pokercasinosports

Almennar algengar spurningar

Casino-leikir

Við bjóðum upp á fjölbreytt úrval leikja, þar á meðal blackjack, rúllettu og spilakassa. Kíktu hér til að sjá allt úrvalið.

Þessa leiki er hægt að spila fyrir lága, miðlungs og háa bita (e. stakes). Öll afbrigði af blackjack og rúllettu eru í boði bæði fyrir einn spilara og á fjölspilaraborðum.

Þú finnur ítarlegar upplýsingar um hvernig þú spilar hvern leik á síðunum okkar, Blackjack-reglur og Rúllettureglur.

Casino-leikir eru eins og er aðeins studdir í Mac-útgáfunni af leikjahugbúnaði okkar á sumum svæðum. Fleiri svæði verða aðgengileg síðar.

Já. Hefðbundnir leikir í blackjack og rúllettu og leikir í Live Casino eru í boði í Mobile-appinu fyrir iOS og Android-tæki.

Sama teymi og ber ábyrgð á leiðandi pókerhugbúnaði okkar hefur hannað og þróað blackjack- og rúllettuleikina í Casino.

Já, það er hægt að spjalla við aðra spilara sem sitja við sama borð. Allir spilarar eru beðnir um að athuga og fara eftir spjallreglunum okkar sem er hægt að kynna sér í þjónustuskilmálunum okkar.

RTP lýsir meðaltalshlutfalli peninga sem eru lagðir undir en þú færð svo greidda út aftur þegar þú spilar leiki í Casino. Meðaltalið vísar til langtímaávinnings sem má búast við, gefið upp sem hlutfall/prósenta.

Til að kynna þér allt um vinningshlutfall leikjanna okkar í Casino skaltu kíkja á síðurnar okkar um hvernig þú spilar og velja úr leikjunum sem eru skráðir.

Blackjack

Þegar fyrstu tvö spil spilarans eru jafnhá (t.d. ás-ás eða gosi-tía) þá er mögulegt að leggja undir aukalegt boð (e. bet) sem er jafnhátt því sem var upphaflega lagt undir, sem býr þá til tvær aðskildar hendur. Hugtakið yfir þetta er kallað „splitt“, eða „að splitta“.

Fjöldi splitta sem spilari getur gert fer eftir því hvaða afbrigði af blackjack hann er að spila. Þegar þú færð gefna tvo ása, þá máttu bara fá eitt aukaspil á hvern ás eftir að þú splittar.

Vinsamlegast kíktu á síðuna okkar Blackjack-reglur til að fá nánari upplýsingar.

Eftir að spilari hefur fengið gefin tvö spil, þá er hægt að bjóða jafnhátt og áður var lagt undir, en þá fær spilarinn nákvæmlega eitt spil í viðbót til þess að reyna bæta höndina sína. Þetta er kallað að „tvöfalda“ (e. Doubling Down).

Vinsamlegast kíktu á síðuna okkar Blackjack-reglur til að fá nánari upplýsingar.

Ef gjafarinn sýnir ás sem sitt fyrsta spil er spilurum boðið að leggja undir aukalega, en það boð er kallað trygging. Tryggingarboð er upp á 50% af því sem spilarinn lagði upphaflega undir.

Ef seinna spil gjafarans klárar svo að lenda blackjack fyrir hann (t.d. spil með gildið 10), vinnur tryggða verðmálið.

Tryggð boð borga út 2:1.

Vinsamlegast kíktu á síðuna okkar Blackjack-reglur til að fá nánari upplýsingar.

Hönd sem inniheldur ás sem er talinn sem ellefu er talin mjúk hönd. Til dæmis ef hönd er sett saman úr sexu og ás, þá væri hún kölluð mjúk 17.

Hönd sem inniheldur ekki ás sem er talinn sem ellefu er talin hörð hönd. Í þessu tilviki þá gæti höndin upp á 17 verið sett saman úr tíu og sjöu.

Vinsamlegast kíktu á síðuna okkar Blackjack-reglur til að fá nánari upplýsingar.

Rúlletta

Evrópskt rúllettuhjól er með 37 tölur: 1 til 36 og núll (0).

Vinsamlegast kíktu á síðuna okkar Rúllettureglur til að fá nánari upplýsingar um rúllettu.

Boð eru lögð undir á einstakar tölur og/eða litlar samsetningar talna og eru vanalega kölluð innri boð og þau gefa vanalega meira þegar þau vinnast. Ytri boð samanstanda af hópum 12-18 talna á hvert boð sem lagt er undir.

