða fjölskyldu þinnar?
  3. Hefurðu einhvern tímann selt eitthvað eða fengið lánaðan pening til að fjármagna spilunina þína?
  4. Hefurðu oft spilað þar til síðustu krónurnar þínar eru búnar?
  5. Hefurðu einhvern tímann spilað lengur en þú ætlaðir þér?
  6. Hefurðu einhvern tímann íhugað sjálfsskaða eða sjálfsmorð í kjölfar spilunar?

Ef þú svaraðir nokkrum spurningum hér játandi hvetjum við þig til að skoða Gamblers Anonymous.

Þú getur tekið þetta próf í heild sinni á einni af eftirfarandi síðum:

www.gamcare.org.uk/get-advice/self-assessment-tool/
www.gamblingtherapy.org/information/do-i-have-a-gambling-problem

Það eru áhættuþættir sem geta leitt til þess að spilavandi þróast og gert það að verkum að það er erfiðara að hætta að stunda fjárhættuspil. Spilarar gætu verið í meiri áhættu ef þeir:

  • Hafa auðveldan aðgang að sinni eftirlætis fjárhættuspilaaðferð
  • Halda í ranga trú um vinningslíkur (sjá „Algengar goðsagnir um áráttuspilahegðun“ hér fyrir neðan)
  • Gera engar ráðstafanir til að fylgjast með vinningum og tapi af fjárhættuspiluninni
  • Vinna snemma stóran vinning (sem leiðir þá til að draga ranga ályktun um væntanlega vinninga í framtíðinni)
  • Hafa nýlega misst eitthvað eða lent í breytingu í einkalífi sínu, eins og skilnaði, atvinnumissi, hætt störfum vegna aldurs, eða misst ástvin
  • Leiðist oft eða eru einmana, eða hafa í gegnum tíðina sótt í áhættuhegðun eða hegðað sér á hvatvísan hátt
  • Glíma við fjárhagsvandræði
  • Hafa átt í sálrænum erfiðleikum, sérstaklega þunglyndi eða kvíða
  • Eiga foreldri sem líka á (eða hefur átt) við fjárhættuspilavanda eða aðra áráttuhegðun að glíma
  • Eru í (eða hafa átt) í vanda með áfengisnotkun eða önnur fíkniefni, eða hafa eytt um efni fram

Því fleiri þættir sem eiga við, því líklegra er að einstaklingurinn þrói með sér fjárhættuspilavanda.

Ef þér þykir erfitt að hætta fjárhættuspilun, eða ef þú þjáist nú þegar af afleiðingum sem tengjast fjárhættuspiluninni þinni, þá er kannski rétt að leita sér hjálpar.

Boðtakmörk (e. betting limits)

Við bjóðum upp á þann möguleika að setja mismunandi takmörk vegna ábyrgrar spilunar til að hjálpa þér við að spila af ábyrgð. Þú getur sett þessi takmörk með því að fylgja þessum leiðbeiningum, allt eftir því hvernig þú nálgast þjónustuna okkar:

  • Vefsíða

Skráðu þig inn og farðu í „Account“ > „Responsible Gaming“

  • Tölvubiðlari

Skráðu þig inn og veldu „More“ > „Tools“ > „Responsible Gaming“ i

  • Mobile-appið

Eftir að þú skráir þig inn ferðu í „Account“ > „Responsible Gaming Settings“

Takmörk sett á innleggin þín og kaup í raunverulegum peningum

Við trúum því að þú eigir að stjórna því hvað þú vilt spila með mikla peninga þegar þú spilar á netinu. Við leyfum þér að setja vikuleg takmörk á peningainnleggin þín í raunverulegum peningum. Að sjálfsögðu geta þessi takmörk ekki verið hærri en þau takmörk sem við höfum fyrir á reikningnum þínum.

Takmörk sett á innlegg

Setja takmörk á peningaleiksborð, mótatakmörk, kasínóleiki og íþróttagetraunir

Með því að setja borðatakmörk og takmörk í pókermótum fá einstakir spilarar möguleika á að hafa stjórn á eyðslunni sinni með því að takmarka sjálfa sig frá því að spila í tilteknum borðaupphæðum og innkaupsupphæðum í mótum.

