Hér á eftir finnurðu persónuverndarstefnuna okkar sem segir þér allt um hvernig við vinnum úr persónuupplýsingunum þínum og um réttindin sem þú átt sem falla undir gagnavernd. Við mælum sterklega með að þú kynnir þér þessa persónuverndarstefnu. Við skiljum hins vegar að fólk er almennt upptekið af öðru og viljum við því færa þér snögglegt yfirlit um hvernig við notum persónuupplýsingarnar þínar – mundu samt að þessi fyrsti hluti er aðeins yfirlit og það ætti ekki að lesa bara hann í staðinn fyrir að lesa persónuverndarstefnuna hér fyrir neðan í heild sinni.
Við vinnum úr persónuupplýsingunum þínum í þeim tilgangi sem gefinn er upp í smáatriðum hér fyrir neðan en tilgangur þess er aðallega tvennur, sem er að gera okkur kleift að veita þér þjónustu og að hlíta þeim skilyrðum sem okkur eru sett samkvæmt lögum, sérstaklega:
Þessi persónuverndarstefna gildir um vefsíður okkar, öpp/forrit, vörur og þjónustu sem er tengd með hlekk við þessa stefnu eða sem er ekki með sína eigin persónuverndarstefnu. Tilgangur þessarar persónuverndarstefnu er að veita þér upplýsingar um hvernig við notum persónuupplýsingarnar þínar/persónugögn. Þessi persónuverndarstefna gæti verið uppfærð annað slagið svo við mælum með því að þú farir yfir hana reglulega, ef við hins vegar gerum efnislegar breytingar þá munum við ganga úr skugga um að þú fáir að vita af því.
Vörsluaðili (áður kallaður gagnavörður) persónuupplýsinganna þinna er TSG Interactive Services (Ireland) Limited, Belfield Office Park, Beech Hill Road, Clonskeagh, Dublin 4, Ireland. Þetta er sá aðili sem við vísum til í þessari persónuverndarstefnu þegar við segjum „TSG“, „við“, „okkar“, „okkur“ og svo framvegis.
Já, við höfum skipað gagnaverndarfulltrúa (DPO). Þó hægt sé að hafa samband við DPO í dataprotection@pokerstarsint.com þá er þjónustuborðið okkar fyrsti tengiliðurinn þinn ef þú óskar eftir að nýta réttindin þín. Skoðaðu kaflann „Réttur þinn“ hér fyrir neðan.
Tilvísanir í samstæðuna í þessari persónuverndarstefnu þýðir Flutter Entertainment plc og öll eða einhver bein eða óbein undirfyrirtæki þess, samstarfsaðilar í sameiginlegum fyrirtækjum og tengd fyrirtæki þeirra hvar svo sem þau eru staðsett í heiminum og gætu verið til frá einum tíma til annars, en takmarkast ekki við Paddy Power, Betfair, Timeform, Sportsbet, BetEasy, FanDuel, TVG, Adjarabet, Sky Betting and Gaming, PokerStars, Junglee, Singular og Sisal.
Til þess að við getum veitt þér þjónustu þarft þú að stofna notandareikning. Þegar þú stofnar þennan reikning þarftu að gefa upp tilteknar persónuupplýsingar eins og nafn þitt, aldur, heimilisfang og tölvupóst. Einnig krefjumst við aukalegra upplýsinga frá þér til þess að þú getir nýtt þér suma þjónustu hjá okkur, eins og greiðslukortaupplýsingar.
Við söfnum líka upplýsingum um færslurnar/hreyfingarnar sem þú gerir, þar á meðal um fjárhættuspilavirkni. Við gætum safnað persónuupplýsingum í gegnum skoðanakannanir sem við gerum, eða fyrirtæki sem við höfum samband við til slíks. Þar að auki söfnum við upplýsingum um notkun þína á vefsíðum okkar, snjalltækjaöppum og þjónustu. Við söfnum líka öðrum upplýsingum sem við þurfum til þess að vinna úr persónuupplýsingunum þínum í þeim tilgangi sem lýst er í þessari persónuverndarstefnu.
Þegar þú hefur samband við okkur vinnum við úr öllum persónuupplýsingum sem þú gefur okkur upp í þeim samskiptum.
