Með bættri hönnun og nýjum háskerpumyndavélum geturðu notið ítarlegustu upplifunarinnar í Live Mini Baccarat sem til er.
Live Mini Baccarat (kotra) er einfaldur leikur að spila en hver hönd færir þér einstaka spennu og tækifæri til að hámarka vinningana þína með hliðarboðum. Njóttu spennunnar og glamúrsins sem fylgir því að spila Live Mini Baccarat í raunverulegri spilahöll – hvar sem þú ert.
Markmið Baccarat er einfaldlega að fá hönd með samtals stigum sem eru sem næst níu. Ásar teljast sem einn, töluspilin tveir til níu eru gildin sem á þeim standa og tíur og myndaspil teljast sem núll.
Ef virði handarinnar er umfram tíu stig þá dregurðu tíu stig frá til að fá út lokastigagildi Baccarat-handarinnar. Til dæmis, 7+6=13=3 og 4+6=10=0.
Fyrir hverja umferð veðjar þú á hönd Bankarans (e. Banker), á þína hönd eða á jafntefli. Þú og Bankarinn fáið svo hvor gefin tvö spil í hönd. Í sumum tilvikum er þriðja spilið gefið til spilarans eða Bankarans eða beggja (reglur um þriðja spil – sjá neðar). Spil eru gefin úr skónum sem heldur átta spilastokkum.
Spilarinn sem er næst níu vinnur.
Ef þú býður (e. bet) á höndina þína og vinnur færðu greitt út 2 á móti 1 vinning á boðið þitt.
Ef þú býður á Bankarann og Bankarinn vinnur, færðu greitt 2 á móti 1 mínus 5% umboðslaun banka (vísað til sem vigorish).
Ef bæði höndin þín og Bankarans eru með jafnmörg stig í heildina er niðurstaða leiksins jafntefli (e. tie). Ef þú lagðir út boð í jafnteflisreitinn (e. tie) færðu greitt 8/1.
Skoðaðu neðsta hluta þessarar síðu til að sjá fræðilegt vinningshlutfall spilara (e. theoretical return to player - RTP) fyrir Live Mini Baccarat.
Tegund boðs | Útborgun |
---|---|
Bankari | 2:1 |
Spilari | 2:1 mínus 5% |
Jafnt | 8:1 |
Eftirfarandi regluyfirlit Baccarat gildir þegar spilari og/eða Bankarinn fá sjálfkrafa gefið þriðja spilið í leiknum:
Stigagildi fyrir fyrstu tvö spilin | |
---|---|
0-1-2-3-4-5 | Dregur spil. |
6-7 | Stendur. |
8-9 | „Náttúruleg hönd“, ekki meira dregið. |
Ef spilari stendur þá dregur Bankarinn á samtals fimm eða lægra. Ef spilari dregur, notaðu þá töfluna hér fyrir neðan til að sjá hvort Bankari dregur eða stendur.
Stigagildi fyrir fyrstu tvö spilin | Dregur þegar þriðja spil spilarans er: | Dregur ekki þegar þriðja spil spilarans er: |
---|---|---|
0-1-2 | Dregur alltaf spil. | |
3 | 0-1-2-3-4-5-6-7-9 | 8 |
4 | 2-3-4-5-6-7 | 0-1-8-9 |
5 | 4-5-6-7 | 0-1-2-3-8-9 |
6 | 6-7 | 0-1-2-3-4-5-8-9 |
7 | Stendur alltaf. | |
8-9 | Spilari getur ekki dregið. | Spilari getur ekki dregið. |
Mikilvægt: Ef annað hvort spilari og/eða Bankari eru samtals með átta eða níu þá standa þeir báðir. Þessi regla gildir umfram allar aðrar reglur.
Til viðbótar við boð á spilara, Bankara eða jafntefli (e. Tie), er hægt að leggja út hliðarboð (e. side bets).
Reglurnar fyrir hliðarboð eru eftirfarandi:
Hliðarboð tengjast ekki boðum í aðalleiknum. Þú getur, til dæmis, boðið á aðalstöðu spilara og Banker Pair-hliðarboð og svo öfugt.
Tegund hliðarboðs | Útborgun |
---|---|
Player Pair | 11:1 |
Banker Pair | 11:1 |
Perfect Pair | 25:1 |
Either Pair | 5:1 |
Big | 0,54:1 |
Small | 3:2 |
Egalite Extra er hliðarboð sem leyfir þér að bjóða að hendur spilarans og Bankarans muni mynda tiltekið jafntefli (e. Tie) með jafnri niðurstöðutölu.
Stök jafntefli (e. Individual Egalites) | Útborgun |
---|---|
0 | 150:1 |
1 | 215:1 |
2 | 220:1 |
3 | 200:1 |
4 | 120:1 |
5 | 110:1 |
6 | 45:1 |
7 | 45:1 |
8 | 80:1 |
9 | 80:1 |
Fræðilegt vinningshlutfall spilara (e. theoretical percentage return to player - RTP) í Live Mini Baccarat er misjafnt á milli boðtegunda (e. bet types):
Tegund boðs | Vinningshlutfall |
---|---|
Bankari | 98,94% |
Spilari | 98,76% |
Jafnt | 85,64% |
Hliðarboð: | |
Player Pair/Banker Pair | 89,64% |
Perfect Pair | 86,67% |
Either Pair | 86,29% |
Big | 95,65% |
Small | 94,72% |
Egalite Extra | 87,55-93,61% |
Kíktu hér til að skoða fleiri leiki í Casino.
Hafðu samband við þjónustuborð ef þú hefur einhverjar spurningar um hvernig þú spilar Live Mini Baccarat.