Notandinn samþykkir og gengst undir að:
Við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að tryggja að innborganir og útborganir fjármuna á reikninginn þinn gangi eins hratt fyrir sig og best verður. Við gefum enga tryggingu fyrir þeim tíma sem það gæti tekið að klára að vinna úr fjármunamillifærslum. Við getum ekki borið ábyrgð á töfum í bankakerfinu, mistökum af hálfu vinnsluaðila eða aðgerða af hálfu annarra aðila sem koma að úrvinnslu fjármunanna og gætu orsakað tafir, eða að endurtaka þurfi aðgerðina eða hætta við hana, eða upptöku eða frystingu fjármuna, þá getum við heldur ekki borið ábyrgð á tapi eða tjóni sem orsakast gæti vegna krafna sem settar eru fram vegna nokkurra tafa eða upptöku fjármuna.
Við munum ekki bera ábyrgð á, né bera kostnað af tjóni sem verður vegna afleiðinga tafa eða taps vegna ólögmætra, ókláraðra eða rangrar meðferðar fjármagnsgagna eða persónugagna sem notandi gefur upp við beiðni um innborgun eða úttektir fjármuna.
Sem hluti af samkomulagi um rekstrarleyfis okkar og sem hluti af lögum og reglum til varnar peningaþvætti, þarf notandi að gera sér fyllilega grein fyrir því að hann gæti alltaf þurft að framvísa persónulegum skjölum (t.d. skilríkjum gefnum út af opinberum stofnunum, bankayfirlit eða reikninga veitukostnaðar) þegar hann sendir inn beiðni um að vinna úr millifærslum hans. Þetta auðveldar okkur að vernda notandann og einnig verndar þetta okkur gegn því að vera notað sem milliliður í peningaþvætti eða annars konar svikum.
Úttektir sem hefur verið hætt við, eða neitað/slegnar af, verða greiddar aftur inn á reikninginn þinn í þeim gjaldmiðli sem þær voru gjaldfærðar af Stars Account-reikningnum þínum skv. upphaflegri beiðni um úttekt, áður en gjaldmiðlaumreikningur hefur farið fram.
Innlegg sem hefur verið skilað verða gjaldfærð af reikningnum þínum í þeim gjaldmiðli og upphæð sem hefur verið notuð til að leggja upphaflega inn á Stars Account-reikninginn þinn eftir að gjaldmiðlaumreikningur hefur farið fram.
Við er ekki „bureau de change“ ( gjaldmiðlaskiptifyrirtæki). Við berum ekki ábyrgð á tapi sem verður vegna breytinga á skiptigengi gjaldmiðla.
Skiptigengi gjaldmiðla hjá okkur er uppfært daglega og það er á ábyrgð notanda að kynna sér gildandi skiptigengi hjá gjaldkera áður en fjármunamillifærslur sem krefjast gjaldmiðlaskipta eru framkvæmdar. Fyrir innlegg og úttektir í öðrum gjaldmiðlum, þá munum við bæta við örlitlu álagi við miðskiptigengið sem er gefið upp á XE (Source XE). Þjónustuskilmálar XE.
Ef aðferðin sem notuð hefur verið við innborgunina er ekki beinvirk aðgerð (e. instant method) mun skiptigengi gjaldmiðla, eins og því er lýst í lið 7 verða reiknað þegar við höfum fengið staðfestingu frá greiðslumiðlaranum okkar að millifærslan sé tilbúin.