Við gætum líka safnað persónuupplýsingum frá þriðju aðila þjónustuveitendum, eins og greiðslumatsþjónustum og fyrirtækjum sem vinna að því að koma í veg fyrir svik.
Að lokum þá notum við líka „vefkökur“/„dúsur“ og sambærilega tækni sem gæti safnað tilteknum upplýsingum um þig, eins og IP-tölu þinni og netvirkni, en sumt af því telst til persónuupplýsinga. Þú getur kynnt þér vefkökurnar/dúsurnar sem við notum nánar í kaflanum „Vefkökur“ hér á eftir.
Í samræmi við persónuverndarlög þá munum við aðeins vinna úr persónuupplýsingunum þínum þegar við höfum lagalegar ástæður fyrir því í tengslum við persónuupplýsingarnar þínar. Við vinnum úr persónuupplýsingunum þínum ef: (i) það er nauðsynlegt til að veitt þér þjónustu til að framkvæma samninginn sem við höfum gert við þig; (ii) við þurfum að gera það vegna lagalegra eða reglulegra skuldbindinga; (iii) þú hefur veitt samþykki þitt fyrir því; eða, (iv) það eru lögvarðir hagsmunir okkar að vinna úr persónuupplýsingunum þínum, að því gefnu að engir þessara hagsmuna gangi gegn þínum eigin réttindum, frelsi eða hagsmunum.
Að undantöldum takmörkuðum kringumstæðum þá vinnum við ekki sérstaka flokka persónuupplýsinga um þig (eins og persónuupplýsingar sem tengjast heilsu þinni, þjóðerniseinkenni/-uppruna, trú, pólitískum skoðunum, aðild að stéttarfélögum eða kynhneigð) eða persónuupplýsingar sem tengjast afbrotum sem þú hefur framið eða dómum sem þú hefur hlotið. Í afmörkuðum tilvikum þegar við vinnum sérstaka flokka af persónuupplýsingunum þínum höfum við lýst aukalega lagalegum grundvelli þess sérstaklega með skáletri/ítölsku letri hér á eftir.
Eftirfarandi er listi yfir tilgang þess sem við vinnum persónuupplýsingarnar þínar og lagalegur grundvöllur sem það byggir á eins og:
Tilgangur | Gagnaflokkur | Lagalegur grundvöllur |
Að stofna, stjórna og stýra notandaaðgangi þínum | Einkenni og auðkennisupplýsingar | Nauðsynlegt til þess að framkvæma samninginn |
Til að veita þér þjónustuna okkar (þar á meðal að leyfa þér að spila leikina okkar) | Tengiliðir, virkni vefs/apps, tæki og netauðkennisupplýsingar, fjárhags- og greiðslugögn, upplýsingar um staðsetningu | Nauðsynlegt til þess að framkvæma samninginn |
Til að fá og svara samskiptum frá þér sem og beiðnum | Tengiliðir, skilaboð | Nauðsynlegt til þess að framkvæma samninginn ef samskiptin tengjast sérstaklega þjónustu okkar, öðrum lögvörðum hagsmunum |
Til að tilkynna þér um mikilvægar uppfærslur á vefsíðum okkar, snjalltækjum og þjónustu | Tengiliðir, skilaboð, tæki og netauðkenni | Nauðsynlegt til þess að framkvæma samninginn |
Til að tryggja að við getum uppfyllt samningsskyldur okkar gagnvart notkun þinni á þjónustunni okkar, þar á meðal með því að staðfesta réttmæti upplýsinga sem þú veitir okkur, staðfesta auðkenni þitt og staðfesta aldur þinn (sem gæti krafist þess að við gefum upp persónuupplýsingar þínar til þriðja aðila eða bætum við persónuupplýsingar þínar sem við höfum fengið frá þriðja aðila (eins og greiðslumatsþjónustu)) | Einkenni og auðkennisupplýsingar, fjárhags- og greiðsluupplýsingar, útilokunargögn, staðsetningarupplýsingar | Nauðsynlegt til þess að fara að lagalegum eða reglulegum skuldbindingum |
