Þú þarft að vita að þegar þú nálgast eða notar efnið okkar, vörur eða þjónustu, gætum við safnað upplýsingum úr tækjunum þínum með því að nota „dúsur“/„vafrakökur“ (e. cookies) og svipaða tækni. Dúsur sinna margvíslegum verkefnum og bæta oftast vefupplifunina þína. Tilgangur þessarar stefnu er að þú öðlist betri skilning á:
Hvað eru dúsur/vafrakökur og svipuð tækni?
Hvers vegna notum við dúsur/vafrakökur?
Hvernig notum við dúsur/vafrakökur?
Hvernig getur þú stjórnað hvernig dúsur/vafrakökur eru notaðar?
Hvernig geturðu stjórnað dúsustillingunum?
Hvað gerist ef þú notar auglýsingablokkaratækni (e. Adblocker)?
Hvernig á að hafa samband við okkur
Dúsur eru textaskjöl sem innihalda örlitlar upplýsingar sem er hlaðið niður í tækið þitt þegar þú heimsækir vefsíðu. Netvafrinn þinn sendir svo þessar dúsur aftur til þess vefsvæðis sem þær komu frá í hvert sinn sem komið er á síðuna, eða á annað vefsvæði sem þekkir dúsurnar. Vefgeislar (e. Web beacons) eru örsmáar myndir (líka kallað „pixlatögg“ eða „gegnsæjar GIF“) sem eru vanalegar notaðir til að sýna að farið var inn á vefsvæði eða að tiltekið efni hafi verið skoðað eða smellt á það til að greina notkun á vefsíðum okkar. Flash-dúsur eru staðvistaðar vafraíbætur (e. browser plug-ins) sem eru notaðar til að bæta gagnvirku og margmiðlunarefni við vefsíður. Snjalltækjaforrit/öpp gætu notað tæki, gangverk eða tækni sem framkvæma það sem er ígildi dúsu í snjallverkvangi/stýrikerfi eins og Apple iOS eða Android.
Við gætum notað hugtökin „dúsur/vafrakökur“ eða „svipuð tækni“ jöfnum höndum í stefnum okkar eða reglum til að vísa til allrar tækni sem við gætum verið að nota til að vista gögn í vafranum þínum eða tæki eða til að gera mögulegt að safna persónuupplýsingum og til að hjálpa okkur að auðkenna þig eins og er lýst í kaflanum „Hvernig við notum dúsur/vafrakökur?“.
Smelltu hér til að sjá hvernig þú getur stjórnað hvernig dúsur/vafrakökur eru notaðar. Þú getur fundið nánari upplýsingar um dúsur á www.allaboutcookies.org.
Það er mikil hjálp fólgin í dúsum og það er hægt að nota þær í margvíslegum tilgangi. Dúsur eru notaðar á vefsíðum okkar til að bæta netupplifunina þína og til að tryggja að rétt efni og virkni sé sent til þín og notað á skilvirkari hátt.
Við notum lotudúsur, langfærar dúsur og staðbundna geymslu til að framkvæma mismunandi virkni á vefsvæðum okkar.
Lotudúsum er hlaðið niður í tækið þitt tímabundið í þann tíma sem þú vafrar um tiltekinn vef; þessar dúsur gætu leyft þér að vafra á milli síðna á skilvirkari hátt eða virkjað vefsíður þannig að þær muni eftir stillingum sem þú hefur valið. Langfærar dúsur er hægt að nota til að hjálpa vefsíðu að muna eftir þér þegar þú heimsækir vef aftur eða til að tryggja að netauglýsingar sem þú færð tengist þér og áhugamálum þínum betur. Staðvistuð textaskjöl eru ekki send í vafrann þinn. Aðeins þú hefur aðgang að þeim þegar þú notar forrit í tækinu þínu.
Hugbúnaðarþróunarpakkar (e. Software Development Kits/SDK) eru fyrir fram byggðir hlutar þriðju aðila forrita sem t.d. virkja snjalltækjastýrikerfi eins og Apple iOS og sjá til þess að þau virki. Þau er hægt að vista í tækinu þínu. Þrátt fyrir að SDK séu almennt notaðir fyrir snjalltækjaforrit/öpp, er mögulegt að nota þá á vefsíðum og öðrum stafrænum miðlum.
Þegar þú heimsækir vefsíðurnar okkar eru dúsur settar í tækið þitt á tvennan hátt. Dúsur sem við setjum, sem vefrekstaraðilinn, eru kallaðar „fyrstu aðila“ dúsur. Dúsur gætu líka verið settar í tækið þitt af öðrum aðilum en okkur. Þannig dúsur eru kallaðar „þriðju aðila“ dúsur. Dæmi um hvernig þriðju aðila dúsur eru notaðar er að þær t.d. safna upplýsingum um vafravenjur og færa þér sérsniðið efni.
