pokercasinosports
pokercasinosports

5 Card Omaha póker

5 Card Omaha póker er spennandi leikur sem er afbrigði af Omaha. Hver spilari fær gefin fimm einkaspil (svokölluð „holuspil“), sem tilheyra honum einum. Fimm sameignarspil eru svo gefin upp í loft og mynda „borðið“. Í 5 Card Omaha leikjum nota allir spilarar nákvæmlega þrjú af sameignarspilunum ásamt nákvæmlega tveimur af holuspilunum sínum til þess að mynda bestu fimm spila pókerhöndina. Hvorki fleiri, né færri. Fylgdu þessum hlekk til að skoða styrkleikaröðun pókerhanda í Omaha.

Afbrigði af 5 Card Omaha pókerleikjum

  • Pot Limit 5 Card Omaha póker - Spilari getur boðið (e. bet) það sem er í pottinum fyrir (t.d. $100 í pott sem er $100). Þetta er vinsælasta útgáfan af 5 Card Omaha póker.
  • No Limit 5 Card Omaha póker - Spilari getur boðið (e. bet) hvað sem er, upp að öllum spilapeningunum sem hann á.

Svona spilarðu 5 Card Omaha póker

Í Pot Limit 5 Card Omaha-leikjum eru leikirnir nefndir eftir stærðum sem eru á blindum (t.d. í $1/$2 Pot Limit 5 Card Omaha er $1 fyrir litla blind og $2 fyrir stóra blind). Ef þú hefur gaman af því að spila mótapóker býður PokerStars líka upp á mót í 5 Card Omaha.

Hver spilar fær fimm holuspil og boðin ganga réttsælis um borðið, byrjað á spilaranum „við hlaupið“ (strax réttsælis við stóra-blind).

Fyrir flopp (pre-flop)

Eftir að hafa skoðað holuspilin sín á hver spilari möguleika á að spila höndina með því að jafna (e. call) eða hækka (e. raise) boð stóra blinds. Sögnin (e. action) byrjar til vinstri við stóra blind, sem er talinn hafa úti lifandi boð í þessari lotu. Spilarinn á þá val um að pakka, jafna eða hækka. Til dæmis, ef stóri blindur var $2 myndi kosta $2 að jafna og a.m.k. $4 að hækka. Sögnin heldur svo áfram að ganga réttsælis um borðið.

Boð halda svo áfram í hverri boðlotu þar til allir spilarar sem eru með (sem hafa ekki pakkað (e. folded)) hafa lagt út jafnhátt boð í pottinn.

Floppið (e. The Flop)

Eftir að fyrstu boðlotu er lokið er floppið gefið upp í loft í borð. Floppið er fyrstu þrjú sameignarspilin sem standa öllum spilurunum, sem enn eru með, til boða. Leikurinn hefst svo á fyrsta virka spilara strax réttsælis frá hnappnum. Önnur boðlota fer þá í gang.

Fléttan (e. The Turn)

Þegar boðlotunni er lokið fyrir floppið er fléttuspilið gefið upp í borðið. Fléttan er fjórða sameignarspilið í 5 Card Omaha-leik. Leikurinn hefst svo á fyrsta virka spilara strax réttsælis frá hnappnum. Önnur boðlota fer þá í gang.

Fljótið (e. The River)

Þegar boðlotunni er lokið fyrir fléttuna er fljótaspilið gefið upp í borðið. Fljótið er fimmta og síðasta sameignarspilið í 5 Card Omaha póker. Boðin byrja á fyrsta virka spilara strax réttsælis frá hnappnum. Síðasta boðlotan fer þá í gang.

Hólmurinn (e. Showdown)

Ef það er fleiri en einn spilari eftir þegar síðustu boðlotunni er lokið á sá sem bauð eða hækkaði síðast að sýna spilin, nema ekkert hafi verið boðið í síðustu lotunni. Ef það gerist á spilarinn sem er fyrstur til vinstri frá hnappnum að sýna spilin sín fyrst. Spilarinn með bestu fimm spila höndina vinnur pottinn. Mundu: í 5 Card Omaha þurfa spilarar að nota tvö og aðeins tvö af sínum fimm holuspilum ásamt nákvæmlega þremur af sameignarspilunum í borði. Ef það gerist að hendur séu jafn sterkar verður pottinum skipt jafnt á milli þeirra spilara sem eru með jafnbestu höndina.

