Eftirlæti PokerStars snýr aftur með platínusnúningi. Það er komið að Platinum Pass-útgáfunni af Chests & Ladders (kistur og stigar). Vertu með í fjörinu dagana 21. nóvember - 11. desember.
Reyndu við Chests & Ladders-leikborðið til að eiga möguleika á að vinna þinn hlut í ríflega $500.000 verðlaunum. Svo eru líka fern PSPC Platinum Pass-verðlaun í boði – þau eru að verðmæti $30.000 hver.
Á leikborðinu finnurðu fjölmargar PSPC-kistur. Hver þeirra inniheldur bein verðlaun sem gætu verið hin eftirsóttu Platinum Pass-verðlaun. Kláraðu borðið og þá færðu sjálfkrafa aðra PSPC-kistu sem inniheldur stærri lokaverðlaun (með auknum líkum á að vinna PSPC Platinum Pass).
Gætir þú verið á leið í pókerævintýri ólíkt öllum öðrum á PSPC?
Til í að kasta þér alla leiðina til sigurs? Vertu með.
Ef þú reynir þig við leikborðið en vinnur ekki PSPC Platinum Pass færðu aðgang í Chests & Ladders Platinum Pass Edition Freeroll-mótið. Þetta mót verður með ein tryggð PSPC Platinum Pass-verðlaun og mögulega fleiri ef ekki allir Platinum Pass-vinningarnir (af fjórum mögulegum) hafa unnist á meðan tilboðið er í gangi.
Þetta frímót (e. Freeroll) verður með a.m.k. $80.000 í tryggð verðlaun (þar á meðal einn PSPC Platinum Pass) og gæti verið síðasti möguleikinn þinn til að vinna PSPC Platinum Pass. Frímótahasarinn byrjar 13. desember kl. 15:00 ET (bandarískur austurstrandartími).
Hvað er í boði
Spilarar sem taka þátt í tilboðinu „Chests & Ladders Platinum Pass Edition“ á meðan tilboðstímabilið stendur yfir, eins og það er skilgreint hér á eftir, geta unnið persónusniðin verðlaun, ásamt tækifæri til vinna sér inn PSPC Platinum Pass. Persónusniðin verðlaun eru sérsniðin að leikjunum sem hafa verið spilaðir og geta m.a. verið peningur, mótamiðar, frísnúningar (þar sem þeir eru í boði) eða StarsCoin, ásamt fleiru.
Hvenær fer tilboðið fram
Þetta tilboð stendur yfir frá 10:00 ET 21. nóvember til 23:59 ET 11. desember 2022.
Hver á rétt á að taka þátt og hvernig getur þú tryggt þér þátttökurétt
Þetta tilboð er opið öllum meðlimum PokerStars Rewards.
Til að taka þátt í tilboðinu og láta mæla árangurinn sinn verða spilarar að hafa skráð sig í hollustukerfið PokerStars Rewards og svo staðfest þátttöku í áskorunina „Chests & Ladders Platinum Pass Edition“ í gegnum áskoranagluggann (e. Challenges Window). Eftir að hafa staðfest þátttöku verður spilurum sýnt Platinum Pass Edition-leikborðið í Chests & Ladders. Chests & Ladders Platinum Pass Edition-borðinu er skipt upp í 49 reiti, skipt upp í 7 raðir og inniheldur það: a) fimm stiga; b) 15 gull- og silfurkistur („PSPC-kista/kistur“).
Með því að ganga í PokerStars Rewards fá spilarar mælistiku sem mælir fríðindapunktana (e. reward points) sem þeir vinna sér inn fyrir raunpeningavirknina hjá PokerStars. Í hvert sinn sem mælistiku er lokið færðu PokerStars Rewards-kistu sem inniheldur verðlaun sem hluta af hollustukerfinu. Á meðan tilboðstímabilið stendur yfir, eins og það er skilgreint hér ofar, fá spilarar aukalega „Chests & Ladders Platinum Pass Edition-kistu“ sem inniheldur tening.
Í hvert sinn sem spilarar fá tening færist merkið/leikmaðurinn þeirra áfram um þann fjölda reita sem er sýndur á teningnum. Til dæmis ef teningurinn sýnir tvo, færist leikmaðurinn þinn áfram um tvo reiti. Spilari sem kastar upp tölunni 2 á fyrsta teningnum sínum myndi því enda á reit 2.
