Hvað er í boði
Spilarar sem leggja inn innlegg í fyrsta skiptið sitt á meðan tilboðstímabilið stendur yfir, eins og það er skilgreint hér á eftir, geta sótt dagleg peningaverðlaun af handahófi að verðmæti allt að $7.500 hver fyrir að ljúka daglegum pókeráskorunum. Allir spilarar sem ljúka að minnsta kosti einni daglegri áskorun á meðan tilboðstímabilið stendur yfir fá líka aðgang í frímótið sem fer fram 1. mars kl. 14:00 ET.
Hvenær fer tilboðið fram
Þetta tilboð er í gangi frá 05:00 ET 1. febrúar til 23:59 ET 29. febrúar. Í tengslum við þetta tilboð þá hefst hvert daglegt tímabil kl. 00:00 ET og því lýkur kl. 23:59 ET.
Hver á rétt á að taka þátt og hvernig getur þú tryggt þér þátttökurétt
Tilboðið er aðeins í boði fyrir þá spilara sem hafa aldrei áður lagt inn raunverulega peninga á PokerStars.
Til að eiga rétt á að nýta sér tilboðið þurfa spilarar að:
- staðfesta þátttöku í tilboðinu í gegnum áskoranagluggann (e. Challenges Window);
- leggja inn sitt fyrsta innlegg í raunverulegum peningum í gjaldkeranum (e. Cashier); og
- ljúka daglegri pókeráskorun með því að safna 100 stigum. Spilarar geta lokið hverri daglegri áskorun einu sinni á dag.
Aðeins þarf að staðfesta þátttöku í eitt skipti í upphafi á meðan tilboðið stendur yfir. Spin & Go-mót sem eru spiluð áður en þátttaka er staðfest munu ekki teljast með upp í árangurinn.
Til að safna stigum þurfa spilarar að spila raunpeningamót í Spin & Go með 2X margfaldara. Stig vinnast inn og tapast miðað við lokastöðuna í þessum mótum, eins og hér segir:
Lokastaða | Stig |
---|
1. | +40 |
2. | +15 |
3. | -5 |
Spilarar safna sér líka inn 20 stiga bónus fyrir fyrsta Spin & Go-mót dagsins sem þeir spila, óháð margfaldaranum eða lokastöðunni í því móti.
Veðmálsskilyrði og takmarkanir eftir leikjategundum
Lágmarksinnkaup upp á $1 gildir um öll Spin & Go-mót sem gefa þátttökurétt.
Spin & Go Flash-mót gilda með í þessu tilboði. Spin & Go Max, Spin & Go Omaha, Spin & Go undanmót í viðburði í eigin persónu (e. live) og öll önnur Spin & Go-mót með innkaup sem ekki eru sérstaklega talin upp hér eru undanskilin þátttökurétti.
Tilboðið sótt og notað
Eftir að hafa lokið hverri daglegri áskorun fá spilarar verðlaun af handahófi, samkvæmt líkindatöflunni hér fyrir neðan. Peningaverðlaun takmarkast við $7.500 á hvern spilara á hverja áskorun.
Verðlaun | Líkur |
---|
$7.500 í peningum | 0,01% |
$500 í peningum | 0,10% |
$100 í peningum | 0,50% |
$50 í peningum | 1,00% |
$25 í peningum | 1,00% |
$10 í peningum | 2,39% |
$5 í peningum | 10,00% |
$1 í peningum | 85,00% |
Öll peningaverðlaun verða greidd/millifærð í kistu (e. Chest). Spilarar þurfa að opna kisturnar sínar til að sækja verðlaunin sín. Óopnaðar kistur renna út (e. expire) sjö dögum eftir að þær hafa verið millifærðar.
Peningaverðlaun sem eru veitt í tengslum við þetta tilboð fela ekki í sér neinar takmarkanir eða veðmálsskilyrði og er hægt að nota í hvaða leikjum sem er.
Allir spilarar sem ljúka að minnsta kosti einni daglegri áskorun á meðan tilboðstímabilið stendur yfir fá líka aðgang í frímótið sem fer fram 1. mars kl. 14:00 ET. Spilarar verða sjálfkrafa skráðir í mótið eftir að hafa uppfyllt aðgangskröfurnar. Aðgangur takmarkast við einn á hvern spilara.
Hvað annað þarftu að vita
Spilarar geta fylgst með gengi sínu í áskoranaglugganum.
Spilarar geta skoðað í hvaða mót þeir eru skráðir undir „My Games“ og undir flipanum „Tickets“ í hugbúnaðinum okkar fyrir tölvur.