Rúlletta, komið af franska orðinu yfir "lítið hjól", þróaðist aðallega í Frakklandi. Áður en hjólið sem snýst af mikilli nákvæmni þróaðist voru aðrir leikir sem spiluðust með svipuðum reglum og útborgunum, þar sem tölur voru valdar úr poka eða með spilum. Á Ítalíu voru þessir leikir kallaðir biribi (lýst af Casanova í endurminningum hans) og hoca. Á Englandi voru þeir kallaðir rowlet, roly poly og ace of hearts.
Saga rúllettunnar: Fyrstu árin
Franski stærðfræðingurinn og uppfinningamaðurinn Blaise Pascal (sem fann upp sprautunálina, þrýstipressu og reiknivél) gæti hafa verið frumkvöðullinn við þróun rúllettunnar á miðri 17. öldinni. Bréfskriftir hans við Pierre deFermat (sem þróaði örsmæðarreikning (e. calculus)) leiddu til þróunar líkindafræði (e. probability theory). Starf þeirra hófst sem svar við spurningu um teningaleik sem Chevalier de Mere hafði spurt. Pascal eyddi talsverðum hluta sinnar starfsævi í að reyna að finna upp eilífðarvél. Árið 1655 var ein af tilraunum hans sem mistókst, hjól sem snérist næstum núningslaust.
Saga rúllettunnar: 19.-21. öldin
Hjólið kunna, reglurnar og nafnið birtust í kasínóum í París upp úr 1790. Á 19. öldinni varð rúllettuleikurinn vinsæll kasínóleikur um alla Evrópu, þökk sé frönsku bræðrunum Francois og Louis Blanc. Árið 1843 opnuðu þeir Kursaal kasínóið í Bad Holmburg, þar sem var að finna hjól með einu núlli. Árið 1863 fékk Francois Blanc leyfi til fjárhættuspila í Monaco, sem gerði Monte Carlo að leiðandi áfangastað fyrir heimstyrjöldina fyrri. Rúllettuhjól Blanc bræðranna með einu núlli gerði leikinn svo vinsælan (og ábatasaman, þrátt fyrir lítið forskot kasínóanna) að gosögnin um þá bræður þróaðist út í að þeir hefðu gert samkomulag við djöfulinn um að þeir létu sál sína í skiptum fyrir "leyndardóminn í hjólinu". Meðtalið í þessari goðsögn er að þar kemur fram að summa talnanna á rúllettuhjólinu er 666. (Goðsögnin sleppir því þó að nefna, sem er hentugt, að sú nýjung Blanc bræðranna að fjarlægja 00 breytir ekki summunni.)
Núverandi vinsældir blackjacks má rekja til þess heillandi möguleika spilaranna að þeir geta náð örlitlu forskoti og spilað á kasínóin. Metsölubók Dr. Edward O. Thorp, Beat the Dealer, jók á dramatískan máta færni fjölmargra kasínóspilara í blackjack í kasínóum. Blackjack hefur, í næstum 50 ár, líka verið uppáhalds kasínóleikur stærðfræðinga og greinenda. Meira hefur verið skrifað um blackjack en um nokkurn annan kasínóleik. Áður en netpókerinn breiddist út var blackjack margfalt vinsælla viðfangefni greinenda en pókerinn.
Þrátt fyrir allar greiningarnar hafa flestir þeirra sem skrifa um blackjack sýnt sögu blackjacksins litla athygli. Árið 2006 rannsakaði einn helsti kennismiður blackjacksins, Arnold Snyder, í bók sinni The Big Book of Blackjack (Cardoza Publishing), uppruna blackjack og forvera leiksins. David Parlett, breskur höfundur og leikjasmiður, hefur líka skrifað mikið í bækur og á netið um sögu blackjacksins.
Eftirfarandi hlutir skilgreina blackjack: spilastokkar, spilari gegn spilara, sigurvegari ræðst af tölugildi spilanna í leiknum.
Sagan af blackjack: Fyrstu árin
Elsti leikurinn með þessum einkennum var spænskur leikur sem kallaðist veintiuna (21). Miguel de Cervantes, sem er þekktastur fyrir Don Kíkóda, skrifaði Rinconete & Cartadillo, sem var gefin út sem ein af tólf Fyrirmyndarskáldsögum (e. Exemplary Novels) árið 1613. Fjárhættuspilsleikur sem kallaðist veintiuna sést í rituðum heimildum allt aftur til 1440 (en þó eru til margir ólíkir og ótengdir leikir með þessu nafni).
