Hér að neðan finnurðu almenna skilmála og reglur („Reglur“) sem gilda um öll tilboð, kynningar með verðlaunum og keppni (saman, „Kynningar“) sem eru auglýstar á eða aðgengilegar í gegnum svæðið sem er staðsett á www.pokerstarscasino.com og www.pokerstarscasino.eu („Síðurnar/Vefurinn“) og/eða í gegnum netverkvanginn sem þér er boðinn af síðunni („Biðlarinn“). Hver kynning sem haldin er af TSG Interactive Gaming Europe Limited („við“/„okkar“/ „okkur“/„fyrirtæki okkar“). Fyrirtæki okkar er hluti af fyrirtækjasamstæðu sem er stjórnað, beint eða óbeint, af Flutter Entertainment PLC („Flutter Group“).
Til að taka þátt í einhverri kynningu skal hver þátttakandi („Þátttakandi“/„þú“) samþykkja að gangast undir eftirfarandi: (i) þessar reglur; (ii) þjónustuskilmálana sem gilda um notkun síðunnar („Þjónustuskilmálar“); (iii) mótareglurnar sem gilda um þátttöku í öllum mótum á síunni („Mótareglur“); og (iv) hvaða sérskilmála og skilyrði sem gætu átt við um einstakar kynningar og settir eru fram á vefsvæðinu („Sérskilmálar“).
1. Kjörgengi (þátttökuréttur)
1.1 Til að taka þátt í einhverri kynningu þarft þú að: (a) búa í og spila frá lögsögu þar sem það er bæði löglegt fyrir þig að spila á síðunni og í biðlaranum og taka þátt í kynningunni; (b) vera a.m.k. 18 (átján) ára eða af gildandi lög- og fjárræðisaldri í þeirri lögsögu sem þú býrð (hvort og/eða auðkenningarskilyrðum sem lýst er í tilheyrandi sérskilmálum; og (d) fylgja leiðbeiningunum og uppfylla skilyrðin sem lýst er í tilheyrandi sérskilmálum.
1.2 Sérhver þátttakandi skal vera sú manneskja hvers nafn kemur fram á spilarareikningi/aðgangi sem er skráður á svæðinu („Stars Account“) sem skráir sig til að taka þátt í kynningunni (sé þess krafist að nauðsynlegt sé að eiga Stars Account-aðgang í samræmi við sérskilmálana). Með því að taka þátt í þessari kynningu staðfestir þú hér með við okkur að nafn þitt, heimilisfang og persónuupplýsingar, eins og eru skráð á Stars Account-aðgangi þínum, séu réttar og uppfærðar upplýsingar. Ef þú getur ekki borið fram gilda sönnun á nafni þínu, heimilisfangi eða aðrar persónuupplýsingar þegar um er beðið og með fullnægjandi hætti að mati okkar mun þér sjálfkrafa verða meinuð frekari þátttaka í kynningunni eða þér vísað úr leik og þú gætir þurft gefa frá þér allt tilkall til fríðinda, verðlauna eða fjármuna sem þér gætu hafa áskotnast í tengslum við þetta.
1.3 Starfsfólki og skyldmennum og/eða tengdum aðilum starfsfólks Flutter Group er ekki heimilt að taka þátt í neinni kynningu. Til nánari skilgreiningar þessu ákvæði skal hugtakið „skyldmenni“ vera skilgreint, en ekki takmarkað við, sem maki, lífsförunautur, félagi, foreldri, frændsystkini, barn eða systkini og „tengdur aðili“ inniheldur, en takmarkast ekki við, t.d. sambýlisfólk og/eða meðleigjendur starfsmanns.
1.4 Þegar fólki sem er staðsett í ákveðinni lögsögu er óheimil þátttaka í einhverjum kynningum eða ef kynning á aðeins við um ákveðna lögsögu, verður slíkt tekið fram í sérskilmálunum.
