pokercasinosports

Hvernig á að spila baccarat (kotru)

Baccarat (kotra) er vinsæll leikur sem er spilaður um allan heim og sá sem þú sérð oft spilaðan í bíómyndum. Prófaðu að spila bæði fyrir raunverulega peninga í baccarat-leikjum sem eru í gangi núna.

Reglur og boð/veðmál í baccarat

Reglur í baccarat eru mjög einfaldar, með þremur mögulegum niðurstöðum í hverri hönd sem er spiluð.

  1. Bankari
  2. Spilari
  3. Jafnt

Markmið leiksins er að spá fyrir um hvort hönd bankarans eða spilarans nær hærra skori og vinnur þar af leiðandi. Einnig geturðu lagt undir á sjaldgæfari útkomu sem er jafnteflið, þar sem hönd bæði spilarans og bankarans enda með sama skorið.

Tíur og spil með andliti gefa núll, ásar eitt og önnur spil það sama og gildi þeirra er.

Þú gætir kannski viljað leggja undir á bæði jafnteflið og svo annað hvort á hönd bankarans og spilarans í sömu höndinni.

Þegar boðin hafa verið lögð út eru tvö spil gefin út í hönd bankarans og spilarans. Spilin eru sýnd og úrslitin eru tilkynnt borðinu. Eftir niðurstöðu úrslitanna gæti svo eitt spil til viðbótar verið dregið fyrir spilarann, bankarann, eða í báðar hendurnar. Það eru aldrei dregin fleiri en þrjú spil í hvora hönd og reglurnar sem segja til um hvernig spilin skulu dregin eru staðlaðar og eins í öllum spilahöllum sem bjóða leikinn.

Eftir að höndinni lýkur og sigurniðurstaðan er tilkynnt, eru boð sem töpuðust innheimt og vinningsboð eru greidd út samkvæmt líkunum sem sýndar eru í töflunni hér að neðan.

SigurvegariÚtborgun
Bankari 1 á móti 1*
Spilari 1 á móti 1
Jafnt 8 á móti 1

*mínus 5% þóknun (t.d. borgar 100 boð út 95 nettó).

Ef vinningsúrslitin eru jafntefli (e. tie) er boðum vankarans og spilarans skilað til þín aftur (samanber jafntefli (e. push) í blackjack, þar sem enginn hagnast eða tapar).

Ef hönd spilara vinnur er hún borguð út á jöfnum peningum.

Ef hönd bankara vinnur er hún borguð út á jöfnum peningum (að frádreginni 5% þóknun).

Regla um þriðja spil

Ef annað hvort spilari eða bankari skorar átta eða níu úr fyrstu tveimur spilunum er það kallað náttúrulegt (e. Natural). Leiknum er þá lokið og sigurvegari tilkynntur. Annars, ef hönd spilara skorar milli núll og fimm, þá er dregið þriðja spilið. Hönd bankarans fær svo þriðja spilið samkvæmt þeim skilyrðum sem sett eru fram í töflunni hér að neðan.  Þessum reglum er fylgt, jafnvel þó að bankarinn myndi vinna bara með því að standa áfram með tvö spil.

Tveggja spila úrslit bankaraBankari dregur ef þriðja spil spilara er
0 Eitthvað
1 Eitthvað
2 Eitthvað
3 Eitthvað (nema 8)
4 Milli 2 og 7
5 Milli 4 og 7
6 Milli 6 og 7
7 Dregur ekki
8 Dregur ekki
9 Dregur ekki

Ef hönd spilara skorar sex eða sjö (og þá stendur, skv. reglum) þá dregur hönd bankara spil á úrslitum frá núll til og með fimm.

Fræðilegt vinningshlutfall spilara (return to player - RTP) í baccarat er:

  • Boð bankara: 98,94%
  • Boð spilara: 98,76%
  • Boð á jafnt 85,64%