Showtime Hold’em er svipaður leiknum Texas Hold’em, sem er vinsæll um allan heim, en með einum mikilvægum mun: öll pökkuð (e. folded) spil eru skilin eftir upp í loft það sem eftir er af höndinni.
Niðurstaðan þýðir að meiri upplýsingar eru í boði fyrir hvern spilara, sem leiðir af sér nýja möguleika og fjölbreyttari og dýpri leikaðferðir. Hver hefur svo ekki líka spáð í því hvaða spilum mótspilararnir pökkuðu þegar þeir stóðu andspænis stóru boði á fljótinu? Með Showtime Hold’em kemstu að því!
Ef þú hefur spilað Texas Hold’em áður, eða séð hann í sjónvarpinu, er auðvelt að átta sig á reglunum í Showtime Hold’em.
Smelltu hér til að lesa reglurnar í Texas Hold’em.
Í hefðbundnum Texas Hold’em fá spilarar gefin tvö einkaspil hver (kölluð „holuspil“) sem tilheyra þeim einum, ásamt fimm sameignarspilum sem eru gefin upp í loft – kallað „borðið“. Allir spilararnir í höndinni nota þessi sameignarspil ásamt holuspilunum sínum tveim, til þess að reyna að mynda sem besta fimm spila pókerhönd.
Það sem gerir Showtime Hold’em frábrugðinn er að hver hönd sem einhver spilari pakkar situr upp í loft og er sýnileg það sem eftir er af höndinni. Þetta nær yfir allar hendur sem er pakkað fyrir og eftir floppið.
Showtime Hold’em er spilaður sem leikur án takmarks (e. No Limit).
Ef þú vilt læra að spila Showtime Hold'em skaltu sækja hugbúnað PokerStars og skella þér í einhvern af ókeypis pókerleikjunum þar sem þú getur spilað á netinu við aðra spilara. Ólíkt því sem er í raunpeningapókerleikjunum okkar, þar sem ekkert er í húfi, geturðu lært leikinn og sett þig inn í allar reglurnar í Showtime Hold'em. Við vonumst til að sjá þig í pókersalnum okkar og gangi þér vel við borðin!
Til viðbótar við Showtime Hold'em bjóðum við líka upp á mörg önnur pókerafbrigði. Skoðaðu síðuna okkar um pókerleiki til að kynna þér málið.