Eftir að potturinn hefur verið veittur sigurvegaranum er hægt að byrja að spila næsta leik af 5 Card Omaha. Hnappurinn færist nú réttsælis á næsta spilara.

Pot Limit og No Limit 5 Card Omaha

Reglur í 5 Card Omaha eru þær sömu í Pot Limit og No Limit pókerleikjum, nema með örfáum undantekningum:

  • Pot Limit 5 Card Omaha

    Lágmarksboð í Pot Limit 5 Card Omaha er sama upphæð og stóri blindur, en spilarar mega alltaf bjóða upp að stærðinni á pottinum.

    Lágmarkshækkun: Upphæðin sem hækkað er um verður að vera að minnsta kosti sú sama og áður var boðin í sömu lotu. Sem dæmi, ef fyrsti spilari sem gerir býður $5 verður sá næsti að hækka að lágmarki um $5 (heildarboðið hans er þá $10).

    Hámarkshækkun: Stærðin á pottinum, sem er skilgreindur sem samtals það sem er komið út í pottinn ásamt þeim boðum sem eru komin út á borðið, ásamt þeirri upphæð sem spilarinn sem er að gera þarf að jafna í pottinn áður en hækkunin er talin.

    Dæmi: Ef potturinn er $100 og ekkert hefur verið gert á undan í lotunni er hámarksboð spilarans sem er að gera $100. Eftir það boð færist sögnin á næsta spilara réttsælis. Sá spilari getur þá annað hvort pakkað, jafnað $100 eða hækkað um hvaða upphæð sem er á milli lágmarksins ($100 í viðbót) og hámarksins. Hámarksboðið í þessu tilviki væri þá $400 - sá sem er að hækka væri fyrst að jafna $100, sem gerir pottinn þá $300 og svo að hækka um $300, sem gerir heildarboðið $400.

    í Pot Limit 5 Card Omaha er ekkert „þak“ (e. cap) á fjölda leyfðra hækkana.

  • No Limit 5 Card Omaha

    Lágmarksboð í No Limit 5 Card Omaha er sama upphæð og stóri blindur, en spilarar mega alltaf bjóða eins mikið og þeir vilja, eða upp að öllum spilapeningunum sem þeir eiga.

    Lágmarkshækkun: Í No Limit 5 Card Omaha verður upphæðin sem hækkað er um að vera að minnsta kosti sú sama og áður var boðin í sömu lotu. Sem dæmi, ef fyrsti spilari sem gerir býður $5 verður sá næsti að hækka að lágmarki um $5 (heildarboðið hans er þá $10).

    Hámarkshækkun: Stærð staflans þíns (spilapeningarnir þínir á borðinu).

    Í No Limit 5 Card Omaha er ekkert „þak“ (e. cap) á fjölda leyfðra hækkana.

Í hugbúnaði PokerStars er ekki hægt að bjóða minna en lágmarkið, eða meira en hámarkið, hverju sinni. Boðstikan og boðglugginn leyfa þér bara að bjóða upphæðir sem eru leyfðar innan takmarka sem gilda í leiknum.

5 Card Omaha Hi/Lo (líka þekkt sem 5 Card Omaha 8-or-better, 5 Card Omaha 8, eða 5 Card Omaha/8)

Í viðbót við Omaha pókerinn býður PokerStars einnig hið vinsæla afbrigði 5 Card Omaha Hi/Lo. Þessi útgáfa af Omaha skiptir pottinum á milli hæstu og lægstu pókerhandanna og gefur það leiknum allt aðra upplifun.

Lærðu ókeypis að spila 5 Card Omaha

Ef þú vilt læra að spila Omaha skaltu hala niður hugbúnaði PokerStars og skella þér í einhvern af ókeypis pókerleikjunum þar sem þú getur spilað á netinu við aðra spilara. Ólíkt því sem er í raunpeningapókerleikjum, þá geturðu lært leikinn og sett þig inn í reglur 5 Card Omaha áhyggjulaust, þar sem ekkert er í raun lagt undir.

Til viðbótar við 5 Card Omaha bjóðum við líka upp á mörg önnur pókerafbrigði. Skoðaðu síðuna okkar um pókerleiki til að kynna þér málið.