Til að ganga úr skugga um uppruna fjármuna og auðs og til að ákvarða getu þína til þess að hafa efni á þeim upphæðum sem þú eyðir | Einkenni og auðkennisupplýsingar, fjárhags- og greiðsluupplýsingar, útilokunargögn | Nauðsynlegt til þess að fara að lagalegum eða reglulegum skuldbindingum |
Til að fara að skyldum okkar samkvæmt gildandi lögum (þar á meðal lögum um fjárhættuspil og skilyrðum sem tengjast reglum og skilyrðum leyfisveitingar okkar til fjárhættuspilareksturs) | Einkenni og auðkennisupplýsingar, fjárhags- og greiðsluupplýsingar, útilokunargögn, staðsetningarupplýsingar | Nauðsynlegt til þess að fara að lagalegum eða reglulegum skuldbindingum |
Til að bera kennsl á og gefa upp grun um ólöglega, sviksama, eða aðra óviðeigandi virkni sem tengist vefsíðum okkar, snjalltækjaöppum og þjónustu (þar á meðal peningaþvætti) | Einkenni og auðkennisupplýsingar, fjárhags- og greiðsluupplýsingar, útilokunargögn, staðsetningarupplýsingar, virkni vefs/apps, tæki og netauðkenni | Nauðsynlegt til þess að fara að lagalegum eða reglulegum skuldbindingum |
Til að fylgjast með mynstri fjárhættuspilunar og til að bera kennsl á mögulega áhættu vegna ábyrgrar spilunar | Fjárhags- og greiðsluupplýsingar, útilokunargögn, staðsetningarupplýsingar, virkni vefs/apps, tæki og netauðkenni | Nauðsynlegt til þess að fara að lagalegum eða reglulegum skuldbindingum |
Til að koma í veg fyrir að þú notir vefsíður okkar, snjalltækjaöpp og þjónustu ef þú hefur óskað eftir því að við gerum slíkt (eins og með sjálfsútilokun) | Fjárhags- og greiðsluupplýsingar, útilokunargögn, staðsetningarupplýsingar, virkni vefs/apps, tæki og netauðkenni | Nauðsynlegt til þess að fara að lagalegum eða reglulegum skuldbindingum |
Til að fara að takmörkum sem þú hefur sett á innlegg, eyðslu eða tap eða sem hafa verið settar á reikninginn þinn | Fjárhags- og greiðsluupplýsingar, útilokunargögn, staðsetningarupplýsingar, virkni vefs/apps, tæki og netauðkenni | Samþykki |
Til stuðnings eða í öðrum tilgangi við að framfylgja samningsskyldum okkar eða öðrum tilteknum tilgangi á þeim tíma sem þú veitir okkur persónuupplýsingarnar þínar | Fjárhags- og greiðsluupplýsingar, útilokunargögn, staðsetningarupplýsingar, virkni vefs/apps, tæki og netauðkenni | Nauðsynlegt til þess að framkvæma samninginn |
Til að bera kennsl á sviksamlega notkun á þjónustu okkar | Fjárhags- og greiðsluupplýsingar, útilokunargögn, staðsetningarupplýsingar, virkni vefs/apps, tæki og netauðkenni | Nauðsynlegt í lagalegum eða reglulegum skuldbindingum |
Til að komast að brotum á þjónustuskilmálum okkar | Fjárhags- og greiðsluupplýsingar, útilokunargögn, staðsetningarupplýsingar, virkni vefs/apps, tæki og netauðkenni | Nauðsynlegt til þess að framkvæma samninginn |
Til að framkvæma herferðir í markaðsrannsóknum | Tengiliðir, virkni vefs/apps, upplýsingar vefs/apps og frammistaða | Lögvarðir hagsmunir til þess að skilja betur vörurnar og þjónustuna sem viðskiptavinir okkar kunna best að meta |
Til að senda út kannanir til þess að skilja betur vörur okkar og þjónustu | Tengiliðir, virkni vefs/apps, upplýsingar vefs/apps og frammistaða | Lögvarðir hagsmunir til þess að skilja betur vörurnar og þjónustuna sem viðskiptavinir okkar kunna best að meta |
Til að fara yfir niðurstöður kannana sem þú lýkur | Tengiliðir, virkni vefs/apps, upplýsingar vefs/apps og frammistaða | Samþykki |
