Til viðbótar við loforð okkar um frábæra þjónustu við viðskiptavini og um heilindi leiksins er það hugbúnaðurinn okkar sem er í fremstu röð sem hefur gert okkur að stærsta og vinsælasta pókersal heims á netinu.
Einfalt. Gagnsætt. Fullt af persónu- og sérsníðanlegum valmöguleikum. Tölvu- og snjalltækjabiðlararnir okkar bjóða einfalda leið til þess að finna allan þann póker sem þig gæti langað að spila. Við erum með fleiri leiki í gangi, fleiri spilara, fleiri mót og skemmtilegri afbrigði af póker en nokkur önnur síða í heiminum. Og það er alltaf laust sæti.
Lestu áfram til að kíkja nánar á hugbúnaðinn okkar, eða sæktu hann núna til að geta strax byrjað.
Eftir að þú hefur sótt tölvubiðlarann og/eða snjalltækjaappið þarftu að stofna Stars Account-aðgang. Það inniheldur skjánafnið sem er sýnt þegar þú ert að spila, svo vandaðu valið. Þú þarft að stofna aðganginn í fyrsta sinn sem þú ræsir hugbúnaðinn, svo þú fylgir bara leiðbeiningunum sem birtast á skjánum til að gera aðganginn tilbúinn.
Þú þarft ekki að leggja inn neina peninga til að stofna reikning og þú getur spilað í fjölmiklu úrvali pókerleikja sem kostar ekkert að spila, með því að nota leikpeningaspilapeninga (e. Play Money Chips). Ef þú ert tilbúinn til að spila fyrir raunverulega peninga skaltu ekki gleyma að kíkja á frábæru tilboðin okkar fyrir fyrsta innlegg.
Þú getur sérsniðið spilaupplifunina þína á fjölmarga vegu (kíktu á valseðilinn eiginleikar hér fyrir neðan til að skoða nánar), en allar pókerborðauppsetningar innihalda sömu eiginleikana. Til viðbótar við sýndarborð þar sem spil eru gefin og spilapeningar settir í pottinn, leyfa hnappar og stikur þér að velja á auðveldan hátt hvað þú ætlar að gera (s.s. „skoða“ (e. check), „jafna“ (e. call), „pakka“ (e. fold)) eða um hversu mikið þú vilt hækka.
Smelltu á All Games-flipann til að skoða anddyrið og finna nákvæmlega þann leik sem þú vilt spila, hvenær sem er að degi eða nóttu. „Tools“, „Settings“ og fleira er að finna hægra megin en fliparnir við toppinn hjálpa þér við að finna tegund pókerleikja sem þú vilt spila.
Þetta gefur þér einfaldan aðgang að vinsælustu leikjunum okkar án þess að þurfa að eyða tíma í að velja á hvaða borði á að spila. Þú smellir bara á flipann „Quick Seat“ og velur hvaða tegund pókers þú vilt spila. Veldu innkaupsupphæð og þá ferðu beint á borð með opnu sæti.
Þú getur hlaðið niður hugbúnaðinum okkar og byrjað að spila Texas Hold'em og aðra leiki ókeypis strax. Við bjóðum upp á fleiri borð með ókeypis póker en nokkuð annað svæði, svo þú getur prófað allt sem að við höfum upp á að bjóða ókeypis. Til þess að byrja að spila núna skaltu hlaða niður spilahugbúnaðinum og finna svo Play Money-möguleikann.
Kíktu á gjaldkerann (e. Cashier) í annað hvort tölvuhugbúnaðinum eða appinu til að leggja inn eða taka út fjármuni af Stars Account-reikningnum þínum. Þú getur líka keypt spilapeninga í leikpeningum (e. Play Money), stjórnað gjaldmiðlum, skoðað færslusöguna þína og margt fleira hjá gjaldkeranum.
