Live Caribbean Stud póker fær að láni mörg þekktustu einkennin sem gera póker að svo vinsælum leik og bætir svo við nokkrum spennandi snúningum í viðbót til að skapa þennan sígilda kasínóleik.
Ólíkt því sem gildir í hefðbundnum pókerleikjum, þá gildir í Carribbean Stud að þú þarft bara að vinna gjafarann, ekki hina spilarana. Blekkingar eru ekki með svo þú þarft ekki að muna eftir að taka pókerfésið með á borðið.
Hver spilari við borðið ásamt gjafaranum fær gefin fimm spil. Og þar sem gjafarinn þarf að fá ás og kóng til að vera með gilda hönd þurfa spilarar ekki að vera neinir pókersnillingar til að vera með í fjörinu á borðunum okkar.
Spilarar þurfa að leggja út forfé (e. Ante bet) sem er lagt út gegn gjafaranum. Allir spilarar við borðið og gjafarinn fá þá gefin fimm spil hver. Spil spilaranna eru gefin upp í loft en spil gjafarans eru gefin á grúfu, nema svo síðasta spil gjafarans sem er gefið upp í loft.
Spilarinn getur pakkað (e. fold) eða hækkað (e. raise) og svo er besta fimm spila pókerhönd hvers spilara notuð til að skera úr um hver sigrar.
Spilarar eru að spila við húsið og hver spilari má aðeins taka eitt sæti við borðið.
Til að sjá útgreiðslustuðla fyrir forfé (e. ante payout odds) og til að fá nánari upplýsingar um hvernig þú spilar leikinn skaltu vinsamlegast kíkja á síðuna okkar um reglur í Live Carribean Stud póker.