1.5 Til að taka af allan vafa, þegar einhver kynning inniheldur: (i) leið eða aðgang sem er ókeypis að spila (e. free-to-play); eða (ii) að raunpeningaspilun sé skilyrði til þátttöku og í báðum tilvikum, þegar verðlaunafé eða andvirði peninga er í boði sem verðlaun, er íbúum í löndum sem eru í einhverjum af þessum bönnuðu lögsagnarumdæmum algjörlega bannað að taka þátt í neinum slíkum kynningum.
2. Háttsemi þátttakenda
2.1 Ef þú telst brjóta á þessum reglum, þjónustuskilmálunum, mótareglunum eða sérskilmálunum eða ef við komumst að eða teljum okkur hafa rökstuddan grun um að þú hafi komið fram með sviksömum hætti eða af óheiðarleika gagnvart kynningunni, áskiljum við okkur rétt til að (i) útiloka þig eða dæma úr leik frá kynningunni; og (ii) útiloka þig frá einhverjum eða öllum kynningum í framtíðinni. Ákvörðun um hvaða hegðun eða atferli telst brjóta á þessum reglum eða sérskilmálunum eða hvað telst vera sviksamleg hegðun eða misferli í tengslum við framkomu þína á meðan þú tekur þátt í kynningunni liggur að öllu og eingöngu hjá okkur.
2.2 Spilurum er bent á að það að leggja undir „örugg“ boð/veðmál til þess að klára Casino-áskorun mun gera það að verkum að spilararnir verða útilokaðir frá kynningu. Örugg boð innihalda, en takmarkast ekki við, að leggja undir á svart/rautt á Rúllettuborðinu. Taktu eftir að það að þekja Rúllettuborð, þar á meðal í Live Dealer Roulette-leik, um 65% eða meira, sem og boð sem leggja undir á báðar hliðar í baccarat, Live Football Studio eða Live Dragon Tiger (þar sem þetta er í boði) þýðir að boð/veðmál vinnur 0 fríðindapunkta (eða endurheimtarpunkta). Öll spilun verður endurskoðuð af stjórnendum okkar og þeirra úrskurður er endanlegur.
2.3 Við erum með stefnu sem sýnir enga þolinmæði gagnvart hegðun sem er hönnuð til að reyna að nýta sér kynningu með því að tryggja hagnað óháð því hver niðurstaða leiks er (hvort sem sú hegðun er gerð af einstaklingi eða einstaklingi sem hluta af hópi)(„Óréttmætur ávinningsleikur“). Þegar við teljum okkur hafa ástæðu til að telja að þú hafir átt aðkomu að óréttmætum ávinningsleik (e. Improper Advantage Play) eigum við rétt á að: (i) endurheimta kynninguna og öll verðlaun, vinninga eða annan ávinning sem tengist kynningunni af Stars Account-aðgangi þínum; og (ii) loka Stars Account-aðgangi þínum samkvæmt þjónustuskilmálunum.
3. Verðlaun/gjafir
3.1 Tímabilið, sem og lokadagsetning til að skrá sig til þátttöku í hverri kynningu, takmarkanir á fjölda þátttakenda (á hvern þátttakanda og/eða almennt) sem við tökum við áður en við lokum kynningunni, tilheyrandi aðgangs-/þátttökugjald, tilteknar leiðbeiningarnar fyrir gilda þátttöku í hverri kynningu, lýsingu á öllum verðlaunum („Verðlaun“) eða vinningum í boði („Gjöf“) og upplýsingar um hvernig vinningshafar verða valdir, verður öllu lýst í sérskilmálunum sem verða sýndir fyrir hverja kynningu fyrir sig á síðunni okkar.
3.2 Til að taka af allan vafa er ekki hægt að skipta eða framvísa verðlaunum, gjöfum og/eða öðrum hlutum sem hægt er að vinna í tengslum við kynninguna og þau má ekki gefa eða ánafna, selja eða skipta til annarra eða fá skipt við aðra eða í annað.
