pokercasinosports
pokercasinosports

HORSE póker (blandaður leikur (e. Mixed Game))

HORSE er reyndar skammstöfun sem lýsir samsetningu fimm pókerleikja:

Hvað er HORSE póker?

HORSE er eitt fjölmargra vinsælla blandaðra leikjaafbrigða. Í stórum peningaleikjum í staðbundnum spilahöllum komast spilarar oft að samkomulagi um að spila blöndu pókerleikja í stað þess að spila bara einn leik. Þetta dregur úr forskoti sem sérfræðingar í einum leik hafa og dregur fram breiddina sem spilarinn gæti búið yfir í fleiri útgáfum af póker. Mörgum þykir sem HORSE og aðrir blandaðir leikir séu besti mælikvarðinn á raunverulega pókerhæfileika spilarans. Leikurinn er líka hluti af WCOOP, World Championship of Online Poker, sem er haldið árlega á PokerStars.

Leikjunum fimm sem spilaður eru í HORSE má skipta upp í tvær tegundir leikja: floppleiki og borðleiki. Floppleikirnir eru Hold'em og Omaha Hi/Lo, þar sem spilarar fá gefin holuspil bara fyrir sig og svo líka sameignarspil (e. community cards) sem allir spilarar sem eftir eru deila með sér (floppið, fléttan og fljótið (e. the flop, turn, river)). Borðleikirnir eru Razz, Stud og Eight-or-better (átta-eða-betra), þar sem sum sérspilin þín eru gefin upp í loft svo mótspilarinn sjái og það eru engin sameignarspil.

Hvernig á að spila HORSE póker

HORSE er spilaður sem ein „umferð“ af hverjum leikjanna sem mynda leikinn. Hann byrjar með Fixed Limit Hold'em, skiptir svo í Fixed Limit Omaha Hi/Lo, Razz (Seven Card Stud Low), Seven Card Stud (High eingöngu) og að lokum í Seven Card Stud Hi/Lo. Þegar Seven Card Stud Hi/Lo lotunni lýkur færist leikurinn aftir í Fixed Limit Hold'em og svo áfram koll af kolli. Þú getur séð í hvaða leik er verið að gefa spil með því að horfa á borðann efst á borðglugganum eða með því að kíkja á merkinguna sem situr á borðdúknum.

Þegar skipt er á milli Omaha Hi/Lo í Razz er hnappurinn frystur. Þannig, þegar leikurinn skiptist svo aftur í Hold'em (eftir Seven Card Stud Hi/Lo), sleppur enginn við blindféð eða þarf að borga aukalegt blindfé.

Allir hlutar leiksins HORSE eru spilaðir sem Fixed Limit (fast takmark) - það eru engir Pot Limit (potttakmark) eða No Limit (án takmarks) leikir. Takmörkin (svo sem $5/$10) haldast þau sömu yfir allan hringinn og þú spilar $5/$10 Fixed Limit Hold'em, svo $5/$10 Fixed Limit Omaha Hi/Lo o.s.frv.

Styrkleikaröðun handa í HORSE fer eftir því hvaða leik þú ert að spila hverju sinni. Konunglega litaröðin er besta höndin í Hold’em og Seven Card Stud og hún vinnst heldur ekki í keppni um „hápottinn“ (e. „high“ pot) í Omaha Hi/Lo og Eight-or-better. Þá er „hjólið“ (A, 2, 3, 4, 5) besta höndin í Razz og hana er heldur ekki hægt að vinna í keppni um „lágpottinn“ (e. „low“ pot) í Omaha Hi/Lo eða Eight-or better.

Helstu herkænskuráð fyrir HORSE póker

Hver stakur leikur er einstakur, svo ef þú stefnir á að verða góður spilari í HORSE þarftu að hafa góð tök á helstu leikaðferðum/herkænsku fyrir alla fimm leikina. Þú getur líka kíkt á síðuna okkar um pókerráð til að fá fullt af góðum ráðum og leikaðferðum sem er hægt að nýta sér í HORSE.

Samantekt

Spilun HORSE er frábær leið til að þróa með sér kunnáttu í mörgum leikjum og þú brýtur líka upp einhæfnina sem fylgir því að spila einn og sama leikinn í einni spilasetu (e. session). Við hvetjum þig til að kynna þér hvern einstakan hluta leiksins fyrst svo þú vitir hvað er að gerast og skella þér svo út í HORSE leikina.

Lærðu að spila HORSE ókeypis

Ef þú þekkir ekki HORSE mælum við með því að þú prófir leikinn ókeypis fyrst, til að fá tilfinningu fyrir því hvernig leikurinn spilast. Þér er alltaf velkomið að spila á ókeypis pókerborðunum okkar á PokerStars, svo þú getir fínpússað hæfileikana áður en þú byrjar að spila raunpeningapóker.

Einnig, ef þú vilt spila önnur afbrigði af blönduðum leikjum, mælum við með að þú kíkir á Hold’em/Omaha leikina okkar, eða 8-Game Mix. Þessir leikir eru skemmtileg tilbreyting við hinn sívinsæla Texas Hold’em leik og þeir eru einnig í boði undir hlutanum um pókermót hjá okkur.

Til viðbótar við HORSE bjóðum við líka upp á mörg önnur pókerafbrigði. Skoðaðu síðuna okkar um pókerleiki til að kynna þér málið.

Aukalegar upplýsingar

Floppleikirnir eru Hold’em og Omaha Hi/Lo, sem þýðir að þetta eru einu tveir leikirnir í HORSE þar sem gefin eru spil í flopp, fléttu og fljót (e. flop, turn, river). Hinir þrír leikirnir eru afbrigði af Stud og í þeim er ekki notast við sameignarspil (e. community cards).

HORSE er skammstöfun/skammnefni sem sameinar fimm mismunandi pókerleiki í þeirri röð sem þeir eru spilaðir: Hold’em, Omaha Hi/Lo, Razz, Stud og Eight-or-better.