PokerStars Fusion er nýstárlegt pókerfyrirkomulag byggt á Omaha.
Aðeins í boði á PokerStars, en í PokerStars Fusion byrjar þú með tvö holuspil – alveg eins og í Texas Hold’em – en eftir því sem höndin spilast áfram þá færðu fleiri. Ef þú spilar alla leið í gegnum fljótið (e. river) verðurðu kominn með fjögur holuspil og fimm sameignarspil sem þú getur notað til að mynda bestu fimm spila höndina.
Ekki svo gleyma: vegna þess að þetta er Omaha þá þarftu að nota nákvæmlega tvö spil af hendi og þrjú úr borði til að mynda endanlegu höndina þína!
Allir PokerStars Fusion-leikir eru Pot Limit (pottatakmark), sem þýðir að hámarksboð hvenær sem er má ekki vera umfram stærð pottsins.
Í upphafi hverrar handar fá spilarar gefin tvö holuspil (e. hole cards) og fram að floppinu spilast leikurinn nákvæmlega eins og Texas Hold‘em. Einnig verða sameignarspilin fimm (eða „borðið“) gefin: þrjú á floppinu (e. flop), eitt á fléttunni (e. turn) og annað á fljótinu (e. river), þar sem boðlota (e. betting round) fer í gang eftir hverja gjöf.
Þegar floppið er gefið fá spilarar sem enn eru með í höndinni þriðja holuspilið. Spilarar sem eru enn með í fléttunni fá svo fjórða og síðasta holuspilið. Spilarar fá ekki annað holuspil þegar fljótið er gefið.
Á hólminum (e. showdown) verða spilarar að nota nákvæmlega tvo af holuspilunum sínum og þrjú sameignarspil (e. community cards) til að mynda bestu fimm spila pókerhöndina (hugbúnaðurinn velur sjálfkrafa bestu höndina sem þú getur myndað með spilunum þínum á hólminum).
Ef þú vilt læra að spila PokerStars Fusion skaltu hala niður hugbúnaði PokerStars og skella þér í einhvern af ókeypis pókerleikjunum þar sem þú getur spilað á netinu við aðra spilara. Ólíkt því sem er í raunpeningapókerleikjunum okkar, þar sem ekkert er í húfi þá geturðu lært leikinn og sett þig inn í allar reglurnar í PokerStars Fusion. Við vonumst til að sjá þig í pókersalnum okkar og gangi þér vel við borðin!
Til viðbótar við PokerStars Fusion bjóðum við líka upp á mörg önnur pókerafbrigði. Skoðaðu síðuna okkar um pókerleiki til að kynna þér málið.