3.3 Við eigum rétt á, sé raunhæfi gætt, að bjóða peninga í stað hvaða verðlauna eða gjafa sem er, þar á meðal þar sem upprunaleg verðlaun eða gjöf er ekki til eða í aðstæðum þar sem það að afhenda verðlaun eða gjöf gæti lagt óhóflega fjárhagsbyrði á okkur eða flutningslega byrði Þú munt ekki eiga rétt á að krefjast greiðslu í ígildi peninga nema við samþykkjum slíkt áður. Verðmæti hverra verðlauna eða hverrar gjafar í pening (að því gefnu að við höfum áður samþykkt að útvega jafngilda upphæð í peningum í einhverri kynningu) verða tekin fram í sérskilmálunum.
3.4 Nema annað sé tekið fram í sérstökum skilmálum, verða vinningshafar verðlauna/gjafa látnir vita innan 30 (þrjátíu) daga frá sigri með símtali, tölvupósti eða með öðrum samskiptamáta eins og komið gæti fram að eigi við um hverja kynningu í sérskilmálunum. Það er á þína ábyrgð að tryggja að sambandsupplýsingarnar þínar og tölvupóstfang sem geymt er í tengslum við Stars Account-aðganginn þinn og að þessar upplýsingar, sem þú hefur notað þegar þú skráir þig til þátttöku í kynningu og/eða á meðan kynning er í gangi, séu gildar og réttar upplýsingar. Við munum ekki senda verðlaun/gjöf af stað fyrr en þú hefur verið látinn vita um vinninginn og verðlaunin/gjöfin verður lögð inn á Stars Account-reikninginn þinn eða það heimilisfang sem er tengt við Stars Account-aðganginn þinn (eins og við gæti átt).
3.5 Tilkall verður að hafa verið gert í verðlaun/gjafir innan 30 (þrjátíu) daga frá því að þú hefur fengið tilkynningu um verðlaun/gjöf nema annað sé tekið fram í sérskilmálunum og/eða í tilkynningu sem þú færð frá okkur. Ef þú hefur ekki gert tilkall til verðlauna/gjafa innan þess tíma þá ógildast verðlaunin þín eða gjöfin. Heimilt er að draga aftur um ógild verðlaun og bjóða þau öðrum þátttakanda eða bjóða þau í annarri kynningu.
3.6 Eftir að hafa fengið tilkynningu um að þú hafir unnið til verðlauna eða eigir rétt á að fá gjöf, munu verðlaunin/gjöfin verða send eða gerð aðgengileg þér eigi síðar en innan 90 (níutíu) daga frá því að kynningunni lauk, nema annað komi fram í sérskilmálunum. Þar sem verðlaun/gjöf skulu verða lögð inn á Stars Account-aðganginn þinn fer það í framkvæmd um leið og það er hægt og í samræmi við sérskilmálana. Athugaðu að ef hluti verðlauna/gjafa gæti átt við um viðburð sem fer fram á ákveðnum degi í framtíðinni og sem slíkur getur það þýtt að þú getir ekki nýtt verðlaunin/gjöfina fyrr en á þeim tiltekna degi í framtíðinni.
3.7 Aukalegir skilmálar gætu verið settir fram af birgja í tengslum við verðlaun og/eða gjafir („Reglur þriðja aðila“) sem þú þarft að gangast undir sem hluta þess að þú sækir og/eða nýtir þér verðlaunin eða gjöfina og við munum ekki bera neina ábyrgð ef þú ferð ekki að þeim reglum þriðja aðila sem þér gætuð verið settar. Þar að auki gætir þú þurft að gangast undir annað aðskilið og bindandi samkomulag við okkur varðandi verðlaunin og/eða gjöfi og/eða nýtingu einhverra hluta verðlauna og/eða gjafa. Verði ekki staðið við slík skilyrði þá gæti það orsakað að verðlaunin/gjöfin falli niður ógild.