Til að vinna tölfræði sem tengist notkun þinni og annarra viðskiptavina okkar á vefjum okkar, snjalltækjaöppum og þjónustu | Tengiliðir, virkni vefs/apps, upplýsingar vefs/apps og frammistaða | Lögvarðir hagsmunir til að skilja notkun og þar af leiðandi til að bæta vörur okkar og þjónustu |
Til að senda tilboð og kynningar sem tengjast þjónustu okkar sem þú gætir haft áhuga á | Staðsetningarupplýsingar, virkni vefs/apps | Samþykki |
Til að taka upp símtöl frá þér og til þín og lifandi spjall/beint spjall við fulltrúa okkar á þjónustuborði til þjálfunar þeirra | Tengiliðir, hljóðskrár | Lögvarðir hagsmunir til þess að bæta viðskiptavinaþjónustu okkar |
Til að taka upp símtöl frá þér og til þín og lifandi spjall/beint spjall við fulltrúa okkar á þjónustuborði í öryggis- og reglulegum tilgangi | Tengiliðir, hljóðskrár, skrár og skjöl | Nauðsynlegt í lagalegum eða reglulegum skuldbindingum |
Til að nota nafn þitt, ímynd, notandanafn eða staðsetningu í markaðs- eða útgáfutengdum tilgangi, en ekki aðeins þegar þú hefur veitt okkur yfirlýst og upplýst samþykki þitt við okkur um slíkt | Tengiliðir, hljóðskrár, skrár og skjöl | Samþykki |
Deiling: Til að deila persónuupplýsingum þínum með öðrum aðilum að samstæðu okkar sem aðstoða við að veita viðskiptavinum þjónustu | Allir gagnaflokkar | Lögvarðir hagsmunir sem leyfa okkur að veita þjónustu |
Deiling: Til að deila persónuupplýsingum þínum með faglegum ráðgjöfum okkar, eins og lögfræðingum og ráðgjöfum | Allir gagnaflokkar | Lögvarðir hagsmunir sem leyfa okkur að leita ráða |
Deiling: Til að deila persónuupplýsingum með öðrum aðilum að samstæðu okkar til að tryggja að hægt sé að beita tólum til ábyrgrar spilunar yfir alla samstæðuna | Einkenni og auðkennisupplýsingar, útilokunarupplýsingar | Nauðsynlegt í lagalegum eða reglulegum skuldbindingum |
Deiling: Til að deila persónuupplýsingum með öðrum aðilum að samstæðu okkar til þess að vernda heilindi leiksins | Einkenni og auðkennisupplýsingar, fjárhags- og greiðsluupplýsingar, útilokunargögn, staðsetningarupplýsingar, virkni vefs/apps, tæki og netauðkenni | Nauðsynlegt til þess að framkvæma samninginn Mikilsverðir almannahagsmunir: Að koma í veg fyrir eða greina ólöglegt athæfi / vernda almenning fyrir óheiðarleika / skilyrði samkvæmt reglum sem tengjast ólöglegu athæfi og óheiðarleika / að koma í veg fyrir svik / grunur um fjármögnun hryðjuverka eða peningaþvætti |
Deiling: Til að deila persónuupplýsingum þínum með félagsmiðlaþjónustum til þess að færa þér auglýsingar á samfélagsmiðlum, nema þú hafir óskað eftir að fá ekki slíkar auglýsingar í gegnum samfélagsmiðlaaðgang þinn | Tengiliðir, virkni vefs/apps, tæki og netauðkenni | Lögvarðir hagsmunir um betri auglýsingu á vörum okkar og þjónustu |
Deiling: Til að deila persónuupplýsingum þínum með þriðju aðilum til að auðkenna og staðfesta landfræðilega staðsetningu | Staðsetningarupplýsingar, tengiliðir | Nauðsynlegt til þess að fara að lagalegum eða reglulegum skuldbindingum |
Deiling: Til að deila persónuupplýsingum þínum með þriðju aðilum í þeim tilgangi að koma í veg fyrir svik og peningaþvætti | Einkenni og auðkennisupplýsingar, útilokunarupplýsingar, fjárhags- og greiðsluupplýsingar, virkni vefs/apps | Nauðsynlegt til þess að fara að lagalegum eða reglulegum skuldbindingum |
