Býrð þú yfir því sem þarf til að brjóta kóðann? Þú gætir sloppið út með hlut í yfir $550.000 í miðum.
Reyndu við SCOOP-útgáfuna af The Code dagana 7.-26. maí. Opnaðu lásana og þá gæti sjóðurinn góði orðið þinn, þar á meðal SCOOP-miðar að andvirði allt að $109.
Svona getur þú tekið þátt:
Þú finnur daglega tekjumarkmiðið (e. daily rake target) í áskoranaglugganum þínum og þú getur aðeins fengið eina kistu sem inniheldur tölustafi hvern dag.
Nærðu að halda haus og spretta svo á brott með mótamiða? Reyndu við The Code.
Hver kista er með þrjár númeraraðir. Lásarnir sem geyma upplýsingarnar eru litakóðaðir – blái lásinn þarf bláar tölur og svo framvegis. Það þarf að finna níu tölustafi í heildina og engar tölur eru endurteknar í stöku númeraröðunum.
Tölurnar og litirnir í kistunum þínum geta verið í hvaða samsetningu sem er og þú gætir fengið sömu tölur aftur. Hins vegar, eftir að þú hefur náð að afhjúpa heilan lás, færðu ekki lengur tölur fyrir þann lit.
The Code er hið fullkomna skotmark. Reyndu við það.
Hvað er í boði
Spilarar sem taka þátt í áskoruninni The Code: SCOOP-útgáfu og ljúka daglegum áskorunum með því að spila raunpeningaleiki á meðan tilboðstímabilið stendur yfir, eins og það er skilgreint hér neðar, geta unnið miða eins og kemur fram í áskoranaglugganum.
Hvenær fer tilboðið fram
Þetta tilboð stendur yfir frá 08:00 ET (bandarískur austurstrandartími) 7. maí til 23:59 ET 26. maí 2024. Hver dagleg áskorun hefst kl. 00:00 ET og lýkur kl. 23:59 ET, fyrir utan fyrsta dag tilboðsins sem hefst kl. 08:00 ET.
Hver á rétt á að taka þátt og hvernig getur þú tryggt þér þátttökurétt
Tilboðið er aðeins í boði fyrir meðlimi PokerStars Rewards sem ná ekki hærra en á brons kistuþrep (e. Bronze Chest). Tilboðið takmarkast við eitt á hvern einstakling/heimilisfang/IP-tölu á dag.
Til að taka þátt í tilboðinu og láta mæla árangurinn/framganginn sinn verða spilarar að staðfesta þátttöku í áskoruninni „The Code. SCOOP Edition“ í áskoranaglugganum sínum. Aðeins þarf að staðfesta þátttöku einu sinni í upphafi á meðan tilboðið er í gangi. Raunpeningaleikir sem eru spilaðir áður en þátttaka er staðfest teljast ekki með upp í árangurinn.
Spilarar fá að sjá þrjá lása, rauðan, bláan og gulan, sem hver er með sinn eigin þriggja stafa kóða. Eftir að hafa staðfest þátttöku fá spilarar að sjá tvær tölur á rauða lásnum: 5 og 7.
Til að opna fyrir lásana þrjá þurfa spilarar að finna þriggja tölu samsetningarnar á hvern og einn þessara lása:
Til að finna samsetningarnar verða spilarar að klára daglegar áskoranir með því að spila raunpeningaleiki, eins og það er skilgreint hér neðar. Spilarar geta aðeins klárað hverja daglega áskorun einu sinni.
Veðmálsskilyrði og takmarkanir eftir leikjategundum
Allar upplýsingar um veðmálsskilyrði fyrir hverja daglega áskorun má finna í áskoranaglugganum. Aðeins tekja (e. rake) sem verður til með því að spila í raunpeningaleikjum með peningainnistæðu telst með upp í að ljúka daglegri áskorun.
Tilboðið sótt og notað
Eftir að hafa lokið hverri daglegri áskorun fá spilarar kistu sem inniheldur þrjár tölustafi („Tölukista“ (e. Digit Chest)). Þeir geta verið hvaða samsetning sem er af tölustöfum (0-9) og litum (rauður, gulur, eða blár) og geta þá komið inn í kóðana sem halda aðallásunum læstum. Tölukistur takmarkast við eina á hvern spilara á dag.
Þegar spilari opnar fyrir lás, þ.e. hann nær að finna alla þrjá tölustafina á lásnum, fær hann kistu með verðlaunum („Verðlaunakista“ (e. Reward Chest)). Verðlaunakistur renna út (e. expire) 9. júní kl 23:59 ET.
Þegar spilari opnar fyrir alla þrjá lásana fær hann aðra kistu í viðbót með lokaverðlaunum („Lokakista“ (e. Final Chest)). Lokakistur renna út 9. júní kl. 23:59 ET.
Verðlaun sem veitt eru í tengslum við þetta tilboð koma sem mótamiðar. Allar upplýsingar um verðlaun má finna í áskoranaglugganum.
Eftir að kisturnar hafa verið opnaðar verða verðlaunin strax lögð inn á Stars Account-reikning spilarans og verða þá aðgengileg fyrir spilarann til notkunar.
SCOOP-miða er hægt að nota til að skrá sig í og spila SCOOP-mót með innkaupum sem samsvara virði miðans.
Miða má ekki millifæra og þeim er ekki hægt að skipta í peninga, T-Money (mótapening) eða aðra miða.
Spilarar geta skoðað mótamiða sem þeir eiga, ásamt upplýsingum um hvenær þeir renna út og fleira, með því að fara í valseðilinn „My Rewards“ og velja þar „Tournament Tickets“.
Allir miðar renna út/falla úr gildi 10. júní kl 23:59 ET. Þeir hafa ekkert verðgildi eftir að þeir renna út og verða ekki bættir.
Hvað annað þarftu að vita
Spilarar geta fylgst með hvernig þeim gengur að ljúka áskoruninni í áskoranaglugganum sínum (e. Challenges Window).
Ekki er hægt að bæta við áskorunina. Tölur í kóða sem duga samt ekki til að ljúka áskorun tapast að tilboðstímabilinu loknu.