Afbrigði af þessum leik var kallað bone ace í Englandi á 17. öldinni. Í sögu Cervantes og í bone ace eins og leiknum er lýst af Charles Cotton í The Complete Gamester (1674), getur ás talist bæði sem einn eða ellefu. Franskur fyrirrennari blackjack sem kallast quinze (15) kom fyrst fram á 16. öld og var vinsæll í spilahöllum Frakklands fram á 19. öldina. Ítalskur leikur kallaður sette e mezzo (7 & 1/2) var spilaður í upphafi 17. aldar. Sette e mezzo var með 40 spila stokki (þar sem áttur, níur og tíur voru fjarlægðar). Spilin sem voru eftir í stokknum notuðu ígildi tölunnar sem stóð á þeim; andlitsspilin töldust sem hálfur.
Annar franskur leikur, trente-et-quarante (30 & 40) var spilaður í Spa Casino í Belgíu árið 1780. Trente-et-quarante var, ólíkt flestum þessara frumleikja, með húsið sem bakhjarl, sem þýðir að spilahöllin spilaði við spilarana og tók þá veðmálum spilaranna eða greiddi út. Þessi leikur var líka fyrsta útgáfan þar sem boðið var upp á kaup á tryggingu á boði (e. insurance bet).
Reglurnar í nútímaútgáfu blackjack urðu til í franska leiknum vingt-un (eða vingt-et-un, 21) á miðri 18. öldinni. Miklir áhugamenn sem kynntu leikinn í Frakklandi seint á 18. öldinni og snemma á þeirri 19. var fólk eins og Madame Du Barry og Napoleon Bonaparte.
Sagan af blackjack: 19.-21. öldin
Í Ameríku á 19. öld tóku spilahallir svo upp tvær reglur sem gerðu leikinn hliðhollari spilurum: þeim var leyft að sjá annað spil gjafarans og gjafarinn þurfti að draga í hönd sem var 16 og lægri og standa í 17 eða hærri. Snemma á 20. öldinni varð leikurinn þekktari undir nafninu blackjack, vegna kynningar (sem var prófuð í stuttan tíma og er löngu hætt) þar sem bónus var greiddur ef spilari náði 21 með spaðaás og svörtum gosa (gosa í laufi eða spaða).
Eftir vinsæla akademíska rannsókn sem var gerð af Dr. Thorp og svo spilurum og greinendum, varð blackjack vinsælasti borðspilaleikurinn í spilahöllum. Þó að spilahallir hafi í raun hagnast á að grunntækni og talning spila hafi þróast hafa eigendur þeirra reynt að draga úr því að spilarar ástundi slíkt. Þrátt fyrir að fjölmargar niðurstöður dómsmála sýni að það geti ekki talist svindl að telja spil hafa spilahallir í flestum lögsagnarumdæmum áskilið sér réttinn til að banna spilurum inngöngu af hvaða ástæðu sem er. Einstakar spilahallir hafa líka breytt reglum í blackjack (stundum ólíkar frá borði til borðs): mismunandi fjöldi stokka, misdjúpt á milli stokka, húsið dregur vs. húsið stendur á mjúkum 17, takmörk á að tvöfalda og splitta og að bjóða eða bjóða ekki upp á uppgjöf (e. surrender).
Bækur eins og The Big Player (1977) eftir Ken Uston og Bringing Down the House (2002) eftir Ben Mezrich lýsa því hvernig lið skipuð spilateljurum í blackjack hafa unnið stórar upphæðir (og stundum tapað). Bók Mezrich varð að hinni vinsælu mynd 21.
Sjálft orðið craps er amerískuð útgáfa orðsins crabs úr 19. aldar frönsku. Crabs var hugtakið yfir tvöfaldan ás, lægsta mögulega kastið í hazard (áhættu), teningaleiknum sem er forveri nútíma teningaleiksins. Á svipaðan hátt er franska orðið crapaud, eða karta/froskdýr, vísun í stöðu fólksins sem spilar teningaleik á hækjum sér á gólfinu eða á gangstétt til þess að sjá betur kastið.