Vinsamlegast kíktu á síðuna okkar Rúllettureglur til að fá nánari upplýsingar um rúllettu, þar á meðal um útborganir.

Spilun í Casino

Búnaðurinn sem býr til tölur af handahófi (RNG) er kerfi sem getur búið til röð talna, eða bita, sem eru algjörlega lausar við allt mynstur og skekkjandi áhrif (e. bias). Þetta tryggir að aldrei er hægt að spá fyrir um tölurnar í röðinni, sem gerir hverja einustu talnarunu algjörlega samræmda við raunverulega handahófskennda númerarunu?

Já, þú getur slökkt á þeim hluta sem sýnir Casino-leiki í tölvubiðlaranum með því að fara í valmöguleikann „Settings“ > „Lobby“ > „Lobby Display“ > „Show Casino and Vegas Games“. Snjalltækjanotendur geta slökkt á sýnileika Casino-leikja með því að fara í „Settings & Tools“ í gegnum „More“-valið og skruna svo í „General Settings“ > „Show Casino and Vegas Games“.

Það er að hámarki hægt að spila á fjórum Casino-leikjaborðum í einu (blackjack og rúlletta) hjá öllum spilurum. Þessi takmörk eru óháð takmörkunum á pókerborð, svo margir spilarar gætu þá haft fjögur kasínóborð opin á meðan þeir eru líka með opið fyrir leyfilegt hámark pókerborða hjá sér.

Borð í Casino-leikjum teljast ekki með í samtals gluggafjölda sem má hafa opinn í einu í spilabiðlaranum.

Einspilaraborðin eru einkaborð, aðeins opin handa þér til að spila við gjafarann.

Fjölspilaraborð eru opin borð þar sem þú mátt sitja og spjalla við aðra spilara, spilandi við gjafarann (alveg eins og í alvöru spilahöll).

Já. Fylgdu bara þessum leiðbeiningum í tölvubiðlaranum:

  • Skráðu þig inn í spilahugbúnaðinn
  • Í aðalanddyrinu, smelltu þá á Settings
  • Smelltu á Global > Sounds
  • Taktu hakið úr„Enable dealer voice for casino games“

Casino-leikir eru eins og er takmarkaðir við að nota sjálfgefinn bakgrunn á borðum. Sérsniðnir borðabakgrunnar spilara eru ekki í boði eins og er á borðum í Casino-leikjunum.

Ef þú reynir að „tvöfalda“ eða „splitta“ án þess að eiga næga peninga sem þarf í höndina, þá koma upp skilaboðin „Insuffiecient Funds“ hjá þér, ásamt möguleikanum á að leggja inn.

Í allt að 15 mínútur. Eftir 15 mínútur í röð þar sem spilari hefur setið hjá er hann fjarlægður úr sætinu sínu.

Reglur og endurgreiðslur vegna sambandsrofs í Casino

Ef spilari missir sambandið, eða fer úr leik á meðan hann á eftir að gera, telst leikurinn ókláraður. Ef þetta gerist í eins manns leik þá færðu áminningu um að ljúka ókláruðum leikjum þegar þú skráir þig inn næst til að spila, innan 24 stunda frá því að leikurinn var stofnaður. Ef spilarar snúa ekki aftur innan tímabilsins sem er tiltekið þá verður leikjunum sjálfkrafa lokið. Öllum fjölspilaraleikjum er lokið sjálfkrafa.

Þú færð alltaf greidda vinninga sem hafa safnast saman áður en sambandsrofið varð; margir leikir styðja við möguleikann á að klára leikinn fyrir þig eftir að þú hefur misst samband. Þetta er samt misjafnt á milli leikjaútgefanda. Þessir leikir munu spila fyrir þína hönd til þess að ljúka óloknum aðgerðum, frekar en að gefa frá sér ólokna hluta leiksins.

  1. Eins manns leikir
    Óloknum eins manns leikjum sem hafa ekki verið kláraðir innan 24 stunda frá því að stofnað var til leiksins verður sjálfkrafa lokið af kerfinu eins og er lýst hér fyrir neðan.

    Spilakassaleikir
    Margir spilakassaleikir geta lokið óloknum leikjum með því að velja af handahófi í bónusumferðum og spila út frísnúninga sem bíða fyrir þína hönd. Sumir, hins vegar, hafa ekki þennan möguleika og verða því að skrá uppgjöf á ólokna hluta leiksins.