3.8 Verðlaunahafar eiga ekki rétt á, né er þeim heimilt á nokkurn hátt að skuldbinda okkur nokkrum samningi eða samkomulagi, útgjöldum eða kostnaði sem orðið gæti til án þess að hafa áður fengið skriflegt samþykki okkar fyrir slíku.
3.9 Engin verðlaun eða gjöf verða veitt neinum þátttakanda sem:
3.9.1 af hvaða ástæðu sem er, gæti ekki átt rétt á, samkvæmt gildandi lögum, að taka á móti verðlaunum/gjöfum og/eða nota verðlaunin/gjöfina, eða ef það gæti talist ólöglegt að veita þátttakanda verðlaunin/gjöfina; eða
3.9.2 sem hefur frávalið eða sjálfsútilokað sig frá spilun, þátttöku eða frá því að taka á móti samskiptum um vörur okkar eða þjónustu, þar sem verðlaunin eða gjöfin sem um ræðir gæti unnist með því að nota slíkar vörur og þjónustu.
3.10 Sérhver þátttakandi sem tekið hefur á móti verðlaunum/gjöf í tengslum við einhverja kynningu ber sjálfur fulla ábyrgð á öllum skyldum, sköttum, gjöldum eða greiðslum sem gætu fylgt móttöku slíkra verðlauna/gjafa til tilskyldra yfirvalda og eru í samræmi við lög í hverri lögsögu sem þátttakandi tilheyrir. Ef okkur ber að halda eftir skatti af verðlaunum/gjöf gæti upphæðin sem þú færð verið lægri en auglýst verðlaun/gjöf.
4. Heilsa og öryggi - Viðburðir og ferðaverðlaun
4.1 Þú verður að gangast undir allar reglur um heilsu og öryggi og leiðbeiningar þar um sem við gætum sett þér í tengslum við þátttöku þína í kynningunni og fylgja þeim lagalegu skilyrðum sem þessu fylgir eins og þurfa þykir. Bregðist að fara í einu og öllu eftir þeim leiðbeiningum sem gefnar gætu verið þá gæti það orsakað að þér verði vísað frá þátttöku í kynningunni eða þátttökuréttur felldur niður.
4.2 Þú skalt grípa til allra nauðsynlegra ráðstafana til að tryggja þína eigin heilsu og öryggi þegar þú tekur þátt í einhverjum viðburðum eða athöfnum í tengslum við kynninguna eða verðlaunin/gjöfina. Sérhver hegðun eða háttsemi eða framkoma af þinni hálfu sem okkur þykir stafa læknisfræðileg, öryggisleg, eða annars konar áhætta af (þar með talin en takmarkast ekki við misbjóðandi framkomu, líkamlega eða andlega) mun verða þess valdandi að þér verður tafarlaust bönnuð frekari þátttaka í kynningunni.
4.3 Þér ber skylda til að grípa til allra hugsanlegra ráðstafana til að tryggja að farið sé að almennum viðeigandi öryggisrástöfunum þegar þú tekur þátt í kynningunni og þú samþykkir að þátttaka þín í kynningunni er alfarið á eigin ábyrgð.
4.4 Þú skalt láta okkur vita af hverjum þeim læknisfræðilega kvilla sem gæti orsakað það að þú sért ekki í ástandi til að taka þátt í kynningunni um leið og þú veist af slíku ástandi. Við eigum rétt á, innan skynsemismarka, að fella út sætið þitt í kynningunni eða veita þér verðlaun eða gjöf (eins og á við) án þess að bótaábyrgð eða greiðslur hljótist af, metum við það svo að okkar mati að viðhafðri skynsemi, að þú gætir sett þig í háskalegar aðstæður eða af þér stafi hætta gagnvart öðrum vegna veikinda eða meiðsla, eða ef það gæti leitt af sér með einhverjum öðrum hætti niðurfellingu, frestun eða tafir á kynningunni.