Stigarnir á borðinu leyfa spilurum að færa sig upp leikborðið. Ef spilari lendir nákvæmlega á reit sem sýnir mynd af neðsta hluta stiga færist hann alla leiðina upp á reitinn sem er á toppi stigans.
Veðmálsskilyrði og takmarkanir eftir leikjategundum
Þetta tilboð notast við sömu kröfur og PokerStars Rewards-kerfið til að vinna sér inn Chests & Ladders Platinum Pass Edition-kistur.
Tilboðið sótt og notað
Ef spilari lendir nákvæmlega á reit sem sýnir mynd af PSPC-kistu fær spilarinn kistu sem inniheldur bein verðlaun. Eftir að kista er opnuð verða verðlaunin lögð strax inn á reikning spilarans og verða aðgengileg fyrir hann til notkunar.
Virði verðlaunanna velta á PokerStars Rewards-þrepinu sem spilurum er úthlutað og byggir á spilaþrepinu þeirra á þeim tíma sem kistan vinnst og er eins og hér segir:
Blátt |
Brons |
Silfur |
Gull |
Demantur |
Svart |
$0,50 |
$1,50 |
$5 |
$15 |
$50 |
$150 |
Þar að auki gætu spilarar líka unnið PSPC Platinum Pass. Líkurnar á að vinna passann velta á kistunni sem velst handa þeim m.v. leikþrepið á þeim tíma sem kistan vannst og verður á eftirfarandi bili:
Blátt |
Brons |
Silfur |
Gull |
Demantur |
Svart |
0,00025% |
0,00050% |
0,00100% |
0,00300% |
0,01000% |
0,02000% |
Chests & Ladders Platinum Pass Edition-leikborðinu er lokið þegar spilarar komast á reit 49 eða lengra og þá verður PSPC-kistan veitt og inniheldur bein verðlaun, en verðmæti þeirra ráðast af PokerStars Rewards-þrepinu sem spilararnir eru á og miðast við spilaþrepið sem þeir eru á á þeim tíma sem kistan vannst, eins og hér segir:
Blátt |
Brons |
Silfur |
Gull |
Demantur |
Svart |
$1 |
$3 |
$10 |
$30 |
$100 |
$300 |
Þar að auki gætu spilarar líka unnið Platinum Pass. Líkurnar á að vinna passann velta á kistunni sem velst handa þér m.v. á hvaða leikþrepi þú varst þegar kistan vannst og verður á eftirfarandi bili:
Blátt |
Brons |
Silfur |
Gull |
Demantur |
Svart |
0,005% |
0,010% |
0,025% |
0,100% |
0,250% |
0,500% |
Það eru þrenn Platinum Pass-verðlaun í boði á Chests & Ladders Platinum Pass Edition-leikborðinu. Platinum Pass-verðlaunin takmarkast við ein á hvern spilara.
Allir spilarar sem staðfestu þátttöku í þessu tilboði en unnu ekki Platinum Pass fá miða í „Chests & Ladders Platinum Pass Edition Freeroll“-mótið sem rúllar 13. desember 2022 kl. 15:00 ET (bandarískur austurstrandartími). Mótið „Chests & Ladders Platinum Pass Edition Freeroll“ verður með ein tryggð PSPC Platinum Pass-verðlaun og PSPC Platinum Pass-verðlaun sem hafa ekki verið veitt á meðan tilboðstímabilið stendur yfir verður þá líka bætt við verðlaunapottinn. Spilarar þurfa að skrá sig handvirkt í mótið „Chests & Ladders Platinum Pass Edition Freeroll“ með því að nota miðann sinn.
Verðlaun, sem vinnast sem hluti af þessu tilboði, er ekki hægt að ánafna eða millifæra til annarra spilara.
Óopnaðar kistur renna út (e. expire) 7 dögum eftir útgáfu.
Hvað annað þarftu að vita
Smelltu hér til að fá nánari upplýsingar um PokerStars Rewards.
Allir sem vinna PSPC Platinum Pass-verðlaun í þessu tilboði þurfa að undirgangast hefðbundna endurskoðun reiknings, sem getur tekið allt að 45 daga. Fyrir vinningshafa PSPC Platinum Pass þá eru skilmálarnir fyrir PSPC Platinum Pass í gildi.
Smelltu hér til að skoða almenna kynningarskilmála.