Þú getur hugsað um Omaha sem ærslafullan félaga Texas Hold'em. Þar eru reglurnar svipaðar en það eru miklu fleiri tækifæri til að ná sterkari höndum, svo þú átt eftir að líta margar af þínum kærustu Hold’em-höndum allt öðrum augum eftir þetta. Haltu áfram að lesa til að kynna þér hvernig á að spila.
Omaha póker er spennandi leikur sem er skyldur Texas Hold'em. Hver spilari fær gefin fimm einkaspil („holuspil“), sem tilheyra honum einum. Fimm sameignarspil eru svo gefin upp í loft og mynda „borðið“. Í Omaha leikjum nota allir spilarar nákvæmlega þrjú af sameignarspilunum ásamt nákvæmlega tvö af holuspilunum sínum til þess að mynda bestu fimm-spila pókerhöndina. Hvorki fleiri, né færri. Fylgdu þessum hlekk til að skoða styrkleikaröðun pókerhanda í Omaha.
Afbrigði af Omaha pókerleikjum
Fyrir neðan eru almennar útskýringar á hvernig þú spilar Omaha póker. Grunnreglurnar í öllum afbrigðum af Omaha eru þær sömu, með þeirri undantekningu að þær eru með ólíkar uppbyggingu á boðum hver fyrir sig. Nánari upplýsingar um mismunandi uppbyggingar er að finna hér á eftir.
Í Pot Limit (pott-takmarks) og No Limit (án-takmarks) Omaha, eru leikirnir nefndir eftir stærðum sem eru á blindum (t.d. $1/$2 Omaha leikur er með $1 fyrir litla-blind og $2 fyrir stóra-blind).
Boð (e. betting) byrja þá frá spilaranum sem er til vinstri við stóra blindan.
Í Fixed Limit (Föstu-takmarki) Omaha-leikjum er stóri-blindur jafn hár og lítið boð og litli-blindur er yfirleitt helmingurinn af upphæð stóra-blinds, en gæti verið hærri í einhverjum bitum. Til dæmis í leik sem er $2/$4 Limit er litli blindur $1 og stóri blindur $2. Í leik sem er $15/$30 Limit er litli blindur $10 og stóri blindur $15.
Nú fær þá hver spilari gefin holuspilin sín fjögur. Boð/sögn gengur réttsælis um borðið, byrjað á spilaranum „við hlaupið“ (strax réttsælis við stóra blind).
Eftir að hafa skoðað holuspilin sín á hver spilari möguleika á að spila höndina með því að jafna eða hækka boð stóra blinds. Sögnin (e. action) byrjar til vinstri við stóra blind, sem er talinn hafa úti „virkt“ boð í þessari lotu. Spilarinn á þá val um að pakka, jafna eða hækka. Til dæmis, ef stóri blindur var $2 þá myndi kosta $2 að jafna, eða að minnsta kosti $4 til að hækka. Sögnin heldur svo áfram að ganga réttsælis um borðið.
Athugið: Uppbygging boða (e. betting structure) er mismunandi í ólíkum útgáfum af leiknum. Útskýringar á hvernig boð ganga fyrir sig í Limit Omaha, Pot Limit Omaha og No Limit Omaha er hægt að finna hér neðar.
Boð halda svo áfram í hverri boðlotu þar til allir spilarar sem eru með (sem hafa ekki pakkað (e. folded)) hafa lagt út jafn hátt boð í pottinn.
Eftir að fyrstu boðlotu er lokið er floppið gefið upp í loft í borð. Floppið er fyrstu þrjú sameignarspilin sem standa öllum spilurunum, sem enn eru með, til boða. Leikurinn hefst svo á fyrsta virka spilara strax réttsælis frá hnappnum. Önnur boðlota fer þá í gang. Í Limit Omaha eru öll boð og hækkanir á floppinu í hlutföllum við litla boðið (e. small bet - t.d. $2 í leik sem er $2/$4).
Þegar boðlotunni er lokið fyrir floppið er fléttuspilið gefið upp í borðið. Fléttan er fjórða sameignarspilið í Omaha leik. Leikurinn hefst svo á fyrsta virka spilara strax réttsælis frá hnappnum. Önnur boðlota fer þá í gang. Í Limit Omaha eru öll boð og hækkanir á floppinu í hlutföllum við stóra boðið (e. big bet - t.d. $4 í leik sem er $2/$4).