Þrátt fyrir að það séu margs konar mögulegar leiðir til að nota fyrstu og þriðju aðila dúsur, falla dúsur sem við notum allar í einn fjögurra eftirtalinna meginflokka af dúsum/vafrakökum:
Neðar má lesa meira um þennan tiltekna flokk af dúsum/vafrakökum, þar á meðal um tilgang þeirra og hvort þessar dúsur safni persónuupplýsingum:
Dúsutegund |
Algjörlega nauðsynlegar dúsur |
Tilgangur |
Þessar dúsur eru nauðsynlegar svo þú getir vafrað um vefina okkar og notað stillingar/eiginleika sem þú hefur óskað eftir á meðan þú hefur stundað veðmál (eins og á meðan þú spilar hönd í pókerleik). Þær eru notaðar til að færa þér, sem notanda, efni og til að færa þér vörur og þjónustu sem þú hefur óskað eftir. |
Nánari upplýsingar |
Slíkar dúsur/vafrakökur eru nauðsynlegar til að hjálpa tækinu þínu að sækja eða streyma upplýsingum svo þú getir vafrað um síðurnar okkar, notað eiginleika þeirra og leyft þér að komast aftur á síður sem þú hefur heimsótt áður. Hér eru nokkur dæmi um algjörlega nauðsynlegar dúsur/vafrakökur:
Þessar dúsur muna ekki valmöguleikana þína eða notandanafn umfram núverandi/yfirstandandi heimsókn. |
Gagnasöfnun |
Já, sumar af þessum dúsum/vafrakökum safna persónuupplýsingum um þig til þess að virka rétt. Þær gætu safnað eftirfarandi gerðum persónuupplýsinga:
|
Dúsugilding |
Þessum dúsum/vafrakökum er eytt þegar þú lokar vafranum þínum (vafralotu). Smelltu hér til að sjá hvernig þú getur stjórnað hvernig dúsur/vafrakökur eru notaðar. |
Dúsutegund |
Virknitengdar dúsur |
Tilgangur |
Þessar dúsur/vafrakökur eru notaðar til að þekkja þig þegar þú heimsækir síðurnar okkar aftur og leyfa okkur að muna eftir valmöguleikum sem þú hefur gert og gera okkur þannig mögulegt að færa þér bætta eiginleika. Þær bæta líka virkni á síðunum okkar með því að geyma valmöguleikana þína. Virknitengdar dúsur taka upp upplýsingar um valmöguleika sem þú hefur gert (eins og tungumálaval) og leyfa okkur að færa þér persónulegri eiginleika. |
Nánari upplýsingar |
Hér eru nokkur dæmi um hvernig virknitengdar dúsur eru notaðar:
|
Gagnasöfnun |
Sumar af þessum dúsum/vafrakökum safna persónuupplýsingum um þig, til að við getum veitt þér þjónustuna eins og henni er lýst hér fyrir ofan. |
Dúsugilding |
Virknitengdar dúsur renna út eftir tvö ár að hámarki. Hægt er að eyða virknitengdum dúsum úr vafranum þínum hvenær sem er áður en þær eiga að renna út. Smelltu hér til að sjá hvernig þú getur stjórnað hvernig dúsur/vafrakökur eru notaðar. |
Dúsutegund |
Frammistöðudúsur |
Tilgangur |
Þessar dúsur/vafrakökur eru notaðar til að safna upplýsingum um vefnotkun þína. Slíkar dúsur eru notaðar til að safna uppsafnaðri tölfræði um heimsóknir á síðurnar okkar. Þessi tölfræði er notuð til innri upplýsinga til að auðvelda okkur að prófa og bæta frammistöðu á vefsvæðum okkar, til að geta veitt betri notandaupplifun. |
Nánari upplýsingar |
Hér eru nokkur dæmi um hvernig frammistöðudúsur eru notaðar:
Þar að auki notum við fjölda tóla til að meta upplýsingar frá dúsum/vafrakökum þar sem gögnum er safnað saman til tölfræðigreininga á síðunum okkar, þar á meðal eru Google Analytics og Maximizer. |
Gagnasöfnun |
Þrátt fyrir að þessar dúsur auðkenni þig ekki persónulega á meðan þú ert ekki innskráð/ur, safna þær upplýsingum úr vafranum þínum og ópersónugreinanlegum gögnum, í þeim tilgangi sem er lýst hér fyrir ofan. Í sumum tilvikum er einhverjum af þessum dúsum/vafrakökum stjórnað af þriðju aðilum eins og Google Analytics. Þessir þriðju aðilar geta ekki notað þessar dúsur í neinum öðrum tilgangi en þeim sem er lýst hér fyrir ofan. Þeir geta ekki auðkennt einstakling með þessum dúsum. |
Dúsugilding |
Frammistöðudúsur eru gildar í mislangan tíma. Sumum frammistöðudúsum er eytt um leið og þú lokar vafranum þínum, en aðrar eru með gildistímabil sem er endalaust. Slíkum dúsum er hægt að eyða hvenær sem er með því að nota stillingarnar í vafranum þínum. Smelltu hér til að sjá hvernig þú getur stjórnað hvernig dúsur/vafrakökur eru notaðar. |