Deiling: Til að deila persónuupplýsingum þínum með fulltrúum löggæslu til að koma í veg fyrir og greina glæpi | Einkenni og auðkennisupplýsingar, útilokunarupplýsingar, fjárhags- og greiðsluupplýsingar, virkni vefs/apps | Lögvarðir hagsmunir til þess að aðstoða við að vernda þjónustu okkar og samfélag |
Deiling: Til að deila persónuupplýsingum þínum með landlægum gagnagrunnum um sjálfsútilokun ef þú hefur nýtt þér sjálfsútilokun | Tengiliðir, útilokunarupplýsingar | Nauðsynlegt til þess að fara að lagalegum eða reglulegum skuldbindingum |
Deiling: Til að deila persónuupplýsingum þínum með eftirlitsaðilum með fjárhættuspilum til þess að fara að beiðnum um og aðstoða við rannsóknir | Tengiliðir, útilokunarupplýsingar | Nauðsynlegt í lagalegum eða reglulegum skuldbindingum |
Vefkökur: Til að starfrækja vefsíður okkar og snjalltækjaöpp/-forrit, þar á meðal að leyfa þér að eiga í samskiptum við vefsíður okkar og snjalltækjaöpp og til að kalla aftur fram valmöguleika þegar þú færist á milli síðna | Upplýsingar vefs/apps og frammistaða | Lögvarðir hagsmunir til að nota vefsíðu með að minnsta kosti hefðbundinni virkni til að veita þjónustuna okkar |
Vefkökur: Til að greina notkun þína á vefsíðu okkar, fylgjast með notendahópi vefs okkar og fylla upp í tiltekið efni á vefsíðu okkar í samræmi við notkun þína | Upplýsingar vefs/apps og frammistaða, virkni vefs/apps | Samþykki |
Vefkökur: Til að fylgjast með vegferð þinni til og frá vefsíðu okkar svo við getum betur skilið hvernig viðskiptavinir okkar koma að og frá vefsíðu okkar og til að framkvæma fjárhagslega/sölulega samninga | Upplýsingar vefs/apps og frammistaða | Samþykki |
Vefkökur: Til að fara að reglum, þar á meðal að bera kennsl á margfalda notandaaðganga, tilraunir til innskráningar á óheimila notandaaðganga og möguleg svik | Upplýsingar vefs/apps og frammistaða, virkni vefs/apps, tæki og netauðkenni | Nauðsynlegt til þess að fara að lagalegum eða reglulegum skuldbindingum |
Vefkökur: Til að sýna markaðsfærslu þriðja aðila | Tengiliðir, virkni vefs/apps, tæki eða netauðkenni | Samþykki |
Til viðbótar við tilganginn sem lýst er hér að ofan gætum við líka unnið úr persónuupplýsingunum þínum í öðrum tilgangi sem við teljum sambærilegan við þann sem skráður er hér fyrir ofan. Við uppfærum þessa persónuverndarstefnu til samræmis við það þegar við gerum slíkt.
Athugaðu að lagalegur grundvöllur sem lýst er hér að ofan er sá sem gildir fyrst og fremst þó það geti gerst að breyting verði á aðstæðum sem kalli á breytingu á lagalegum grundvelli – til dæmis ef þú lokar notandaaðgangi þínum hjá okkur þá vinnum við ekki lengur úr persónuupplýsingunum þínum til þess að framkvæma samninginn við þig en við þurfum að halda áfram að gera það til þess að fara að lagalegum skilyrðum.
Við erum hluti af samstæðunni og það verða aðstæður þar sem persónuupplýsingunum þínum verður deilt með öðrum aðilum í samstæðu okkar. Þetta gerist í eftirfarandi aðstæðum:
Við gætum líka í framtíðinni deilt persónuupplýsingum með öðrum aðilum í samstæðu okkar í þeim tilgangi sem tengist eða er sambærilegur þeim sem vísað er til hér að ofan. Að lokum þá ber okkur skylda til þess samkvæmt lögum eða reglum að deila persónuupplýsingum þvert á samstæðu okkar vegna fleiri ástæðna en er lýst hér að ofan og við þurfum að gera slíkt.