Takmörk sett á leiki  

Þú getur líka útilokað þig frá einstökum kasínóleikjum með sama valseðli sem er að finna í „Tools“. Það er líka í boði að útiloka þig frá íþróttagetraunum í þessum valseðli.

Þú getur líka skráð þig inn á reikninginn þinn í gegnum vefsíðuna okkar. Þú kemst í tólin okkar fyrir ábyrga spilun í gegnum „Account“ valseðilinn.

Ef þú vilt að einhver takmörkun gildi varanlega, eða í tiltekinn tíma, skaltu vinsamlegast heimsækja Hjálparmiðstöðina okkar til að sjá hvernig er best að hafa samband við okkur með beiðnina þína.

Hætt við takmarkanir á úttektir

Þú átt möguleika á að takmarka sjálfan þig frá því að hætta við úttektirnar þínar eftir að hefur verið óskað eftir þeim. Þú getur virkjað þetta með því að fara í aðalanddyrið í tölvubiðlaranum okkar og velja þar „More“ > „Tools“ > „Responsible Gaming“ > „Restrict Withdrawal Cancellation“ i.

Ef þú virkjar þennan eiginleika gerirðu óvirkan þann möguleika að hætta við úttektir sem eru í vinnslu á reikningnum þínum og við hættum ekki við úttektirnar þínar óskir þú eftir því. Þessi takmörkun er varanleg og það er ekki hægt að setja inn aftur möguleikann á að hætta við úttektirnar þínar eftir að þú hefur virkjað þetta.

Varaðu þig á algengum goðsögnum um spilaáráttu

Við trúum því að það að spilarar ættu að spila sér til skemmtunar. En sumir spilarar sem stunda það að spila sér til dægrastyttingar trúa ekki að þeir gætu orðið spilafíklar og halda stundum fast í falska trú og goðsagnir um fjárhættuspilavanda sem getur leitt til afneitunar og annarra vandamála. Nokkrar algengar goðsagnir eru taldar upp hér fyrir neðan. Smelltu á „Meira“ til að lesa áfram.

Goðsögn: Spilari með áráttu fyrir fjárhættuspilum spilar á hverjum degi.
Staðreynd: Spilari með áráttu fyrir fjárhættuspilum gæti spilað oft eða sjaldan. Ef fjárhættuspilun manneskju er valdur að sálrænum, fjárhagslegum, tilfinningalegum, sambandslegum, lagalegum eða öðrum afleiðingum fyrir hana sjálfa eða fólk í kringum hana, þá gæti hún verið að sýna einkenni fjárhættuspilavanda.

Goðsögn: Fjárhættuspilari veðjar á hvað sem er og leggur undir hvenær sem færi gefst á hvaða form fjárhættuspils sem er.
Staðreynd: Flestir fjárhættuspilarar eiga sitt eftirlætis leikform til að leggja undir á, sem veldur þeim vandamálum og eru ekki líklegir til að láta freistast af því að leggja undir á aðra hluti. Til dæmis, fjárhættuspilari sem skreppur vikulega á skeiðvöllinn myndi ekki endilega láta freistast af lottómiðum eða spilakössum. Sumir fjárhættuspilarar með áráttu taka líka þátt í afleiddum annars konar fjárhættuspilum, en þau valda þeim almennt ekki eins miklum vandræðum.

Goðsögn: Fjárhættuspilun verður að vandamáli þegar þú tapar hverri einustu krónu. Fjárhættuspilaárátta er bara fjárhagslegt vandamál.
Staðreynd: Það, hversu miklum peningum þú vinnur eða tapar, stýrir ekki hvort þú glímir við spilafíkn. Fjárhættuspilarar með áráttu gætu unnið og svo tapað öllu sem þeir unnu sér inn næsta dag, eða þeir gætu aðeins lagt undir tiltekna upphæð í hvert sinn. Vanalega lenda þeir sem glíma við spilavanda í nægilega miklum skuldum til að fjárhagslegu afleiðingarnar af hegðun þeirra fari að hafa áhrif á líf þeirra, en það er samt ekki alltaf þannig.