Þegar boðlotunni er lokið fyrir fléttuna er fljótaspilið gefið upp í borðið. Fljótið er fimmta og síðasta sameignarspilið í Omaha póker. Síðasta boðlotan byrja svo á þeim spilara sem er enn með og er næst réttsælis við hnappinn.
Ef það eru fleiri en einn spilari eftir þegar síðustu boðlotunni er lokið á sá sem bauð eða hækkaði síðast að sýna spilin, nema að ekkert hafi verið boðið í síðustu lotunni. Ef það gerist á spilarinn sem er fyrstur til vinstri frá hnappnum að sýna spilin sín fyrst. Spilarinn með bestu fimm spila höndina vinnur pottinn. Mundu: í Omaha þurfa spilarar að nota tvö og aðeins tvö af sínum fjórum holuspilum ásamt nákvæmlega þrjú af sameignarspilunum í borði. Ef það gerist að hendur séu jafn sterkar verður pottinum skipt jafnt á milli þeirra spilara sem eru með jafnbestu höndina.
Eftir að potturinn hefur verið veittur sigurvegaranum er hægt að byrja að spila næsta leik af Omaha. Hnappurinn færist nú réttsælis á næsta spilara.
Ef þú hefur gaman af því að spila mótapóker býður PokerStars líka upp á mót í Omaha.
Reglur í Omaha eru þær sömu í Fixed Limit, No Limit og Pot Limit pókerleikjum, nema með örfáum undantekningum:
Í hugbúnaði PokerStars er ekki hægt að bjóða minna en lágmarkið, eða meira en hámarkið, hverju sinni. Boðstikan og boðglugginn leyfa þér bara að bjóða upphæðir sem eru leyfðar innan takmarka sem gilda í leiknum.
Til viðbótar við Omaha póker býður PokerStars einnig hið vinsæla afbrigði Omaha Hi/Lo. Þessi útgáfa af Omaha skiptir pottinum á milli hæstu og lægstu pókerhandanna og gefur það leiknum allt aðra upplifun.
Það er mikilvægt að hafa í huga þegar þú metur styrkleika upphafshandanna þinna hversu margar mögulegar leiðir til sigurs þú hefur. Þar sem þú verður að nota tvö af holuspilunum þínum í Omaha er mjög góð byrjun að hafa „tvöfalda sort“ (e. „double-suited“) í hönd því þannig hefurðu tvö tækifæri til að ná að hitta litinn (e. flush). Ef þú svo sameinar það við há pör eða tengd spil í röð þá er upphafshöndin farin að líta frekar aðlaðandi út.
Hér sérðu hvað teljast vera hæstu tíu upphafshendurnar í Omaha (þær ættu allar að vera „tvöföld sort“):
Mundu að góð upphafshönd í Omaha er ekki alltaf góð upphafshönd í Omaha Hi/Lo þar sem þú ert ekki að spila til að vinna lághluta pottsins.
Ef þú vilt læra að spila Omaha skaltu sækja hugbúnað PokerStars og skella þér í einhvern af leikpeningaleikjunum (e. Play Money) þar sem þú getur spilað á netinu við aðra spilara. Ólíkt því sem er í raunpeningapókerleikjum, geturðu lært leikinn og sett þig inn í reglur Omaha áhyggjulaust, þar sem ekkert er í raun lagt undir.
Til viðbótar við Omaha bjóðum við líka upp á mörg önnur pókerafbrigði. Skoðaðu síðuna okkar um pókerleiki til að kynna þér málið.
Í Omaha er upphafshöndin þín fjögur spil, en ekki tvö spil eins og í Texas Hold’em. Þú þarft að nota nákvæmlega tvö spil úr höndinni þinni (og þrjú af sameignarspilunum (e. community cards)) til að mynda bestu fimm spila pókerhöndina þína, á meðan í Hold’em geturðu notað tvö, eitt eða jafnvel ekkert af holuspilunum þínum til að mynda bestu fimm spila höndina þína. Þar sem þú hefur fleiri holuspil í Omaha heldur en í Texas Hold’em þá áttu miklu meiri líkur á að ná hönd sem raðast hátt í styrkleikaröðinni. Boðloturnar og handaröðunin er sú sama í þessum tveimur afbrigðum.
Omaha er spilaður með einum hefðbundnum 52 spila spilastokki. Svo þú veist þá að enginn af mótspilurunum þínum getur verið með sömu holuspil og þú.