    Ef spilari skráir sig ekki inn til þess að klára leikinn innan 24 stunda, lokum við leiknum eins og leikútgefandinn mælir til um: sumir útgefendur gætu vitað útkomuna upp að þeim tímapunkti sem sambandsrof verður, aðrir gætu vitað lokaútkomuna og enn aðrir gætu endurgreitt upprunalega veðmálið/boðið. 

    Borðleikir
    Þegar það er hægt mun óloknum leikjum verða spilað til loka fyrir þína hönd, með því að nota bestu mögulegu leikaðferðina sem krefst ekki meiri fjármuna. Ef farið er af eins manns borði eftir að spilapeningar hafa verið lagðir út en áður en gjöf eða snúningur hefur farið fram, þá gerist það að veðmálum/boðum er skilað.

    Í blackjack hins vegar, þegar þú fellur á tíma eða missir sambandið, þá helst leikurinn opinn í 24 tíma frá þeim tíma sem stofnað var til leiksins. Ef þú getur ekki snúið aftur innan tiltekna tímabilsins þá mun kerfið gera bestu mögulegu leikina fyrir þína hönd, sem krefjast ekki meiri fjármuna, þar til leikumferðinni er lokið.

    Í vídeópóker er leikjum lokið með því að notast við sjálfvirkar uppástungur um hverju skal halda.

    Í Heads-Up Hold‘em skoðar (e. check - tékkar) kerfið fyrir þig alltaf þegar það er hægt. Ef frekari fjármuna er krafist pakkar (e. fold) kerfið fyrir þig.

    Í baccarat og rúllettu, eftir að boð hefur verið lagt út, mun leikurinn ljúka sér sjálfur, þar sem engra frekari aðgerða er krafist frá spilaranum.

  2. Fjölspilaraleikir
    Alltaf þegar þú fellur á tíma eða ferð úr fjölspilaraleik mun kerfið gera besta mögulega leikinn fyrir þína hönd og heldur áfram að gera slíkt þar til þú snýrð aftur eða lotunni lýkur. Þetta vikar samt misjafnt á milli leikjaafbrigða, eins og kemur fram hér á eftir.

    Borðleikir
    Fyrir leiki í blackjack og aðra leiki gildir að í hvert sinn sem þú fellur á tíma mun kerfið gera besta mögulega leikinn fyrir þína hönd þar til þú snýrð aftur eða lotunni er lokið. Skoðaðu upplýsingar um eins manns blackjack hér fyrir ofan til að fá nánari upplýsingar.

    Í Heads-Up Hold‘em skoðar (e. check - tékkar) þú alltaf þegar það er hægt. Ef frekari fjármuna er krafist pakkar (e. fold) kerfið fyrir þig.

    Í baccarat og rúllettu, eftir að boð hefur verið lagt út, mun leikurinn ljúka sér sjálfur, þar sem engra frekari aðgerða er krafist frá spilaranum.

    Ef þú ferð eða missir sambandið eftir að aðgerðum þínum er lokið, en áður en gjöfin er búin eða snúningnum lokið, þá mun leikurinn klárast af sjálfu sér. Þú getur skoðað úrslitin í handasögunni.

  3. Gullpottaleikir
    Framlög til gullpotta eru kláruð í heild sinni þegar veðmáli á gullpottasnúning er tekið. Virði gullpottsins uppfærist þá um leið og veðmálið/boðið verður tekið af innistæðunni þinni. Ef þú ferð eða missir sambandið færu að sjá endursýningu af niðurstöðunni þegar þú nærð sambandi aftur.

Fríðindapunktar (e. Reward Points)

Já, það er hægt að safna fríðindapunktum í Casino-leikjum. Sjá hér til að fá nánari upplýsingar.

Instant-bónus

Instant (beinir) bónusar eru sérstakir fjármunir sem þú getur notað til að leggja undir með í Casino-leikjum með raunverulegum peningum. Bónusunum er hægt að skipta í raunverulega peninga með því að þéna tilskilinn fjölda af endurheimtarpunktum (e. redemtpion points) eða með því að leggja undir tiltekinn fjölda boða (e. bets) í leikjum sem gilda.

Fjöldi endurheimtarpunkta eða boða sem þarf til að umbreyta Instant-bónus í raunpeninga verður sýndur þegar þér er boðinn bónusinn.

