6+ Hold’em er vinsælt pókerfyrirkomulag með „stuttstokk“ (e. short deck) sem spilast mjög líkt Texas Hold’em, en með nokkrum spennandi frávikum:
6+ Hold'em er aðeins á PokerStars og er þitt tækifæri til að spila hasarfullt afbrigði sem fjölmargir stórbokkaspilarar um allan heim elska að spila.
Allir leikir í 6+ Hold’em nota 36 spila stokk (þar sem öll spil sem eru lægri en 6 eru fjarlægð), sem er stokkaður áður en gefið er í hverja hönd. Í leikjum er líka notuð uppbygging með „hnappsblindum“ (e. button blind): Allir spilarar pósta út forfé og spilarinn sem situr við hnappinn er sá eini sem póstar út blindfé – sem þýðir að það er aðeins einn blindur í hverri hönd, frekar en hið hefðbundna fyrirkomulag með litla/stóra blind.
Sögnin byrjar á spilaranum sem situr til vinstri við hnappinn. Hver hönd spilast svo áfram í samræmi við reglur Texas Hold’em, með boðlotum (e. betting rounds) fyrir flopp, floppi, fléttu (e. turn) og fljóti (e. river).
Ef þú hefur spilað Texas Hold’em-leiki áður er auðvelt að átta sig á reglunum í 6+ Hold’em.
En ekki gleyma: öfugt við Texas Hold'em-leiki þá vinnur litur í 6+ Hold’em fullt hús. Fimm spila hönd sem inniheldur ás, 6, 7, 8, 9 (hvaða sort sem er) telst líka sem röð. Allar aðrar styrleikaraðir handa eru eins.
Athugaðu að í peningaleikjum (e. Cash games) í 6+ Hold‘em gæti verið lágmarksfjöldi handa sem þú þarft að spila áður en þú getur setið hjá (e. sit out) eða farið án þess að fá tímavíti. Tímavíti safnast upp og hafa sjaldnast áhrif á flesta spilara. Tímavítin eru til staðar til þess að koma í veg fyrir þá hegðun spilara að þeir reyni að velja sér sæti með því að vera stöðugt að byrja í leik og fara úr honum á mörgum borðum.
Ef þú vilt læra að spila 6+ Hold'em skaltu sækja hugbúnað PokerStars og skella þér í einhvern af ókeypis pókerleikjunum þar sem þú getur spilað á netinu við aðra spilara. Ólíkt því sem er í raunpeningapókerleikjunum okkar, þar sem ekkert er í húfi, geturðu lært leikinn og sett þig inn í allar reglurnar í 6+ Hold'em. Við vonumst til að sjá þig í pókersalnum okkar og gangi þér vel við borðin!
Til viðbótar við 6+ Hold’em bjóðum við líka upp á mörg önnur pókerafbrigði. Skoðaðu síðuna okkar um pókerleiki til að kynna þér málið.