5. Eignarréttur
5.1 Þetta ákvæði 5 skal aðeins gilda ef farið er fram á það í tengslum við kynningu að þú sendir efni inn sem við eigum að meta sem hluta af þátttökuframlagi þínu í þeirri tilteknu kynningu og getur innihaldið en takmarkast ekki við smásögur, greinar, blogg, hljóð- og myndupptökur, kyrrmyndir og ljósmyndir (saman vísað til sem „Efni“).
5.2 Þú ábyrgist hér með og gengst undir að þú sért eigandi allra hugverka og annars efnis sem þú gætir sent inn og/eða að þú hafir heimild og skriflegt leyfi til að við getum notað og nýtt efnið sem hluta af kynningunni og þú hefur aflað allra nauðsynlegra heimilda, samþykkja og leyfa sem við þurfum til að sýna allt það fólk (þar með talið nöfn þeirra, útlit/myndir, framkomur, raddir, vörumerki, líkindi og/eða æviágrip) sem kemur fram sem hluti af efninu þínu. Að auki staðfestir þú með því að senda inn efnið að við höfum ótakmarkaðan rétt, óeinkabundinn, óhöfundarréttargreiðslubundinn, fullgreiddan, fullframseljanlegan, ævarandi rétt á heimsvísu og leyfi til að nota, birta eða senda út efnið í hvaða birtingarmynd sem er og á hvaða vettvangi sem er, hvort sem slíkur vettvangur er þekktur nú eða kunni að vera fundinn upp síðar, án þess að til greiðslu af nokkru tagi komi til þín eða nokkurs þriðja aðila sem (í víðasta skilningi þess, þar á meðal án takmarkana einstaklingar, fyrirtæki, samstarfsaðilar eða aðrir aðilar) kemur fram í efninu á nokkurn hátt.
5.3 Þú ábyrgist að efnið þitt innihaldi ekki, eða sýni eða notfæri sér, neinn einstakling sem er undir 18 ára aldri, sýni kynþáttaníð, sé niðrandi, hótandi, áreitið, ærumeiðandi, blekkjandi, sviksamt, sýni nekt, brjóti á friðhelgi einkalífs annarra, sé móðgandi, guðlasti, ófrægi aðra persónu, eða á annan hátt innihaldi, sýni eða stuðli að nokkru skaðandi (þar á meðal vírusa og/eða aðra svipaða mengun), ólöglegu framferði og/eða nokkuð annað almennt sem brýtur á rétti annarrar manneskju. Þú ábyrgist að hvert það efni sem þú sendir inn til okkar brjóti ekki á nokkru einkaleyfi, vörumerki, vöruleyndarmáli, á höfundarrétti, eða öðrum hugverka- eða eignarrétti annars aðila eða einstaklings. Þú samþykkir að láta ekki efni þitt sýna eða innihalda nokkuð: (i) sem ætlað er að koma í uppnám öðrum eða skaða; (ii) sem gerir að fórnarlambi, áreitir, niðurlægir, gagnrýnir harðlega eða ógnar öðrum einstaklingi eða hópi einstaklinga vegna einhvers konar óviðunandi flokkunar, þar á meðal en ekki takmarkað við vegna trúar, kyns, kynhneigðar, kynþáttar, hörunds, uppruna, þjóðfélagshóps, þjóðernis, ríkisborgararéttar, aldurs, hjúskaparstöðu, hernaðarþátttöku eða fötlunar; (iii) sem gæti talist, eða á annan hátt ýtt undir glæpsamlega framkomu eða orsakað bótaábyrgð eða ábyrgðarkröfur fyrir almennum rétti eða brotið tilheyrandi lög; eða (iv) sem gæti verið ætlað til fjárhagslegra markmiða, þar á meðal, án takmarkana, að afla fjármuna eða selja, kynna eða auglýsa nokkurs konar varning eða þjónustu.