Fjármuni í Instant-bónus er ekki hægt að taka út áður en þeim er breytt í raunpeninga.

Ef þú átt fleiri en einn Instant-bónus á reikningnum þínum í einu geturðu stýrt forgangsröðinni sem bónusarnir þínir verða í boði fyrir þig til að nota í gegnum Manage Bonuses-hlutann í leikjahugbúnaðinum. Í tölvubiðlaranum skaltu opna Cashier/gjaldkera og velja „My Bonus Status“ > „Instant Bonuses“. Í símanum opnarðu möguleikann „My Rewards“.

Kíktu á síðuna um Instant-bónusa til að fá nánari upplýsingar.

Farðu vinsamlegast aðra hvora leiðina:

Í tölvu: „Cashier“ > „My Bonus Status“ > „Instant Bonuses“

App: „My Rewards“ > „Bonuses“

Vefbiðlari: „Account“ > „Instant Bonuses“

Instant-bónus er veittur spilurum miðað við að eftirfarandi sé fullnægt:

  • Sem ávinningur fyrir spilara sem eiga rétt á honum
  • Sem hluti af kynningu
  • Á meðan Instant-bónus sértilboð er í boði í takmarkaðan tíma

Aðeins er hægt að nota einn Instant-bónus í einu í leik sem tilheyrir honum.

Þú getur stýrt því í hvaða röð þessir margföldu bónusar verða í boði í gegnum „Manage Bonuses“-valmöguleikann í hugbúnaðinum. Í tölvubiðlaranum skaltu opna Cashier/gjaldkera og velja „My Bonus Status“ > „Instant Bonuses“. Í símanum opnarðu „My Rewards“ og velur svo „Bonuses“.

Ef þú átt marga Instant-bónusa sem þú getur notað í tilteknum leik mun hverjum bónus fyrir sig verða bætt undir innistæðu í boði um leið og næsti bónus á undan hefur staðist veðmálsskilyrðinguna, eða verið gefist upp á honum, hann verið settur í bið, eða hann fullnýttur.

Til að umbreyta Instant-bónusnum þínum í raunpeninga þarftu að uppfylla veðmálsskilyrðingu bónussins. Þessi skilyrðing gæti falið í sér að þú þénir tiltekinn fjölda endurheimtarpunkta eða að þú leggir undir tiltekinn fjölda boða (e. bets) í leikjum sem gilda. 

Veðmálsskilyrðingin sem þarf að uppfylla til að umbreyta Instant-bónus í raunpeninga verður sýndur þegar þér er boðinn bónusinn. Þú getur líka skoða þessar upplýsingar, ásamt því hvernig þér gengur að mæta þessum skilyrðum, lokadagsetningu bónussins, leiki sem gilda og fleira í „Manage Bonuses“-hlutanum. Til að finna þetta í tölvubiðlaranum skaltu opna Cashier/gjaldkera og velja „My Bonus Status“ > „Instant Bonuses“. Í símanum opnarðu „My Rewards“ og velur svo „Bonuses“.

Eftir að við höfum gefið út Instant-bónus sérðu, ef þú hefur klárað innskráningu (eða um leið og þú skráir þig inn), skilaboð í sprettiglugga með þremur möguleikum: „Accept“, „Decline“ og „More Information“.

Þessi skilaboð í sprettiglugganum munu láta þig vita um þann fjölda endurheimtarpunkta sem þú þarft að þéna og hvenær þú þarft að hafa lokið því til þess að breyta Instant-bónusnum þínum í raunpeninga.

Þú getur þá samþykkt eða hafnað bónusnum þínum, eða beðið um nánari upplýsingar. Það síðast nefnda færir þig inn á stjórnborð fyrir Instant-bónus á reikningnum þínum þar sem þú finnur nánari upplýsingar, þar á meðal gilda leiki.

Þú þarft að „samþykkja“ (e. Accept) Instant-bónusinn til þess að bónusfjármunirnir verði aðgengilegir fyrir þig á reikningnum þínum í gildum leikjum og byrja að klára veðmálsskilyrðinguna til þess að breyta bónusnum í raunverulega peninga.

Ef þú velur að „hafna“ (e. Decline) Instant-bónusnum hverfur sprettiglugginn og þú þarft ekki að gera neitt fleira.

Opnaðu „Manage Bonuses“-hlutann til þess að sjá alla Instant-bónusana þína, hvernig þeir eru að ganga, virði þeirra og lokadagsetningu. Til að finna þetta í tölvubiðlaranum skaltu opna Cashier/gjaldkera og velja „My Bonus Status“ > „Instant Bonuses“. Í símanum opnarðu „My Rewards“ og velur svo „Bonuses“.