Goðsögn: Það er ekki hægt að verða fíkill í eitthvað eins og fjárhættuspil.
Staðreynd: Tilteknar athafnir, eins og fjárhættuspilun, geta verið alveg eins ávanabindandi og að drekka eða taka fíkniefni. Fjárhættuspilun gæti framkallað ofsagleðiástand sem hvetur hvatvísan fjárhættuspilara til að halda áfram að endurtaka hegðunina til að ná aftur að framkalla áhrifin. Eins og með fíkniefni og áfengi, þá gæti spilafíkill þróað með sér þol fyrir fjárhættuspilun og tekið stærri og stærri áhættur til að ná aftur ofsagleðitilfinningunni. Fjárhættuspilari með áráttu gæti látið eftir löngunum í að spila fjárhættuspil með því að gera það oftar, óháð neikvæðu afleiðingunum. Eins og með margs konar aðra fíkn og áráttuhegðun gætu spilasjúklingar líka verið í afneitun á hegðun sinni og þeir gætu ekki trúað því að þeir glími við neitt vandamál.

Goðsögn: Aðeins óábyrgt fólk verður að spilafíklum.
Staðreynd: Margir spilasjúklingar gegna, eða hafa gegnt, ábyrgðarstöðum í samfélaginu. Þessu til viðbótar, er meira að segja fólki sem hefur lengi sýnt fram á ábyrga hegðun líka hætt við því að þróa með sér fjárhættuspilavanda. Það er algengt að fólk trúi því að þeir sem þjáist af fíkn séu veikgeðja og óábyrgir. En allir geta ánetjast fjárhættuspilum, alveg óháð því hversu ábyrgir þeir eru.

Goðsögn: Fjárhættuspilaárátta er í rauninni ekki vandamál ef spilarinn hefur efni á því. 
Staðreynd: Vandamál sem orsakast af of miklum fjárhættuspilum eru ekki bara fjárhagsleg. Ef fjárhættuspilun manneskju hefur áhrif á getu þeirra til að hegða sér í samræmi við lífsgildi sín er það vandamál. Til dæmis, ef of miklum tíma er eytt í fjárhættuspil þýðir það að það er til minni tími til að eyða með fjölskyldu, vinum eða öðrum. Það getur orsakað það að sambönd rofni og mikilvæg vinátta tapist.

Goðsögn: Það er auðvelt að þekkja fjárhættuspilara með áráttu.
Staðreynd: Spilavandi hefur verið kallaður falda fíknin. Það er mjög einfalt að fela hana og hún hefur fá þekkjanleg einkenni, ólíkt áfengis- og fíkniefnanotkun. Margir fjárhættuspilarar með spilavanda taka sjálfir ekki eftir að þeir glími við fjárhættuspilavanda. Fjárhættuspilarar í vanda eru oft í sjálfsafneitun.

Goðsögn: Ef ég held áfram að spila fjárhættuspil mun heppnin breytast mér í hag og ég vinn peningana sem ég tapaði aftur til baka.
Staðreynd: Í hvert sinn sem þú leggur undir veðmál er útkoma þess algjörlega óháð fyrri veðmálum. Þetta þýðir að líkurnar séu ekkert frekar þér í hag í tíunda veðmálinu en þau voru í fyrsta veðmálinu. Að taka stærri áhættu, eða að spila lengur, mun ekki auka líkur þínar á sigri.

Goðsögn: Ég hef tilfinningu fyrir því að í dag sé happadagurinn minn. Ég bara veit að ég á eftir að vinna.
Staðreynd: Að vona, óska sér, eða bara hafa þörf fyrir því að vinna peninga hefur nákvæmlega engin áhrif á útkomu leiks sem ræðst af tilviljunum. 

Ef einhverjar þessara goðsagna eru raunin hjá þér eða ástvini, gæti verið nauðsynlegt að íhuga það að leita sér meðferðar við spilafíkn. Ef einhver sem þú þekkir glímir við spilafíkn og þarfnast hjálpar, hafðu þá vinsamlegast samband við einhver samtakanna sem við mælum með.

Vantar þig hjálp, ráð eða ráðgjöf?

Ef þér líður eins og þú gætir átt við spilavanda að stríða og vilt leita frekari ráða eða fá ráðgjöf, geturðu skoðað eftirfarandi vefsíður:

Eingöngu fyrir eldri en 18 áraGamCare vottaðHefurðu áhyggjur af of mikilli spilun? Smelltu hér til að fá aðstoð.

i ef þú sérð ekki „Tool“ valseðilinn skaltu kíkja undir „More“