Saga teningaspila (e. craps): Fyrstu árin
Annars hafa teningaleikir verið til jafn lengi og elstu rituðu heimildir sögunnar. Fornleifafræðingar hafa grafið upp sex hliða teninga í Mesópótamíu (norðurhluta Íraks) allt frá 3000 f.Kr., sem voru merktir með dílum í stað þess að hafa tölur, teninga í Pompei og kalksteinsteninga frá því um 600 f.Kr. í Egyptalandi. Sumir teningar voru skornir úr ferhyrndu hnúabeini svína og hælbeini kinda og þaðan er nafnið upprunalega dregið um að rúlla beinunum. Margir rómverskir keisarar elskuðu teninga. Júlíus Sesar lýsti yfir á frægan hátt, þegar hann fór yfir Rubicon-fljót, "teningunum er kastað". Kládíus lét útbúa sérstakt borð til þess að kasta teningum þegar hann ferðaðist um í vagni sínum. Kalígúla var alræmdur fyrir að kunna því illa að tapa. Neró veðjaði, sem frægt er, ríkissjóði þjóðar sinnar á nokkur teningaköst.
Arabíuskaginn gat af sér upprunalegan teningaleik sé kallaðist azzahr sem breyttist í hazard. Elstu útgáfur af hazard hafa fundist frá tólftu öldinni og það er meira að segja minnst á leikinn í Kantaraborgarsögum Chaucers, þó leikurinn gæti átt rætur að rækja aftur til krossferðanna. Flókni leikurinn hazard þróaðist í gegnum árin í borðleik sem féll á þægilegan hátt að atriðaskrá fyrstu kasínóanna. Franskir spilarar tóku svo leikinn með sér til Ameríku í gegnum New Orleans.
Saga teningaspila (e. craps): 19.-21. öldin
Teningaspil dagsins í dag byrjaði að taka á sig mynd þegar John H. Winn kynnti "don't pass" veðmöguleikann sem færði kasínóunum forskot án þess að þurfa að grípa til þess að þurfa að svindla, sem var vandamál í Bandarískum spilahöllum á 19. öldinni sem gaf húsinu örlítð forskot. Þrátt fyrir að teningaspil hafi einfaldast frá uppruna sínum í hazard hélt þróun leiksins áfram með fjölmörgum boðmöguleikum og andrúmslofti hópveðmála sem byggðu á því að kastari/skytta teninganna væri að þéna peninga fyrir alla spilara. Hermenn í heimsstyrjöldinni síðari gerðu leikinn vinsælli með því að spila á teppi landhersins til að auðvelda stjórn á teningunum.
Myntvélar í kasínóum og öðrum spilasölum þróuðust samtímis í Englandi og í Bandaríkjunum í lok 19. aldar. Á báðum stöðum urðu spilakassar vinsælli eftir því sem meira þróaðist í átt að sjálfvirkum tækjum í hversdagslífinu. Kynslóðin sem þróaði spilakassana skóp líka fónógrafið, hreyfimyndir, peningakassa og sjálfsala.
Árið 1890 skopaðist Punch að daglegu lífi í nánustu framtíð með "From the Diary of the Automatically Conducted" (Úr dagbók hins sjálfvirka). Greinin hófst á að 7 Am. rúllaði úr sjálfsmíðuðu rúmi og let vaða á gólfið. Am hysjaði sig upp og slengdi í sjálfvirkan klæðabúnað, þvott og rakstól og fór svo, eftir að hafa verið klæddur af sjálfstýrðu tæki, á lyftu með snúningsbaki í matsal þar sem hann fékk að borða frá sjálfvirkum morgunverðarbirgja í einkaeigu.
Spilakassar frá tímabilinu 1900-1960 bjuggu yfir eftirfarandi eiginleikum: rauf til að setja í einn smápening, glugga sem sýndi þrjú hjól með ýmsum táknum, slá eða handfang sem ræsti vélræn snúningshjól, útborganir fyrir að raða upp tiltekinni röð tákna og sjálfvirka útborgun í smámynt úr vélinni.
Á Englandi voru fyrstu einkaleyfin gefin út fyrir vélaleiki fyrir mynt með snúningshjólum. Árið 1887 þróaði William Oliver hestaveðhlaupaleik þar sem leikfangahestar hreyfðust á sammiðja vélrænum hjólum. Tveimur árum síðar fékk Anthony Harris einkaleyfi á vegghengdum leik með snúningsskífu.
