pokercasinosports
pokercasinosports

$1.000.000 í bættum daglegum frímiðum til 3. mars

Þú veist hver staðan er með Power Path. Ef þú ert á bláu eða brons kistuþrepi (e. Blue/Bronze Chest level) ætlum við að gefa þér frímiða á hverjum degi sem þú nærð framlagðri tekju (e. rake) upp á að minnsta kosti $0,01 spilandi í póker.

En, aðeins í takmarkaðan tíma, þú gætir opnað fyrir miklu meira en daglegan miða í $0,50 Step 1-mót fyrir tímann þinn við borðin.

Það er vegna þess að við erum að bæta í daglega tilboðið okkar í Power Path dagana 5. febrúar til 3. mars með því að bæta við $1.000.000 í viðbótarmiðum.

Það eru yfir 50.000 viðbótarmiðar í boði, sem við ætlum að dreifa af handahófi í kistum fyrir daglega tilboðið (e. Daily Offer Chests).

Það eru 50.000 óvæntir glaðningar, sem eru á bilinu frá $5 Spin & Go-miðum og alveg upp í $530 MTT-miða (fjölborðamótsmiða).

Mundu að daglegar tilboðskistur renna út/falla úr gildi 24 klukkustundum eftir að við höfum millifært þær, svo þú skalt passa þig að opna þína á hverjum degi sem þú spilar á PokerStars. Þú hefur 28 daga til að nota miðana þína eftir að þú opnar kistuna.

Hvað finnurðu þá í daglegu tilboðskistunni?

Þú finnur miða í $0,50 Step 1-mót til að byrja í Power Path eða getur notið verðmætari miða fyrir sömu spilun til 3. mars.

Skilmálar fyrir bætt daglegt tilboð Power Path

Hvað er í boði

Meðlimir PokerStars Rewards á bláu eða brons kistuþrepi (e. Blue/Bronze Chest level) geta sótt mótamiða, sem Step 1 Power Path-miða að verðmæti $0,50 eða verðmætari miða í Power Path, Spin & Go eða fjölborðamót (e. Multi-table tournament - MTT), fyrir að ljúka daglegum áskorunum á meðan kynningartímabilið stendur yfir, eins og það er skilgreint hér fyrir neðan.

Hvenær fer tilboðið fram

Þetta tilboð er í gangi frá 00:00 ET (bandarískur austurstrandartími) 5. febrúar 2024 til 23:59 ET 3. mars 2024. Hver dagur hefst kl. 00:00 ET (bandarískur austurstrandartími) og lýkur lýkur kl. 23:59 ET.

Hver á rétt á að taka þátt og hvernig getur þú tryggt þér þátttökurétt

Tilboðið er aðeins í boði fyrir meðlimi PokerStars Rewards sem ná ekki hærra en á brons kistuþrep (e. Bronze Chest). Tilboðið takmarkast við eitt á hvern einstakling/heimilisfang/IP-tölu á dag.

Spilarar verða að ljúka daglegri áskorun til að öðlast rétt á verðlaunum fyrir þann dag. Daglegum áskorunum er hægt að ljúka með því að spila einhvern raunpeningaleik (e. real money game).

Veðmálsskilyrði og takmarkanir eftir leikjategundum

Skilaðu tekju (e. rake) úr hvaða pókermóti sem er eða peningaleik á einum vikudegi til að ljúka daglegri áskorun. Engin lágmarksinnkaup eða lágmarksupphæð er í gildi. Fyrir pókermót gildir að aðeins innkaup í peningum til þátttöku teljast með upp í að ljúka áskorunum. Skráning í mót sem notast við miða (þar á meðal allir mótamiðar sem veittir eru í tengslum við þetta tilboð), T-Money (mótapeninga) eða í gegnum inngöngumót (e. satellite qualification) telst ekki með.

Tilboðið sótt og notað

Það er tiltekinn fjöldi mótamiða í boði sem hluti af þessu tilboði, að verðmæti samtals $1.000.000. Eftir að hafa lokið áskorun hvers dags fá spilarar mótamiða af handahófi, sem getur verið miði í Step 1 Power Path að verðmæti $0,50 eða verðmætari mótamiða samkvæmt líkindatöflunni hér fyrir neðan.

Tegund miðaMagn miðaHeildaverðmæti miðaVinningslíkur
$530 MTT50$26,000,0055%*
$215 MTT200$43,0000,0180%*
$109 MTT2.200$239.8000,1800%*
$100 Spin & Go200$20.0000,0200%*
$55 MTT2.500$137.5000,1850%*
$50 Spin & Go1.500$75.0000,1300%*
$25 Spin & Go5.000$125.0000,4000%*
$11 MTT / Power Path Step 310.000$110.0000,7500%*
$10 Spin & Go12.500$125.0001,0000%*
$5 Spin & Go20.000$100.0001,5000%*
$0,50 Power Path Step 1ÓtakmarkaðÓtakmarkað95,8115%
Samtals54.150 (viðbótarmiðar)$1.001.800100,000%*

*Aðeins er hægt að vinna takmarkaðan fjölda af hverri tegund af verðmætari miðum. Eftir að allir miðar af tiltekinni tegund hafa verið veittir haldast líkurnar áfram eins og í töflunni hér fyrir ofan þar til tilboðstímabilinu lýkur, en Step 1 Power Path-miði verður veittur í verðlaun í staðinn fyrir verðmætari miðann.

Ef það gerist að einhverjir þeirra miða sem eru í boði hafa ekki verið veittir í verðlaun þegar tilboðstímabilinu lýkur verður þessum miðum dreift af handahófi á spilarana sem tóku þátt innan 24 klukkustunda frá því að tilboðinu lýkur.

Allir miðar sem veittir eru í verðlaun í tengslum við þetta tilboð verða millifærðir í kistu (e. Chest). Spilarar þurfa að opna kistuna sína til að sækja verðlaunin. Óopnaðar kistur renna út/falla úr gildi 24 klukkustundum eftir að þær hafa verið millifærðar/greiddar.

Mótamiða er aðeins hægt að nota til að skrá sig í og spila mót með innkaupum sem samsvara virði miðans.

Miða má ekki millifæra og þeim er ekki hægt að skipta í peninga, T-Money (mótapening) eða aðra miða. 

Allir miðar renna út (e. expire) 28 dögum eftir að þeir hafa verið millifærðir. Þeir hafa ekkert verðgildi eftir að þeir renna út og verða ekki bættir. 

Hvað annað þarftu að vita

Spilarar geta skoðað mótamiða sem þeir eiga, ásamt upplýsingum um hvenær þeir renna út og fleira, með því að fara í valseðilinn „My Rewards“ og velja þar „Tournament Tickets“.

Kíktu hér til að fá nánari upplýsingar um Spin & Go-mót.

Kíktu hér til að fá nánari upplýsingar um fjölborðamót (e. MTT).

Kíktu hér til að fá nánari upplýsingar um PokerStars Rewards.

Kíktu hér til að skoða almenna kynningarskilmála.