Breskur leikur sem á ættir að rekja meira en fimmhundruð ár aftur í tímann, en 3 Card Brag er spilaður í Bretlandi og um allan heim enn í dag. Alþjóðleg afbrigði leiksins eru meðal annars faras og teen patti, mjög vinsæll kortspilaleikur í Indlandi og nærliggjandi löndum.
Á borðunum okkar í Live Casino geturðu reynt þig í leik gegn lifandi atvinnugjöfurunum okkar í hröðu afbrigði af þessum sígilda kortspilaleik.
Til að byrja með verða spilarar að leggja út forfjárboðið sitt (e. ante bet) sem og valkvæð Pair Plus og Poker Plus hliðarboð (e. side bets). Á þessum tímapunkti fá bæði spilarinn og gjafarinn þrjú spil, en hönd gjafarans snýr niður á grúfu.
Spilarar geta nú valið af halda áfram að leggja undir aukaleg spilaboð (e. Play bet) sem eru jafnhá forfjárborðinu, eða pakkað og gefið frá sér forfjárboðið. Spilarar eiga möguleika á að gera blindspilaboð (e. Blind Play bet), þar sem þeir velja sjálfkrafa að spila hverja hönd.
Ef spilarinn heldur áfram þá snýr gjafarinn spilunum sínum upp í loft. Ef gjafarinn hefur ekki náð að mynda gilda hönd - drottningu hæst eða betra - þá vinnur spilarinn óháð því hvaða hönd hann er með. Forfjárboðið (e. ante bet) fær jafna peningaútborgun upp á 1:1 og spilaboðinu (e. Play bet) verður skilað.
Ef gjafarinn nær gildri hönd eru hendur spilarans og gjafarans bornar saman. Ef spilarinn vinnur fær hann jafna peningaútborgun upp á 1:1 á bæði forfjárboðið og spilaboðið sitt. Ef gjafarinn vinnur eru öll boðin tekin. Ef höndin er jöfn verður báðum boðum skilað til spilarans.
Brag-leikir eru nátengdir póker og notast við svipaða handaröðun, með nokkrum undantekningum þó. Þrjú eins (þrenna, kallast líka Prial) er besta mögulega höndin í 3 Card Brag og vinnur litaröð (e. straight flush). Röð (e. straight) vinnur líka lit (e. flush) í 3 Card Brag. Smelltu hér til að sjá nánari lýsingu á pókerhöndum.
Fræðilegt vinningshlutfall spilara (return to player - RTP) í Live 3 Card Brag er 98,00%.
Í hverri hönd eiga spilarar möguleika á að leggja út Pair Plus-boð og eftir að forféð hefur verið lagt út þá Poker Plus-boð.
Pair Plus-boðið er greitt út ef þrjú spilin þín innihalda eitt par eða betra, samkvæmt töflunni hér fyrir neðan:
Hönd | Útborgun |
---|---|
Prial (þrenna, þrjú eins) | 40:1 |
Litaröð | 30:1 |
Röð | 6:1 |
Litur | 4:1 |
Par | 1:1 |
Poker Plus-boðið notar þrjú spil spilarans og þrjú spil gjafarans til að mynda bestu fimm spila pókerhöndina. Ef höndin er gild þá verður boðið greitt út samkvæmt töflunni hér fyrir neðan:
Hönd | Útborgun |
---|---|
Konungleg litaröð | 1.000:1 |
Litaröð | 200:1 |
Fjögur eins (ferna) | 100:1 |
Fullt hús | 20:1 |
Litur | 15:1 |
Röð | 10:1 |
Þrjú eins (þrenna) | 7:1 |
Fræðilegt vinningshlutfall spilara (RTP) fyrir Pair Plus-boðið er 97,86% og fræðilegt vinningshlutfall spilara (RTP) fyrir Poker Plus-boðið er 91,44%. Fræðilegt vinningshlutfall spilara (RTP) fyrir Blind Play (blindspilunareiginleikann) er 96,18%.
Live 3 Card Brag er í boði í Live Casino hjá okkur allan sólarhringinn. Þú getur spilað á vefnum í gegnum iOS og Android snjalltækin þín.