Á þeim tíma bjó hópur í San Francisco, undir stjórn Charles Fey, til fyrstu þekkjanlegu spilakassana. Liberty Bell vél Feys varð grunnurinn (og meira að segja nafnið) fyrir vinsæla spilakassa í marga áratugi. Þessi kynslóð spilakassa var með þrjú hjól, handfangi sem togað var í, spilað fyrir einn pening, og greitt út fyrir eins tákn eins og hjörtu, spaða, tígla, skeifur og bjöllur. Hvert hjól ver með 10 táknum, sem þýddi um 1.000 mismunandi mögulegar samsetningar. Upprunalegum útgáfum fylgdi handvirk útborgun, þar sem sú stærsta var tuttugu fimmeyringar (e. nickels) fyrir að raða upp þremur bjöllum. Innan áratugs var vél Fey komin með hjól sem stoppuðu hvert á eftir öðru (byggðu upp spennu fyrir spilarann) og sjálfvirkar útborganir.
Á fyrsta áratug 20. aldar þróaði Herbert Mills frá Chicago, Illinois í Bandaríkjunum, spilakassa sem hermdi eftir vél Fey en bætti við eiginleikum til þess að standast lagalegar hindranir. Mills-vélarnar stækkuðu hjólin í 20 tákn, sem þýddi 8.000 mögulegar samsetningar. (Til þess að vélarnar litu öðruvísi út en vélar Fey bætti Mills við táknum með kirsuberjum, appelsínum, sítrónum og plómum, sem leiddi svo til þess að gælunafn þeirra varð ávaxtavélar, sem halda vinsældum sínum enn í dag, sérstaklega á Bretlandseyjum.) Þær voru líka með stærri gluggum, svo spilarar gætu séð hverju þeir "rétt misstu af" fyrir ofan og neðan vinningslínuna.
Bally gjörbylti spilakössunum eftir 1960 með leik sem kallaðist Money Honey. Money Honey kom fyrst fram í sviðsljósið síðla árs 1963. Með því að nýta sér raftæknina endurskópu vélar Ballys ímynd aðalgötunnar í Las Vegas: skæra liti, blikkandi ljós, hávær hljóð og möguleikann á að spila hratt. Money Honey var líka með peningatrekt/safnkassa (hólf sem getur geymt um og yfir 2.500 smápeninga) og málmbakka á botningum þar sem útborgunin valt niður í með látum á hraðanum sex peningar á sekúndu. Í lok 1968 var um 94% allra spilakassa í Nevada frá Bally. Með þessum vélum var svo spilun fyrir marga peninga í einu kynnt til sögunnar.
Velgengni Bally gerði spilakassana enn vinsælli í Las Vegas, sem bjó svo til samkeppni í að þróa enn betri leiki og vélar Rafrænir eiginleikar Money Honey settu af stað þróun spilakassanna í átt að enn rafrænni og, á endanum, tölvutengdari þátta.
Árið 1979 stofnaði Bally-dreifingaraðilinn William "Si" Redd International Gaming Technology (IGT), sem hafi yfirgnæfandi forystu í þróun spilakassa og sölu þeirra í lok áratugarins. Stuttu eftir stofnun IGT kynnti það fyrsta spilakassann með vídeópóker til leiks.
Á sama tíma var tölvutæknifræðingur að nafni Inge Telnaes að þróa tölvuforrit sem stjórnaði spilakössunum sem byggði á slembitölubirti (e. random number generator (RNG) í stað hjóla sem snérust raunverulega. Þetta "sýndarhjólakerfi" gerði það mögulegt að bjóða upp á gullpotta með stjarnfræðilegum upphæðum til útborgunar á meðan rekstur kassanna væri samt áfram arðbær. IGT fékk einkaleyfi á þessari tækni árið 1984. Árið 1986 kynnti það Megabucks til sögunnar, stærsta og vinsælasta spilakassann með uppsöfnuðum gullpotti. Megabucks tengdi saman vélar um allt ríki Nevada.
Árið 1992 kynnti Bally til sögunnar Game Maker, vídeóspilakassa sem leyfði spilurum að velja á milli mismunandi spilakassaleikja (og vídeópókerleikja) og spilaupphæða. Velgengni Game Maker og IGT í vídeópókerleikjum leiddi svo til aukinnar notkunnar hreyfimynda (með hnöppum og svo snertiskjám síðar sem breyttu, en komu þó ekki alveg í stað, toghandfanganna).
Undir lok tíunda áratugarins fóru spilakassar að bjóða upp á margra línu útborganir og bónusviðburði sem ræstu aukaskjái og leikjahluta. Ástralska fyrirtækið Aristocrat Leisure Ltd. var frumkvöðull í þróun vídeóspilakassa (einnig þekktir sem Pokies í Ástralíu) sem buðu útgreiðslur á margar línur. WMS Gaming, með sinn vinsæla Reel 'Em In vídeóspilakassa bætti líka við áhugann á hreyfimyndum og bónusviðburðum.
