pokercasinosports
pokercasinosports

Stokkurinn endurstokkaður

Í drag (e. draw) leikjum, sérstaklega þeim þar sem er dregið oft eins og 2-7 Triple Draw og Badugi, þá eru talsverðar líkur á að það þurfi að nota fleiri spil en eru eftir í stubbnum af stokknum (þau spil sem eru enn í stokknum og hafa ekki verið notuð, s.s. restin). Ef upphaflegi 52-spila stokkurinn dugir ekki til þess að gjafarinn geti gefið spilaranum þann fjölda spila sem hann hefur beðið um, þá er restinni af stokknum blandað saman við öll spilin sem hinir spilararnir hafa áður hent (líka þeim sem var hent í yfirstandandi lotu) og þau eru svo öll stokkuð saman í nýjan stubb. Leikurinn heldur þá áfram með því að gefið er úr nýja stubbnum. Það getur komið upp að það þurfi að endurstokka nokkrum sinnum á meðan hönd stendur yfir, allt eftir hvað það er mikið að gerast.

Í leikjum með einu dragi (e. single draw), þá er spilum spilarans sem er að segja og hann hefur hent í yfirstandandi lotu ekki safnað saman í endurstokkunina, svo þú átt ekki að lenda í því að fá aftur spil sem þú varst að henda í draginu. Í leikjum þar sem er dregið oftar, eftir að endurstokkun hefur farið fram, þá mun netþjónninn sjá til þess að spilari fái ekki aftur spil sem hann hefur verið að kasta rétt á undan.

Það þýðir að ef þú hendir spaða-tvistinum, þá er fræðilega ómögulegt fyrir þig að fá hann aftur ef þú ert að draga, jafnvel þó að honum hafi verið safnað í stubbinn við endurstokkunina.

Endurstokkun er einstakt fyrirbæri í drag-leikjum og gerist ekki í Stud leikjum. Ef það gerist að það eru ekki nógu mörg spil eftir í stokknum til að gefa öllum spilurunum síðasta spilið í sjö-spila stud leik, þá er eitt sameignarspil (e. community card) gefið í borð upp í loft, sem allir spilararnir eiga þá sameiginlega.