Ef Instant-bónus er í boði í ákveðnum leik verður innistæða sem er tiltæk í þeim leik sýnd með sameinaðri heildarupphæð raunpeningainneignarinnar þinnar, ásamt þeim Instant-bónus sem hefur verið settur fremst í forgangsröðina. Þegar lagt er undir verða fjármunir teknir úr innistæðu þess Instant-bónuss sem er í boði þá stundina og svo úr raunpeningainnistæðinni þinni þar á eftir.

Ef þú hefur fengið Instant-bónus sem krafðist þess af þér að þú leggðir inn raunverulega peninga og eftir að þú hefur spilað svolítið ákveður þú að þú viljir hann ekki lengur, eða kjósir heldur að taka út peninga (e. cashout), þá geturðu fallið frá bónusnum með því að smella á „Surrender“-hnappinn á tilheyrandi bónus í „Manage Bonuses“-hlutanum. Til að finna þetta í tölvubiðlaranum skaltu opna Cashier/gjaldkera og velja „My Bonus Status“ > „Instant Bonuses“. Í símanum opnarðu „My Rewards“ og velur svo „Bonuses“.

Þó allir Instant-bónusarnir bjóði upp á „Surrender“-möguleikann gildir það í sumum tilfellum að þú færð enga upphæð endurgreidda inn á reikninginn þinn fyrir að gera þetta þar sem annað hvort er tapið sem orðið hefur til af bónusinnistæðunni meira en upphaflega raunpeningainnleggið (kaupupphæðin), eða að Instant-bónusinn saman stóð aðeins af bónusupphæð sem var ekki keypt.

Allir Instant-bónusar eru með lokadagsetningu og tiltekna veðmálsskilyrðingu. Ef þessum skilyrðum er ekki fullnægt, eða aðeins fullnægt að hluta til af lokadagsetningunni, þá rennur bónusinn þinn út og þú getur ekki lengi séð hann á reikningnum þínum.

Gjaldkeri (e. Cashier)

Já. þú getur notað þá fjármuni sem þú átt á Stars Account-reikningnum þínum bæði í póker og leiki í Casino.

Reikningur/aðgangur

Nei. Núverandi Stars Account-reikninginn þinn má nota bæði í leiki í Casino og póker.

Adobe Flash Player settur upp

Allt eftir því hvaða útgáfu af tölvubiðlara/skjáborðshugbúnaði þú ert að spila þá gætirðu líka þurft að uppfæra Flash-spilarann þinn til að spila leikina okkar.

Til að sækja Adobe Flash Player skaltu smella hér.

Vertu viss um að hafa sett upp rétta útgáfu af Flash Player m.v. hvaða stýrikerfi (OS) þú notar og vafra, eins og hægt er að sjá í fellivalseðlinum.

Það fer eftir því hvaða leiki þú spilar en þú gætir þurft að setja upp eina af eftirfarandi útgáfum af Flash Player:

Fyrir Windows XP/Vista þarftu mjög tiltekna útgáfu af Adobe Flash Player:

  • Þú ættir að vera með Flash Player útgáfu 22.0.0.209 setta upp á tölvunni þinni
  • Á meðan uppsetning er í gangi skaltu velja að hann gái aldrei að uppfærslum (e. never check for updates) til að halda í þessa tilteknu útgáfu fyrir Chromium-vafra.

Fyrir Windows 7, 8 og 10 þarftu að sækja og setja upp eftirfarandi útgáfur af Flash Player:

  • Internet Explorer – ActiveX
  • Opera & Chromium – PPAPI

Fyrir Mac OS þarftu að sækja og setja upp þessar útgáfur af Flash Player:

  • Safari & Firefox – NPAPI

Til að spila á skjáborðinu í tölvunni þarftu að sækja og setja upp Flash Player fyrir þann vafra sem þú notar sem sjálfgefinn. Sjá hér. Athugaðu að skjáborðsbiðlari fyrir tölvur virkar ekki með Internet Explorer.

Ef þú ert fullviss um að Flash Player sé þegar sett upp gæti vandamálið verið að forritið hafi verið gert óvirkt í vafrastillingunum. Hér eru nokkrir hlekkir að skoða hvernig á að virkja Flash Player fyrir vafrann þinn: