Hvað er í boði
Tilboðið „Pocket Rockets“ áskorunin er röð daglegra áskorana. Spilarar sem taka þátt í daglegum Pocket Rockets áskorunum á meðan tilboðstímabilið stendur yfir, eins og það er skilgreint hér á eftir, geta unnið verðlaun af handahófi sem eru allt að $5.000 þegar þeir ljúka hverri daglegri áskorun.
Hvenær fer tilboðið fram
Þetta tilboð er í gangi daglega frá 05:00 ET (bandarískur austurstrandartími) 14. desember 2023 til 23:59 ET 31. janúar 2024. Hvert daglegt tilboðstímabil hefst kl. 00:00 ET og því lýkur kl. 23:59 ET, fyrir utan fyrsta dag áskorunarinnar sem hefst kl. 05:00 ET og lýkur kl. 23:59 ET.
Hver á rétt á að taka þátt og hvernig getur þú tryggt þér þátttökurétt
Tilboðið er aðeins í boði fyrir spilara sem hafa lagt inn sitt fyrsta innlegg í raunverulegum peningum (raunpeningum) á PokerStars á tímabilinu 14. desember til 31. janúar.
Til þess að taka þátt í tilboðinu og láta mæla árangurinn sinn verða spilarar að staðfesta þátttöku í gegnum áskoranagluggann (e. Challenges Window) og ljúka svo daglegum áskorunum með því að safna stigum. Aðeins þarf að staðfesta þátttöku í eitt skipti í upphafi á meðan tímabilið stendur yfir. Hendur sem eru spilaðar áður en þátttaka er staðfest munu ekki teljast með. Spilarar geta lokið hverri daglegri áskorun einu sinni á dag.
Til þess að safna stigum verða spilarar að vinna hönd í peningaleik (e. Cash game) eða No Limit Hold’em Spin & Go-móti fyrir raunpeninga með holuspilum (þ.e. spilin tvö sem þeir fá gefin í hönd), eins og þeim er lýst í töflunni hér á eftir. Pöruð/eins sameignarspil teljast ekki með upp í árangurinn.
Hönd |
Stig |
Vasaásar |
100 (sigur strax) |
Vasakóngar, vasadrottningar og vasagosar |
50 stig |
Ás-kóngur |
30 stig |
Ás-drottning |
20 stig |
Kóngur-drottning |
10 stig |
Til að ljúka daglegri áskorun verða spilarar að safna 100 stigum á meðan daglegt tímabil stendur yfir. Með því að vinna með gildri hönd sem inniheldur „vasaása“ (tvo ása), telst daglegu áskoruninni vera lokið samstundis.
Veðmálsskilyrði og takmarkanir eftir leikjategundum
Stigum er aðeins hægt að safna með því að spila í peningaleik fyrir raunpeninga (þar á meðal peningaleik í Zoom) eða No Limit Hold’em Spin & Go-mótum fyrir raunpeninga þar sem að lágmarki þrír spilarar fá gefin spil í hönd. Önnur leikafbrigði teljast ekki með.
Aðeins vinningshendur, fyrir eða eftir floppið, gefa stig. Ef þarf að skipta pottinum (e. split pot) telst hönd aðeins hafa unnið ef spilari lýkur höndinni með meiri peninga en hann átti í upphafi handarinnar sem um ræðir.
Lágmarksupphæðir undir/bitar (e. stakes) upp á $0,02/$0,05 gilda um alla gilda peningaleiki og lágmarksinnkaup upp á $1 gilda um öll gild Spin & Go-mót.
Tilboðið sótt og notað
Eftir að hafa lokið hverri daglegri áskorun fá spilarar verðlaun af handahófi, samkvæmt líkindatöflunni hér fyrir neðan.
Verðlaun |
Líkur |
$5.000 í peningum |
0,01% |
$500 í peningum |
0,1% |
$100 í peningum |
0,5% |
$50 í peningum |
1% |
$25 Spin & Go/Sit & Go miði |
1% |
$11 fjölborðamót (e. MTT)/Power Path miði |
2,39% |
$5 Spin & Go/Sit & Go miði |
10% |
$1 Spin & Go/Sit & Go/Power Path miði |
85% |
Öll verðlaun verða millifærð í kistu (e. Chest). Spilarar þurfa að opna kisturnar sínar til að sækja verðlaunin sín.
Peningaverðlaunum fylgja engin veðmálsskilyrði og þau má nota í hvaða leikjum sem er.
Miða í Spin & Go/Sit & Go er hægt að nota til að skrá sig í og spila í Spin & Go/Sit & Go-mótum með innkaupum sem samsvara virði miðans.
MTT-miða (fjölborðamótsmiða) er hægt að nota til að skrá sig í og spila í fjölborðamótum með innkaupum sem samsvara virði miðans.
Power Path-miða er hægt að nota til að skrá sig í og spila í Power Path-mótum með innkaupum sem samsvara virði miðans.
Miða má ekki millifæra og þeim er ekki hægt að skipta í peninga, T-Money (mótapening) eða aðra miða. Allir miðar renna út (e. expire) sjö dögum eftir að þeir hafa verið millifærðir. Þeir hafa ekkert verðgildi eftir að þeir renna út og verða ekki bættir.
Óopnaðar kistur renna út (e. expire) sjö dögum eftir að þær hafa verið millifærðar.
Hvað annað þarftu að vita
Spilarar geta fylgst með árangrinum sínum í áttina að því að ljúka hverri daglegri áskorun í áskoranaglugganum sínum.
Ekki er hægt að bæta við áskorunina. Stig sem safnast en duga ekki til að ljúka daglegri áskorun tapast að loknu daglega tilboðstímabilinu.