5.4 Þú undirgengst að þegar þú sendir okkur efni þitt eða deilir á einhvern hátt með okkur í tengslum við einhverja kynningu, að þú gerir slíkt af fúsum og frjálsum vilja og að eigin frumkvæði og á eigin áhættu og að þú berir að fullu alla ábyrgð gagnvart hverju efni sem kemur fram í efninu þínu. Þú samþykkir að við erum á engan hátt skuldbundin til að forskoða, hafa eftirlit með, fara yfir, ritskoða, eða ritstýra á annan hátt nokkru efni sem sent er af þér í tengslum við kynninguna.
5.5 Eftir að efni þitt hefur verið sent inn samþykkir þú að við, eða þriðju aðilar sem við höfum heimilað slíkt og koma fram fyrir okkar hönd, áskiljum okkur réttinn til að neita að birta, taka niður, klippa eða sníða eða eiga við efnið þitt kjósum við slíkt eða þriðju aðilar í þeim tilvikum sem við höfum heimilað slíkt og koma fram fyrir okkar hönd. Þú heimilar okkur að framkvæma allt ofangreint (eins og við gætum talið þurfa og að við skuldbindum okkur ekki á neinn hátt til að nota, hlaða upp, varpa út og/eða senda efnið þitt á síðunni okkar eða á neinum öðrum miðlum (þar á meðal samfélagsmiðlum okkar).
6. Takmörkun ábyrgðar
6.1 Með því að taka þátt í einhverri kynningu, þar á meðal með innsendingu einhvers efnis, samþykkir þú hér með að leysa undan ábyrgð og halda að skaðlausu fyrirtæki okkar, lagalega fulltrúa, samstarfsaðila, undirfyrirtæki og útibú, fulltrúa og aðra útsendara, stjórnendur, starfsmenn og umboðsaðila Flutter Group, af tjónakröfum, aðgerðum eða málaferlum af þinni hálfu (eða öðrum þriðja aðila af þinni hálfu) („Kröfur“), sem hlotist gætu af þátttöku þinni í kynningunni og/eða af verðlaunum/gjöfum af einhverju tagi sem þér gætu verið veitt í því samhengi og við vísum að fullu frá okkur allri ábyrgð í tengslum við slíkar kröfur (aðrar en greiðslur þess kostnaðar sem sérstaklega er tilgreindur í tengslum við verðlaun/gjöf (ef einhver) sem hluti af þessari kynningu). Þessar takmarkanir taka ekki til bótaábyrgðar af hálfu okkar gagnvart þér vegna: (i) vanrækslu; (ii) dauða eða líkamstjóns sem verður til vegna gáleysis eða vanrækslu okkar eða vanrækslu eða gáleysis starfsmanna þess; (iii) sviksamlegra rangra staðhæfinga; eða (iv) hverrar bótaábyrgðar þeirrar sem ekki er hægt að takmarka eða undanskilja vegna ákvæða í gildandi lögum. Til að taka af allan vafa þá skal þetta ákvæði 6.1 líka gilda í tengslum við öll verðlaun og/eða gjafir sem veitt eru af þriðja aðila.
6.2 Ef undan er skilið það sem kemur fram í ákvæði 6.1 hér að ofan viðurkennir þú og gengst undir, að eins miklu leiti og heimilt er í viðeigandi lögum, án tillits til hvers konar aðgerðir um ræðir, hvort sem það er í samkomulagi eða við brot þess eða annars samkomulags, að undir engum kringumstæðum skulum við eða Flutter Group eða tengdir aðilar, þar á meðal, án takmarkana, stjórnendur þess, yfirmenn, starfsmenn, eigendur, fulltrúar eða aðrir, bera ábyrgð gagnvart þér eða öðrum aðilum (þar á meðal þriðju aðilum sem koma fram í efninu) vegna: (i) sérhvers óbeins, sérstaks, dæmisgefandi, refsiverðs, tilfallandi, afleidds (þar á meðal, en ekki takmarkað við, tjóns vegna viðskiptarofs eða viðskiptataps eða annars hagnaðar-, kerfis- og áfangamissis, kostnaðar vegna endurnýjunar tækja eða hugbúnaðar eða missis viðskiptagagna, upplýsinga- eða tölfræðigagna), eða annars tjóns sem orðið gæti að einhverju leiti til í tengslum við þátttöku þína í þessari kynningu (eða vangetu þinnar til þátttöku), jafnvel þó við höfum fengið vitneskju um að slíkt tjón gæti orðið til; eða (ii) hverra þeirra krafna eða fullyrðinga sem hægt er að rekja til mistaka, yfirsjónar, eða annarra óreglulegra uppákoma eða misræmis í kynningu þessari.
