pokercasinosports

Hvernig á að spila Live Roulette

Live Roulette færir þér alla spennuna og dramatíkina sem þú færð við rúllettuborðin í kasínóinu beint á skjáinn. Fylgstu með hasarnum í rauntíma og spjallaðu við croupierinn þinn (gjafarann), eða taktu þátt í Slingshot Auto Roulette-leikjunum okkar fyrir hraðan hasar á lifandi hjóli.

Borð í Live Roulette bjóða þér tækifæri til að spila í þessum uppáhaldsleik spilahallanna í fjölmörgum upphæðum og útgáfum, allan sólarhringinn, sjö daga í viku. Skoðaðu rúllettuborðin okkar á til að fá virkilega raunverulega upplifun, þar sem hvert einasta skopp og hopp kúlunnar næst með fjölmörgum sjónarhornum myndavélanna sem setja þig í miðju alls þessa hasars.

Farðu í anddyri Live Casino og byrjaðu að spila Live Roulette.

Live Roulette - Grunnreglur og boðtakmörk

Í Live Roulette hefur hjólið 37 vasa, númeraða frá núlli og upp í 36. Þú getur slegið saman hvaða boðum/veðmálum sem er, bæði á einstök númer eða hópa þeirra og þessi boð eru svo sett á þann hluta borðsins sem kallaður er „innri hlutinn“ (e. inside section).

Á „ytri hlutanum“ (e. outside section) getur þú lagt undir á margs konar pör af mögulegum boðum, sem hvert nær yfir 18 tölur. Frá háum og lágum tölum, odda og sléttum og rauðum og svörtum, eru ýmsir möguleikar í boði.

Á ýmsum stöðum borðsins í Live Roulette geturðu líka valið á milli sex ólíkra 12 talna boða (e. bets), eða dálka og tylftarboð (e. column & dozen bets), sem og ólík sett af 17 talna boðum.

Mismunandi gerðir boða (e. bets)

Inniboð (e. inside):

  • Beint boð (e. Straight Up Bet - borgar 35 á móti 1). Leggðu boðið þitt undir beint á eina tölu (þar á meðal núll). Þú vinnur ef boltinn lendir á því númeri.
  • Splittað boð (e. Split Bet- borgar 17 á móti 1). Leggðu undir boð á línuna á milli einhverra tveggja tengdra talna, annað hvort lárétt eða lóðrétt. Ef boltinn lendir á annarri hvorri tölunni færðu borgað.
  • Strætisboð (e. Street Bet- borgar 11 á móti 1). Leggðu boðið þitt á línuna á einni af láréttu röðunum (nær yfir þrjár tölur). Ef boltinn lendir á einhverri þessara þriggja talna vinnur boðið.
  • Tríóboð (e. Trio Bet- borgar 11 á móti 1). Leggðu boðið þitt á þriggja talna hornið sem inniheldur 0; þú veðjar þá á annað hvort 0, 1, og 2 eða 0, 2 og 3 og vinnur ef einhver þessara talna kemur upp.
  • Hornboð (e. Corner Bet- borgar 8 á móti 1). Leggðu boðið þitt á hornið þar sem fjórar tölur mætast. Veðmálið nær yfir allar fjórar tölurnar.
  • Línuboð (e. Line Bet- borgar 5 á móti 1).  Leggðu boðið þitt á hornið á tveimur strætum (tvær tengdar láréttar raðir). Veðmálið nær yfir sex tölurn.

Ytri boð (e. Outside):

  • Rautt/Svart (e. Red/Black - borgar 1 á móti 1). Leggðu boðið þitt á Rautt eða Svart reitinn til að það nái yfir allar 18 rauðu eða svörtu tölurnar.
  • Odda/Slétt (e. Odd/Even - borgar 1 á móti 1). Leggðu boðið þitt á Odda eða Slétt reitinn til að það nái yfir allar 18 odda eða sléttu tölurnar.
  • Hátt/Lágt (e. High/Low - borgar 1 á móti 1). Leggðu boðið þitt á 1-18 eða 19-36 reitinn til að það nái yfir háar eða lágar tölur.
  • Dálkaboð (e. Column Bet- borgar 2 á móti 1). Leggðu boðið þitt á einn af „2 to 1“ reitunum við fjarenda borðsins til að þekja allar tölurnar í þeim dálki.
  • Tylftarboð (e. Dozen Bet- borgar 2 á móti 1). Leggðu boðið þitt á einn af reitunum sem eru merktir „1st 12“, „2nd 12“, eða „3rd 12“ til að þekja tölurnar 12 í þeim hluta.

Fræðilegt vinningshlutfall spilara (return to player - RTP) í Live Roulette er 97,30%.

Svona byrjarðu að spila Live Roulette

Finndu borð sem hentar stílnum sem þú vilt spila, tungumáli og upphæðum sem þú vilt leggja undir. Á meðal borðamöguleikanna eru Live PokerStars Roulette, Live Football Roulette og margir fleiri.

Þegar þú færð boð um slíkt geturðu lagt undir öll boðin þín fyrir næstu umferð af rúllettu. Eftir að þú hefur lagt boðin út sýnir rúllettuborðið allt að 10 hæstu mögulegu útborganirnar sem eru í boði í þeirri umferð, miðað við þær tölur sem þú hefur valið.

Á meðan leikur stendur yfir mun úrslitadálkurinn einnig sýna söguna yfir nýjustu vinningstölurnar, á meðan heitar og kaldar tölur (þær sem koma upp oft eða sjaldnar) verða líka skráðar, sem og hlutfallið af rauðum/svörtum og odda-/sléttum tölum.

Ofantalin úrslit er ekki hægt að nota til að spá fyrir um úrslit í framtíðinni, en þau gefa þér upplýsingar um síðustu leiki sem gætu svo, eða ekki, haft áhrif á valið þitt.

Þú getur líka spilað rúllettu Live Casino í iOS eða Android símanum þínum og spjaldtölvunni. Kíktu hér til að kynna þér þetta nánar.

Til að fá nánari upplýsingar um hvernig á að spila leikinn, kíktu þá vinsamlegast á síðuna okkar um reglur í Live Roulette.