Skoðaðu þessa persónuverndarstefnu reglulega til að kynna þér allar uppfærslur á hvernig við deilum upplýsingum innan samstæðunnar.
Til viðbótar við þann tilgang að deila persónuupplýsingunum þínum eins og er talið upp hér að ofan gefum við líka persónuupplýsingarnar upp til úrvinnsluaðila sem við vinnum með. Við erum með samninga í gildi við hvern slíkan úrvinnsluaðila til að tryggja að persónuupplýsingunum þínum sé haldið öruggum.
Við gætum líka gefið upp persónuupplýsingarnar þínar við eftirfarandi kringumstæður:
Við geymum persónuupplýsingarnar þínar á eynni Mön í Írlandshafi, landssvæði sem hefur fengið hæfnisúrskurð (e. Adequacy Decision) frá framkvæmdastjórn Evrópuráðsins varðandi tilheyrandi gagnaverndarlög. Persónuupplýsingarnar þínar gætu líka verið aðgengilegar aðilum í samstæðu okkar sem eru staðsettir utan Evrópusambandsins og í slíkum tilvikum höfum við innleitt samningsákvæði til að tryggja næga vernd á persónuupplýsingunum þínum.
Við gætum líka deilt persónuupplýsingunum þínum með þriðju aðilum utan Evrópusambandsins og í öllum slíkum tilvikum tryggjum við að hefðbundin samningsákvæði um hæfnisúrskurð séu til staðar til að vernda persónuupplýsingarnar þínar.
Við grípum til nægra öryggis-, tæknilegra og fyrirtækislegra ráðstafana til að tryggja að persónuupplýsingunum þínum sé haldið öruggum og að komið sé í veg fyrir þjófnað, tap eða óheimilan aðgang að persónuupplýsingunum þínum. Það er hins vegar mikilvægt að skilja að aldrei er hægt að tryggja öryggi og að þú munir ekki telja okkur bera bótaskyldu nema þegar öryggi persónuupplýsinga þinna hefur verið fórnað vegna vanrækslu okkar.
Ef þú hefur skráð þig fyrir þjónustu sem við bjóðum gætum við sent þér beint markaðsefni annað slagið sem tengist þjónustu sem við bjóðum eða samstæða okkar að því gefnu að þú hafir veitt samþykki þitt fyrir því að fá slíkt markaðsefni.
Þú getur hvenær sem er stýrt samþykki þínu fyrir markaðsefni í gegnum notandaaðganginn þinn. Þú getur líka afskráð þig með því að nota verkfærin sem fylgja með í öllum samskiptum sem þú færð. Athugaðu að ef þú afskráir þig frá því að fá markaðsefni gæti það tekið allt að fimm virka daga að ganga í gildi.
Við gætum stundum notað upplýsingarnar sem hefur gefið okkur upp til að sýna þér auglýsingar við hæfi og persónusniðið efni um þjónustu samstæðu okkar á tilteknum félagsmiðlum þriðju aðila (Félagsmiðlasíður) sem gætu verið aðgengilegir okkur í gegnum tilheyrandi þjónustuveitendur (t.d. Facebook, Twitter/X). Ef þú óskar ekki eftir að sjá þessar auglýsingar geturðu breytt stillingunum þínum á þessum félagsmiðlum. Ef þú vilt ekki að við deilum þessum upplýsingum með félagsmiðlasíðum geturðu haft samband við okkur beint.
Í þessari persónuverndarstefnu notum við hugtakið „vefkaka“/„dúsa“ til að vísa til vefkaka og sambærilegrar tækni sem við notum til þess að vista upplýsingar (eins og „vefvita“ (e. web beacons)). Vefkaka er einfalt textaskjal sem er geymt á tölvunni þinni eða snjall- (eða öðru) tæki af vefþjóni og aðeins sá þjónn getur sótt eða lesið innihald þeirrar vefköku. Hver vefkaka er einstök fyrir netvafrann þinn. Hún inniheldur einhverjar nafnlausar upplýsingar, eins og einkvænt auðkenni og nafn vefsíðunnar og einhverjar tölur og stafi.