6.3 Við skulum ekki bera ábyrgð gagnvart þér á að standa við neinar skuldbindingar okkar í tengslum við kynninguna eða verðlaun/gjöf getum við af einhverjum ástæðum ekki gert slíkt vegna aðstæðna sem eru utan almenns áhrifasviðs okkar og þó að við munum gera okkar allra besta til að útvega þér önnur verðlaun/gjöf skulum við ekki vera skuldbundin til að bæta þátttakanda slíkt skyldi það bregðast að geta veitt þátttakanda verðlaun við slíkar kringumstæður.
6.4 Þú samþykkir hér með skaðleysi fyrirtækis okkar og að bæta fyrirtæki okkar, lagalegum fulltrúum þess, tengdum aðilum, undirfyrirtækjum, fulltrúum og eigendum, stjórnendum, stjórnarfólki og starfsfólki Flutter Group allan kostnað, tjón, tap, skemmdir, útgjöld, sektir frá yfirvöldum og ábyrgðir (þar á meðal þeim sem gæti komið til vegna missi orðstírs og góðvildar/viðskiptavildar og vegna ráðgjafarkostnaðs og kostnað) sem við gætum orðið fyrir vegna brota þinna á skyldum þínum undir þessum reglum, þjónustuskilmálum, mótareglum og/eða sérskilmálum í tengslum við að þú farir ekki að þeim leiðbeiningum sem þér gætu hafa verið fengnar af okkur eða í tengslum við þátttöku þína í kynningu.
7. Ýmislegt
7.1 Komi upp ágreiningur eða ósamkomulag um einhverja þætti kynningar, þar á meðal, en ekki takmarkað við, einhver eða öll mál er varða veitingu verðlauna/gjafa, um þátttökurétt þátttakanda í kynningunni eða getu til þess, háttsemi þátttakanda, vegna þessara reglna, þjónustuskilmálanna, mótareglnanna eða sérreglnanna, liggur lokaúrskurður um öll málefni í höndum okkar og hver einasti úrskurður okkar er endanlegur og honum er ekki hægt að áfrýja, hvorki þú sjáfur né nokkur þriðji aðili. Til að taka af allan vafa þá er þetta án þess að hafa áhrif á nein réttindi eða önnur úrræði sem þú gætir átt rétt á undir gildandi lögum.
7.2 Ef farið er fram á það undir sérskilmálunum að úrskurðarnefnd skuli skera úr um vinningshafa vegna einhvers konar greiningar eða túlkana, þá munum við útnefna einn sjálfstæðan aðila í þá úrskurðarnefnd.
7.3 Persónuupplýsingar sem þú gefur upp þegar þú skráir þig í einhverja kynningu eða á meðan hún stendur yfir verða notaðar af okkur eða unnið úr þeim og þær vistaðar samkvæmt því sem kemur fram í persónuverndarstefnunni. Þú viðurkennir að notandanafn þitt sem og upprunaland gæti verið birt í stöðutöflu í tengslum við kynningu en við munum ekki nota neinar persónuupplýsingar í tengslum við vinningana þína, nema þú hafir sérstaklega veitt okkur samþykki þitt fyrir því. Athugaðu samt að ef við óskum þess að þú takir þátt í einhverju kynningarstarfi eða markaðherferðum í tengslum við þátttöku þína í slíkri kynningu, að við munum sækja skriflegt samþykki til þín fyrir slíku fyrir fram.