Dúsutegund |
Markaðssetning þriðju aðila / Markdúsur |
Tilgangur |
Þessar dúsur eru notaðar til að koma auglýsingum Flutter Entertainment plc samstæðunnar til skila sem hafa einhverja þýðingu fyrir þig eða tengjast áhugamálum þínum. Þeim er einnig ætlað að takmarka fjölda skipta sem þú getur séð hverja auglýsingu sem og til að mæla virkni auglýsingaherferðar. |
Nánari upplýsingar |
Þessar dúsur taka upp heimsóknina þína á vefsvæði okkar, síðurnar sem þú hefur heimsótt og vörurnar sem þú hefur valið. Við notum þessar upplýsingar til að gera síðuna okkar og auglýsingarnar sem þú sérð betri í að aðlagast því sem þú hefur áhuga á. Við gætum deilt þessum upplýsingum með þriðju aðilum í þessum tilgangi og til að mæla virkni auglýsingaherferðar. Markdúsur eru líka notaðar til að:
|
Gagnasöfnun |
Þriðju aðilar (þar á meðal, til dæmis, auglýsinganetkerfi og veitendur ytri þjónustu eins og þjónusta til að greina vefumferð) gætu líka notað dúsur á vefsíðunum okkar. Þessar dúsur eru oftast greiningar-/frammistöðudúsur, eða markdúsur. Athugaðu að engum persónugögnum er safnað og auglýsandi getur ekki tengt dúsu við nafn tiltekins einstaklings, heimilisfang eða aðrar persónuupplýsingar. Þessum dúsum er komið fyrir af auglýsinganetum þriðju aðila með okkar leyfi. |
Dúsugilding |
Dúsur þriðju aðila eru gildar í mislangan tíma. Sumar dúsur renna út allt að 13 mánuðum eftir að þær hafa síðast verið uppfærðar. Smelltu hér til að sjá hvernig þú getur breytt samþykki þínu á því hvernig dúsur/vafrakökur eru notaðar. |
Þú getur breytt vafrastillingunum þínum þannig að vann útiloki sumar eða allar dúsur. Til að gera það skaltu fylgja leiðbeiningunum sem eru til fyrir vafrann sem þú hefur valið að nota. Til að það sé einfaldara fyrir þig að finna þetta höfum við sett hlekki hér fyrir neðan sem veita upplýsingar um hvernig á að fjarlægja og eyða dúsum/vafrakökum í nokkrum algengum netvöfrum. Athugaðu samt að ef þú útilokar dúsur/vafrakökur frá vefsíðum gætu sumir eða allir hlutar vefsíðunnar ekki virkað eins og henni er ætlað:
Tiltekin stýrikerfi/verkvangar snjallsíma leyfa notendum að stjórna gagnadeilingu með þriðja aðila í forritaversluninni (e. app store). Þar sem þetta er virkt deila forritin/öppin okkar ekki neinum upplýsingum með þriðja aðila. Snjallsímanotendur gætu þurft að skoða leiðbeiningar fyrir tækið sitt til að finna upplýsingar um hvernig á að útiloka eltitækni þriðja aðila í forritum/öppum eða í símavafranaum sínum. Til að fá nánari upplýsingar um hegðunarmiðaðar auglýsingadúsur á netinu og um stillingar til að velja þær frá, skaltu fara á www.youronlinechoices.eu.
Ef þú vilt breyta friðhelgisstillingunum þínum á þessari vefsíðu, kíktu þá á verkvanginn okkar fyrir samþykkisstillingar.
Athugaðu að ef þú breytir og fjarlægir samþykki þitt fyrir tilteknum dúsum/vafrakökum, gæti orðið eftir dúsa í tækinu þínu vegna þess. Hins vegar er hún óvirk og við sækjum hana því ekki. Til að fá nánari upplýsingar um hvernig þú getur fjarlægt dúsur/vafrakökur af tækinu þínu skaltu skoða „Hvernig getur þú stjórnað hvernig dúsur/vafrakökur eru notaðar“.
Ef þú ert að nota tækni til að hindra auglýsingar, athugaðu þá að tilteknir auglýsingablokkarar geta heft getu okkar til að benda þér á að stjórna dúsustillingunum þínum eða að þú getir nýtt þér þá ríku notendaupplifun sem við höfum upp á að bjóða. Ef þú vilt gera upplifunina þína enn betri skaltu slökkva á tækni sem hindrar auglýsingar og fara yfir dúsustillingarnar þínar í gegnum dúsutilkynninguna okkar.
Ef þú ert með einhverjar spurningar um hvernig við notum dúsur/vafrakökur, skaltu hafa samband við okkur með því að senda póst á dataprotection@flutterint.com.
Útgáfa 5: Síðast endurskoðað 24. mars 2023