Bónuseiginleiki sem kom snemma fram var hjól með rúllettusniði efst á vélinni, sem ræstist þegar hjólin röðuðust saman á tiltekinn hátt. Bally bauð upphaflega upp á þennan bónus með Wheel of Gold. Árið 1997 fékk IGT einkaleyfi á að nota hinn vinsæla Bandaríska sjónvarpsþátt Wheel of Fortune (Lukkuhjólið) í spilakössum. Vélar þeirra með Wheel of Fortune voru með sambærilegu útliti og hjól sjónvarpsþáttanna og hljóðum áhorfendanna sem söngluðu "wheel … of … fortune!" þegar spilarar hittu á samsetninguna sem leyfði þeim að snúa hjólinu. Wheel of Fortune er orðinn vinsælasti spilakassi allra tíma. Hann var líka upphafið að tímabili "þemavélanna". Árið 1998 bauð IGT upp á fyrstu Elvis spilakassana.
Undanfarin ár hafa breytingar á spilakössum runnið sitt skeið. Þrátt fyrir að upphaflega hafi spilakssar byrjað að líta út og virka eins og sjálfsalar, eru þeir nú komnir með hreint en flókið útlit einkatölvunnar og heimaspilunar og skemmtitækja. Alveg eins og að spilapeningar hafi komið í staðinn fyrir reiðufé í öðrum kasínóleikjum, hafa inneignir og miðar komið í stað smámyntar í spilakössum. Undir lok níunda áratugarins fóru vélarnar að vera með stafrænum mælum sem skráðu alla smámynt sem var sett í vélina og skuld við spilara. Næsta áratug fóru spilakassar að taka við seðlum til viðbótar við mynt og tókena (spilapeninga). (Margar spilahallir í raunheimum starfa nú án smámyntar). Færslunni úr smámyntinni lauk svo þegar safnkassarnir (e. hoppers) hættu að vera hluti spilakassanna og í þeirra stað kom TITO (e. ticket-in/ticket-out) lesbúnaður. Spilarar geta sett reiðufé eða inneignarmiða í kassana. Vélarnar gefa svo út inneignarmiða í stað smámyntar. Gjaldkerabúr spilahallanna, sem eru líkari hraðbönkum, aðstoða spilarana við að skipta reiðufé í miða og svo að fá peninga fyrir miðana sína.
Saga baccarats: Fyrstu árin
Rætur baccarat má rekja aftur til loka 15. aldar. Ítalski leikurinn baccarà (sem merkir núll) var vinsæll í mörgum ítölskum borgum og bæjum og Frakkar fengu hann lánaðan og breyttu nafninu í baccarat. Eftir því sem kasínóspilarar í Evrópu sóttu meira í að spila leiki með spilum jukust vinsældir baccarat einnig.
Saga baccarats: 19.-21. öldin
Leikurinn varð nokkuð vinsæll í tíð sólkóngsins, Lúðvíks XIV, sem kynnti hann fyrir aðlinum. Baccarat varð líka hluti breskra kasínóleikja sem voru í boði á 18. öld. Hann var líka vinsæll í Monte Carlo á 19. öld.
Baccarat fékk svo auknar vinsældir í nútímanum sem fágaður stórbokkaleikur spilahallanna í myndunum um James Bond. Ofurnjósnarinn spilar baccarat í Dr. No (1962), Thunderball (1965), Casino Royale (1967), On Her Majesty's Secret Service (1969), For Your Eyes Only (1981), License to Kill (1989) og Goldeneye (1995).
Í dag eru það aðallega þrjár útgáfur af baccarat sem eru vinsælar. Baccarat chemin de fer og banque halda vinsældum sínum í Frakklandi og Monte Carlo en punto banco er algengur í spilahöllum Norður-Ameríku sem og á sumum stöðum í Bretlandi. Allir leikirnir spilast í rauninni á sambærilegan hátt, með einhverjum undantekningum í hvernig spilin eru gefin. Þau svæði sem sjá um stærstu spilarana í sumum kasínóum bjóða eina af þessum útgáfum þá er boðið upp á mini baccarat á gólfunum fyrir almenna spilara, sem er minna borð með lægri takmörkum.