7.4 Þessar reglur, þjónustuskilmálarnir, mótareglurnar, eða þeir sérskilmálar sem eiga við, endurspegla að fullu það samkomulag sem er í gildi á milli þín og okkar í tengslum við þessa kynningu og öðlast gildi umfram öll fyrri samkomulög, fyrirvara, samninga eða skilnings (hvort sem þeir eru skriflegs eða munnlegs eðlis) sem áður gætu hafa verið í gildi milli þín og okkar. Nema eins og sett er fram hér þá eru allir aðrir skilmálar, ábyrgðir, skilgreiningar og skilyrði (hvort sem þau eru tiltekin eða gefin í skyn í lögum) að fullu undanskilin. Skuli þessar reglur að hluta eða öllu verða ógildar, ólöglegar eða ekki hægt að framfylgja þeim, þá þýðir það ekki að það sem eftir stendur af þessum reglum skuli ekki gilda eða missi gildi sitt að einhverju leiti.
7.5 Ef þú samþykkir þátttöku í kynningu sem krefst þess af þér að þú leggir inn fjármuni á Stars Account-aðganginn þinn til að öðlast þátttökurétt í slíkri kynningu, telst úttekt fjármuna af Stars Account-aðgangi þínum áður en innlegg er gert orsaka að þú átt ekki rétt á að njóta fríðinda kynningarinnar. Til að koma í veg fyrir að missa réttinn án þess að vita af því birtist sprettigluggi þegar óskað er eftir úttekt svo þú fáir vitneskju um að þú gefir frá þér verðlaun/gjafir ef þú heldur áfram með að klára beiðnina þína.
7.6 Við áskiljum okkur réttinn til þess að halda eftir verðlaunum/gjöfum ef einhver grunur er um að innleggið gæti tengst svikum, eða ef það hefur ekki verið gert í þeim tilgangi að það eigi að nota til að spila í leikjum fyrir raunverulega peninga á síðunni okkar.
7.7 Við áskiljum okkur rétt til þess að gera breytingar hvenær sem er eða gera uppfærslur á þessum reglum eða sérskilmálunum til að leiðrétta villur eða skýra eitthvað nánar spilurum okkar og/eða þátttakendum til hagræðis. Einnig, en í öllum tilvikum að beittri skynsemi, gætum við breytt þessum reglum eða sérskilmálunum, sem og að aflýsa, breyta eða gera hlé á hvaða kynningu sem er eða draga kynningu fyrir tiltekna spilara og/eða þátttakendur til baka, ef: (a) við höfum ástæðu til að trúa að einstaklingur eða hópur sé að misnota kynninguna þannig að það sé grafið undan heilindum kynningarinnar; eða (b) er skylt að gera slíkt vegna breytinga á lögum eða reglum; eða (c) það eru aðrar gildar ástæður sem koma í veg fyrir að við getum látið kynninguna halda áfram að því gefnu að ástæður fyrir því séu nógu alvarlegar eins og ef kerfin okkar bregðast eða ef augljósar villur hafa orðið. Allar efnislegar breytingar á þessum reglum eða sérskilmálum verða annað hvort tilkynntar þér beint og/eða birtar á síðunni okkar. Athugaðu að viðaukar, breytingar eða niðurfelling á kynningu hefur ekki alvarleg áhrif á neinn þátttakanda sem hafði þegar staðfest þátttöku í þeirri kynningu nema í þeim tilvikum sem eru utan okkar áhrifasviðs (t.d. af lagalegum ástæðum eða vegna reglna).
7.8 Ef upp kemur misræmi á milli þessara reglna og sérskilmálanna, skulu skilmálar og skilyrði sem sett eru fram í sérskilmálunum gilda.
Ef þú hefur einhverjar spurningar um einhverja kynningu skaltu hafa samband við þjónustuborð.
Uppfært í apríl 2022.