Næstum allar vefsíður og forrit sem þú heimsækir, þar á meðal vefsíður okkar, nota vefkökur til að bæta notandaupplifun þína með því að gera vefsvæðinu og/eða forritinu kleift að „muna“ eftir þér, hvort sem það er á meðan heimsókninni stendur (með því að nota „lotuköku“) eða fyrir endurteknar heimsóknir („langværa köku“).
Vefkökur eru notaðar til þess að bæta notkun þína á vefsíðunni eða forriti, til dæmis með því að leyfa þér að vafra á milli síðna með markvissum hætti og vista valmöguleikana þína. Vefkökur gera samskiptin á milli þín og vefsíðunnar hraðari og einfaldari. Ef vefsíða eða forrit notar ekki vefkökur þá heldur þetta að þú sért nýr gestur í hvert einasta skipti sem þú færð á nýja síðu á vefnum. Vefkökur er líka hægt að nota til að virkja markauglýsingar og greina það hvernig þú vafrar um vefsíðuna.
Þú getur kynnt þér meira um vefkökur almennt og hvernig þú átt að gera þær óvirkar í vafranum þínum hér.
Þú getur kynnt þér nánar hvaða auglýsingakökur eru til í tækinu þínu og hvernig þú afvirkjar þær beint með því að smella hér.
Við geymum persónuupplýsingarnar þínar í sex ár. Sex ár reiknast frá því að þú lokar notandaaðganginum þínum eða þegar notandaaðgangurinn þinn hefur verið í dvala í þennan tíma. Það eru nokkrar undantekningar frá þessu geymslutímabili, til dæmis:
Þú getur uppfært sumt af persónuupplýsingunum þínum hvenær sem er í gegnum notandaaðganginn þinn. Við biðjum um að þegar breyting verður á persónuupplýsingunum þínum að þú uppfærir notandaaðganginn þinn eins fljótt og hægt er. Ef þú getur ekki breytt upplýsingunum þínum í gegnum notandaaðganginn skaltu hafa samband við þjónustuborð.
Þú átt rétt á eftirfarandi þegar kemur að persónuupplýsingunum þínum:
Ef þú ert óviss um réttindi þín eða hefur áhyggjur af því hvernig unnið gæti verið úr persónuupplýsingunum þínum þá ættirðu að hafa samband við þjónustuborðið okkar eða persónuverndarstofnunina í þínu landi.
Ef þú vilt nýta einhver réttindi þín geturðu gert það með því að hafa samband við þjónustuborð. Taktu eftir að þrátt fyrir að við reynum alltaf að verða við öllum beiðnum sem þú gætir gert sem tengjast réttindum þínum þá eru þetta ekki alger/skilyrðislaus réttindi. Þetta þýðir að við gætum þurft að neita beiðninni þinni eða að við getum aðeins orðið við henni að hluta til.
Þegar þú sendir beiðni sem tengist rétti þínum munum við krefjast sönnunar á einkenni þínu. Við gætum líka óskað eftir því að þú útskýrir beiðnina betur. Við stefnum alltaf að því að svara beiðnum innan eins mánaðar frá því að einkenni þitt hefur verið staðfest en það gæti samt tekið lengri tíma (við látum þig vita ef svo er). Ef við fáum endurteknar beiðnir, eða teljum okkur hafa ástæður til þess að trúa því að beiðnir séu ósanngjarnar, áskiljum við okkur réttinn til þess að svara ekki.
Ef þú hefur yfir einhverju að kvarta áttu rétt á því að hafa samband við persónuverndarstofnunina í þínu eigin landi en við óskum þess hins vegar að þú hafir samband við okkur fyrst til að leyfa okkur að reyna að svara því sem þú hefur áhyggjur af.
Ef þú ert með einhverjar spurningar sem tengjast því hvernig við notum persónuupplýsingarnar þínar, eða ef þú vilt nýta einhver réttindi þín, skaltu alltaf byrja á að hafa samband við þjónustuborðið okkar. Þú getur líka haft samband við gagnaverndarfulltrúann okkar í dataprotection@pokerstarsint.com.
Persónuverndarstefna síðast endurskoðuð: 19. nóvember 2024