Heads-Up Hold’em™ breytir hinum sígilda pókerleik í skemmtilegan Casino-leik þar sem þú spilar við gjafarann til að sjá hver nær að mynda bestu fimm spila höndina. Spilaðu núna í fjölbreyttu úrvali upphæða.
Heads-Up Hold'em™ notast við hefðbundinn, einn, 52 spila spilastokk. Spilarar byrja á að leggja út jafnháa upphæð fyrir bæði forféð (e. ante bet) og oddaboðið (e. odds bet). Því til viðbótar getur spilari einnig veðjað á annað eða bæði mögulegu hliðarveðmálin, svokölluð Trips Plus (þrennuplús) og Pocket Bonus (vasabónus) veðmál.
Spilarinn fær gefin tvö spil og gjafarinn fær gefin tvö spil, á grúfu. Spilarar eiga möguleika á að leggja undir aukalega, svokölluð hækkun (e. raise), sem er 3x upphæðin á forfénu (e. ante). Þetta er valfrjálst og ef spilari vill ekki leggja undir á þetta getur hann valið að „skoða“ (e. check) í staðinn.
Þegar fyrsta boðlotan er búin gefur gjafarinn þrjú sameignarspil (e. community cards), einnig kallað floppið. Ef spilari valdi að skoða (e. check) fyrir floppið getur hann núna valið um að hækka 2x upphæðina á forfénu, eða líka valið að skoða aftur ef hann vill það heldur.
Þegar önnur boðlota er búin gefur gjafarinn fjórða og fimmta sameignarspilið (e. community cards), líka kallað fléttan (e. turn) og fljótið (e. river). Þetta þýðir að nú eru komin fimm sameignarspil sem allir sjá í borði. Ef spilari hefur valið að skoða (e. check) í báðum fyrri boðlotunum þá verður hann núna að hækka 1x upphæðina á forfénu, eða pakka (e. fold) höndinni.
Ef spilarinn pakkar ekki sýnir gjafarinn sína hönd. Spilarinn og gjafarinn geta notað hvaða samsetningu sem er af holuspilunum sínum tveim og fimm sameignarspilunum til að sjá hvor hefur bestu höndina.
Hækkuð boð sem vinna eru greidd út sem jafn peningur (1:1). Þar að auki, ef gjafari opnar með pari eða betri hönd, þá annað hvort borgar gjafarinn eða tekur forfjárboðinu (e. ante bet). Forfjárboð (e. ante bet) sem vinna eru greidd út sem 1:1. Forfjárboðið stendur í jafntefli (e. push) ef gjafarinn er með minna en par.
Oddaboð sem vinna (e. odds bets) eru greidd út eftir virði handarinnar, eins og kemur fram hér neðar.
Hönd | Greiðir |
---|---|
Konungleg litaröð | 500:1 |
Litaröð | 50:1 |
Ferna | 10:1 |
Fullt hús | 3:1 |
Litur | 1,5:1 |
Röð | 1:1 |
Allt annað | Jafnt |
Hönd | Greiðir | |
---|---|---|
Venjulegt | Micro* | |
Litaröð | 500:1 | 500:1 |
Ferna | 50:1 | 50:1 |
Fullt hús | 10:1 | 10:1 |
Litur | 8:1 | 6:1 |
Röð | 5:1 | 5:1 |
Allt annað | Tap | Tap |
Hönd | Greiðir | |
---|---|---|
Venjulegt | Micro* | |
Konungleg litaröð | 100:1 | 100:1 |
Litaröð | 40:1 | 40:1 |
Ferna | 30:1 | 30:1 |
Fullt hús | 8:1 | 8:1 |
Litur | 6:1 | 7:1 |
Röð | 5:1 | 4:1 |
Þrenna | 3:1 | 3:1 |
Hönd | Greiðir |
---|---|
Ásapar | 30:1 |
„Ás og andlit“ í sort | 20:1 |
„Ás og andlit“ ekki í sort | 10:1 |
Par, 2-K | 5:1 |
Takið eftir: Heads-Up Hold'em™ er Casino-leikur og sem slíkur er hann gjörólíkur Texas Hold'em pókerleikjunum okkar. Kíktu hér til að skoða nánar allt úrvalið okkar af pókerleikjum.
Fræðilegt vinningshlutfall spilara (e. theoretical return to player - RTP) í Heads-Up Hold'em™ leikjum er eins og hér segir:
Ante Bet:
Regular: 99,36%
Micro: 99,17%
Pocket Bonus:
Regular/Micro: 95,46%
Trips Plus:
Regular: 98,26%
Micro: 96,66%
* Micro vísar til borða með örupphæðum (e. micro stakes).