Smelltu hér til að læra reglurnar í póker, sem og styrkleikarröðun pókerhanda sem gilda um flestar gerðir af póker. Þú finnur líka góðar ráðleggingar til að bæta leikskilninginn og upplýsingar um ókeypis pókerskólann okkar, sem gefur þér jafnvel enn meira forskot á mótspilarana.
Peningaleikir, líka þekktir sem hringleikir, eru í boði í mörgum mismunandi útgáfum af póker, allt frá Texas Hold‘em til Omaha, Stud, Draw og fleiri. Vertu með hvenær sem er. Spilaðu eins lengi og þú vilt. Stattu upp hvenær sem er. Mismunandi borð eru með mismunandi lágmarks-/hámarksupphæðir innkaupa, sem veltur á stærð blindra (e. blinds).
Þetta hraðfleyga fyrirkomulag - í boði í hringleikjum og mótum - er hraðasta netpókerupplifunin sem til er á netinu. Þegar þú spilar Zoom-póker ertu í hópi spilara, sem hver skiptir um borð í hverri einustu hönd. Líkar þér ekki við spilin? Smelltu þá bara á „Fast Fold“ og þá færðu gefin ný um leið, á öðru borði, með öðrum spilurum. Smelltu hér til að kynna þér þetta nánar.
Þessi mót byrja föstum tímum, þó við séum líka oft með tímabil fyrir „síðskráningu“ (e. late registration) þar sem þú getur skráð þig til að spila eftir að þau eru byrjuð. Mörg mót á dagskrá eru með tryggðan verðlaunapott (eins og $1.000.000 tryggingin í Sunday Million), sem gefur þér einhverja hugmynd um hversu mikið er hægt að vinna.
Ólíkt því sem gerist í peningaleikjum (e. cash games) kaupir hver spilari í móti sig inn fyrir tiltekna fjárupphæð og spilar þar til hann er sleginn út úr mótinu. Spilararnir sem endast lengst fá hæstu vinningana og sigurvegarinn er sá sem vanalega fær allra stærstu verðlaunin. Lestu meira um mótin hér, eða finndu mót til að spila hér.
Við bjóðum upp á mjög fjölbreyttar gerðir móta.
Sit & Go-mót byrja um leið og tilskilinn fjöldi spilara hefur skráð sig, hvort sem það eru 6, 9, 18, 100 eða fleiri, frekar en á ákveðnum tíma samkvæmt dagskrá.
Spin & Go-mót eru hröð, sigurvegarinn fær allt, þriggja manna Sit & Go-mót. Með verðlaunapotti sem ákvarðast af handahófi þá geturðu unnið allt frá tvöföld til 10.000-föld innkaupin þín.
KO-pókermót eru með venjulega verðlaunapotta ásamt því að það er lagt fé til höfuðs hverjum spilara, sem er aðeins hægt að vinna með því að slá þá út.
Skoðaðu biðlarann okkar til að finna jafnvel enn fleiri skemmtilegar leiðir til að spila. Það skiptir ekki máli hvað þig langar til að spila, því risastóri spilaragrunnurinn okkar og fjölbreytt úrval móta þýðir að þú þarft aldrei að bíða lengi eftir að mót hefjist.
Hver er besti pókerspilarinn í vinahópnum þínum og í fjölskyldunni? Settu upp þinn eigin einkaklúbb í póker með Home Games til að komast að því. Þjónustan er ókeypis og hægt er að spila bæði fyrir leikpeninga og raunpeninga. Með Home Games getur þú þannig sett upp þína eigin mótadagskrá, sett upp peningaleiki og skorað á þína nánustu í sérsniðnum keppnum og stöðutöflum. Smelltu hér til að fá nánari upplýsingar um Home Games
Það er einfalt að spila á mörgum borðum í einu með hugbúnaðinum okkar (skoðaðu „Möguleikar, eiginleikar og sérsnið“ hér fyrir neðan til að fá ráð um skjáuppsetningu fyrir spilun á mörgum borðum). Hins vegar er búist við því af spilurum sem gera slíkt að þeir takmarki fjölda borða sem þeir spila á þannig að þeir geti brugðist við innan skynasamlegra tímamarka þegar þeir eiga að gera. Þó sumar ákvarðanir í póker taki kannski lengri tíma en aðrar, þá sem almenn kurteisi er það ekki í lagi að láta aðra oft þurfa bíða vegna þess að athyglinni er beint annað.
