Baccarat (kotra) er frægur fyrir að vera leikurinn sem njósnarar og ofurskúrkar kjósa að spila og að sjálfsögðu VIP-spilarar spilahallanna. Nú getur þú fengið VIP upplifun alvöru spilahallanna án þess að standa upp frá tölvunni þinni, þökk sé Live Baccarat í PokerStars Casino. Reyndu þig í keppni við raunverulega gjafara, náðu skori upp á níu og upplifðu hvernig er að líða eins og alvöru stórbokki - smóking er ekki áskilinn.
Það er einfalt að læra leikinn baccarat Um leið og lagt hefur verið undir eru gefnar tvær tveggja-spila hendur - ein til Bankarans (gjafarinn, eða „húsið“) og ein til spilarans. Markmið leiksins er að ná að skora eins nálægt níu og hægt er með þremur spilum að hámarki. Gildi spilanna er eins og hér segir:
Spil | Stigaskor |
---|---|
Ás | 1 |
2-9 | 2-9, eins og stendur á þeim |
10/gosi/drottning/kóngur | 0 |
Ef hönd endar á að skora yfir 9 er aðeins seinni talan í skorinu tekin með í reikninginn. Til dæmis er hönd sem er 7+5+2 samtals 14 og myndi því skora 4.
Spilarar geta veðjað á eina af þremur útkomum leiksins: Spilari vinnur (greitt út á líkunum 1:1, jafn peningur), Bankari vinnur (greitt út á líkunum 1:1, að frádreginni 5% þóknun. T.d. veðmál upp á 100 gæfi þá til baka 195 nettó), eða jafntefli (greitt út á líkunum 8:1).
Baccarat-hönd spilast til loka eftir fastmótuðum reglum.
Fyrir hönd spilarans eru þær eftirfarandi:
Bankarinn dregur líka spil eftir föstum reglum:
Tveggja-spila skor Bankara | Bankari dregur þriðja spil... |
---|---|
0-2 | Sjálfkrafa |
3 | Ef spilari dregur eitthvað þriðja spil (nema það sé 8) |
4 | Ef spilari dregur þriðja spil á bilinu 2-7 |
5 | Ef spilari dregur þriðja spil á bilinu 4-7 |
6 | Ef spilari dregur þriðja spil á bilinu 6-7 |
7-9 | Dregur ekki |
Bankarinn mun alltaf draga samkvæmt þessum reglum, jafnvel þó að hann myndi vinna með því að standa á tveimur spilum.
Tegund boðs | Útborgun | Lýsing |
---|---|---|
Player Pair | 11 á móti 1 | Hliðarboð sem vinnur ef fyrstu tvö spilin sem spilarinn fær gefin mynda par |
Banker Pair | 11 á móti 1 | Hliðarboð sem vinnur ef fyrstu tvö spilin sem bankarinn fær gefin mynda par |
* Athugið að aðeins er hægt að velja annað þessara hliðarboða í einu í hverjum leik.
Reglur um dregin spil spilarans og Bankarans eru framkvæmdar sjálfvirkt, þannig að ekkert þarf að hugsa út í það.