pokercasinosports
pokercasinosports

Reglur í spilasal

Þessar reglur gilda um alla leiki.

Ætlast er til þess að spilarar spili af sanngirni og í samræmi við anda leiksins. Eftirfarandi reglum verður að fylgja öllum stundum.

Ósanngjörn spilamennska

  1. Samráð, þar sem tveir eða fleiri spilarar vinna saman í leikjum eða deila vitneskju til að öðlast ósanngjarnt forskot á aðra spilara, er stranglega bannað.
  2. Þú mátt ekki viljandi tapa hönd til annars spilara til að senda spilapeninga („spilapeningasturt“ (e. „chip dumping“)).
  3. Við grípum til ráðstafana til að finna og koma í veg fyrir allar gerðir svindls, sem gæti meðal annars verið að skoða reikninginn þinn, handasögu og forrit sem eru keyrð samtímis hugbúnaði okkar.
  4. Þú mátt ekki nota neina þjónustu eða forrit á „bannlistanum“ á meðan biðlarinn eða aðrir verkvangar PokerStars eru í gangi.
  5. Ósanngjörn spilamennska, eins og samráð, misnýting margra aðganga og notkun bannaðra forrita, gæti orsakað refsingar eins og er tekið fram í þjónustusamningi notenda.
  6. Þú mátt ekki taka þátt í ósanngjarnri spilamennsku, þar á meðal án takmarkana, að taka einhvern þátt í einhverri af virkninni sem er lýst hér á undan eða neinni annari leið til að hagræða leiknum á ósanngjarnan hátt.

^ Aftur efst

Tímabanki

Þegar tíminn sem þú færð til að gera vanalega er að klárast birtist hnappur fyrir tímabankann (e. TIME) og þú getur valið að virkja tímabankann þinn:

  1. Ef þú átt peninga sem þú hefur fjárfest í pottinum (þar á meðal forfé (e. ante) og blindfé (e. blinds) og bregst ekki við innan venjulegra tímamarka, fer tímabankinn sjálfkrafa í gang.
  2. Ef þú hefur ekki fjárfest neinum peningum í pottinum og bregst ekki við innan venjulegra tímamarka, er höndinni þinni sjálfkrafa pakkað (e. fold) og þú neyðist til þess að sitja hjá.

Hafðu það hugfast að tímabankinn gefur þér bara lengri umhugsunartíma, hann er ekki til að vernda þig gegn sambandsrofi.

^ Aftur efst

Lifandi spjall

Markmið okkar er að vera skemmtilegur spilastaður, þar sem öllum líður vel. Sem slíkur staður leyfum við engan dónaskap við borðin. Allt spjall spilaranna okkar þarf að vera snyrtilegt og að meðspilurum sé sýnd virðing.

Eftirfarandi er bannað í spjallinu okkar og gæti orsakað viðvörun eða brottvísun af spjallinu:

  1. Gróft orðfæri/ofbeldi: Spjall sem sýnir blótsyrði, dónaskap, kynþáttaníð og/eða móðgangi/meiðandi orðfæri. Ekki bregðast við slíku spjalli á sambærilegan hátt, þar sem það mun líklega hafa afleiðingar fyrir báða notendur. Við erum með tiltekinn eiginleika sem strikar sjálfkrafa út tiltekin blótsyrði og annað ótækt orðfæri með stjörnumerkingum. Að reyna að komast hjá þessari síu er líka brot á spjallreglunum.
  2. Betl/söluboð: Að biðja einhvern endurtekið um spilapeninga (hvort sem það eru leikpeningar eða raunverulegir peningar).
  3. Sala leikspilapeninga: Að taka þátt í samtölum um sölu eða kaup leikspilapeninga (e. play money chips).
  4. Flóðun: Að senda út mörg og tíð skilaboð í gegnum spjallið til að drekkja gildu spjalli.
  5. Spjall ekki á ensku (nokkrar undantekningar gilda): Við gerum okkur grein fyrir að spilararnir okkar hafa mismunandi bakgrunn og að enska er ekki móðurmál þeirra allra. Á þessari stundu er það hins vegar stefna okkar á flestum borðum að þar sé enska eina leyfða tungumálið í spjallinu. Í sumum sérviðburðum gæti verið leyft að spjalla á ensku og öðru tungumáli (t.d. í svæðisbundnum mótum). Þessi borð og mót verða sérstaklega merkt. Ef þér þykir spjall sem er ekki á ensku óþægilegt skaltu vinsamlegast ekki taka þátt í þessum mótum eða borðum. Þessar reglur gilda um alla leikpeningaleiki óháð spilaleyfinu, hins vegar eru undantekningar fyrir raunpeningaleiki. Ef þú spilar undir .ES, .FR, .IT eða .PT leyfunum, er þér heimilt að spjalla á opinberu tungumáli landsins, ásamt ensku.
  6. Markaðsleg notkun: Það er stranglega bannað að nota spjallið í neinum markaðslegum tilgangi eða sér til hagsbóta, þar á meðal að koma með fullyrðingar sem kynna þjónustu eða vörur þriðja aðila.
  7. Slæm hegðun: Spjallið má ekki nota í neinum slæmum, illum eða særandi tilgangi, þar á meðal en ekki takmarkað við, til samráðs, svika eða amapóstunar (e. spam). Notendur skulu ekki vera með fullyrðingar um síðuna okkar sem eru ósannar eða mætti flokka sem rógburð, niðrandi eða gagnrýnar. Notendur ættu að taka almennt tillit til tilfinninga annarra viðskiptavina og starfsfólks og ættu að koma fram á virðingarverðan máta.
  8. Einelti/áreiti: Að fylgja öðrum spilara frá einu borði til annars til að áreita, misnota, hræða, ógna eða trufla leikinn viljandi er bannað. Við rannsökum allar tilkynningar um slíkt. Þegar tilkynnt er um svona hegðun þarf alltaf að láta Stars ID auðkenni manneskjunnar sem er tilkynnt fylgja með ásamt áætlaðri dags- og tímasetningu sem um ræðir, sem og láta efnisorð vera eftirfarandi „Chat Stalking Complaint - Attn: Stalking Team“.

Þegar tilkynnt er um brot á spjallreglunum er gott að hafa eftirfarandi í huga:

  1. Tilkynningin þín verður skoðið af spjallsérfræðingum okkar, svo passaðu að velja réttan flokk og undirflokk í sambandsforminu. Fyrir önnur mál skaltu velja aðra flokka.
  2. Þegar við förum yfir spjallið skoðum við spjall allra spilaranna og bregðumst svo við í samræmi við niðurstöðurnar. Af persónuverndarástæðum gefum við ekki upp neinar niðurstöður úr spjallrannsókninni.
  3. Spjallreglum er almennt ekki framfylgt í Home Games.

^ Aftur efst

Ýmislegt

  1. Allir leikirnir okkar nota hefðbundinn 52 spila stokk, sem er stokkaður í byrjun hverrar handar og lagður út.
    Í „dragleikjum“ (e. draw games) gildir að ef upphaflegi 52 spila stokkurinn dugir ekki til þess að spilari geti dregið þann fjölda spila sem óskað er eftir, er það sem þá er eftir í stokknum ásamt þeim spilum sem spilarar hafa kastað frá sér fram að því stokkað saman (þar á meðal þau spil sem kastað var í yfirstandandi umferð) í nýjan stokk.
    Eftir að endurstokkun hefur farið fram mun netþjónninn sjá til þess að spilari fái ekki aftur spil sem hann hefur verið að kasta rétt á undan.
  2. Í leikjum án takmarks og með pottatakmarki (e. No Limit/Pot Limit) er lágmarksboð (e. minimum bet) jafnt stóra blind (e. big blind). Hins vegar meðhöndla leikirnir okkar stóra blindféð sem hækkun á litla blind. Þetta þýðir að fyrir floppið (e. pre-flop) skal öll hækkun í pott, sem ekki hefur verið opnaður, vera jöfn eða hærri en litli blindur sem enduropnar sögnina.
  3. Reglur í spilasal eins og þær eru skráðar hér eiga að vera viðbót við og fylgja þjónustuskilmálum notenda og koma ekki í stað þeirra. Ef upp kemur eitthvað misræmi á milli reglna í spilasal og þjónustusamnings notenda, skal þjónustusamningur notenda hafa forgang.

^ Aftur efst