Spilarar sem taka sér talsvert lengri tíma að gera að meðaltali gætu verið beðnir um að flýta leik sínum. Ef spilunin heldur áfram að vera hæg gæti þeim borðum sem þeir fá að spila á samtímis verið fækkað. Borðatakmörkin gætu svo verið hækkuð aftur með því að þeir bregðist hraðar við á tímabili sem er mælt yfir heilan mánuð.
Einnig gildir að spilarar sem spila oft á heimiliðu borðahámarki og bregðast umtalsvert hraðar við en meðaltalið, að þeir gætu fengið heimild til að spila á fleiri borðum samtímis.
Öll lækkun og aukning á þessum borðatakmörkum er virkjuð út frá tölfræði sem reiknar meðaltímann sem það tekur spilarann að bregðast við/gera á tímabili sem er heill mánuður. Borðatakmörk spilara eru ekki hækkuð ef spilari biður um það.
Þú getur auðveldlega stjórnað öllum borðunum þínum í einu undir „Session Options“. Þú sérð lítið tákn á hverju borði þar sem þú kemst á auðveldan hátt inn í „Session Options“-valið. Þaðan geturðu tekið ákvarðanir sem hafa áhrif á öllum opnum borðum í einu. Til dæmis geturðu setið hjá (e. sit out), setið hjá í næsta stóra blinda, byrjað aftur að spila, eða meira að segja hætt á góðan hátt með því að sitja hjá næsta stóra blindan á öllum borðum og loka þeim svo.
Þessi eiginleiki hefur það markmið að fækka borðum sem brjóta þarf upp og draga úr því að spilarar séu að færa sig of oft, sem leyfir spilurum að einbeita sér að því að spila póker frekar en að halda í sífellu áfram að finna sér ný borð og mótspilara.
Flestir spilarar verða aldrei fyrir beinum áhrifum af innkaupsskuldbindingu. Henni er miðað að örlitlum hluta spilara í hringleikjum (e. ring games) og Zoom sem stöðugt eru að a) kaupa sig inn fyrir minna en hámarkið, b) spila nokkrar hendur, c) fara af borðinu með stærri stafla en þeir keyptu sig með inn á borðið og d) setjast niður á svipað borð með minni stafla en þeir höfðu þegar þeir fóru af borðinu á undan.
Spilarar sem endurtaka þessa hegðun oftar en átta sinnum á 20 stunda tímabili (fjórum sinnum í Zoom-leikjum) verða beðnir um að kaupa sig inn fyrir meira en lágmarkið – almennt staflastærðina sem þeir höfðu þegar þeir fóru af borðinu á undan. Þegar lágmarksinnkaupunum þínum er breytt vegna skuldbindingar í Zoom-potti (e. Zoom pool) máttu einungis kaupa þig inn með einn aðgang í einu, en þú getur samt keypt þig inn eins oft og þú myndir gera vanalega.
Þetta hefur á engan hátt takmarkandi áhrif á spilara til að kaupa sig inn fyrir lágmarksinnkaup á eins mörgum borðum og þeir vilja þegar þeir eru ekki með neinar virkar skuldbindingar. Skuldbindingarnar gera það heldur aldrei að verkum að þú þurfir að kaupa þig inn fyrir meira en sjálfgefin leyfð hámarksinnkaup á borði sem þú sest við.
Notaðu síur (e. filters) í hugbúnaðinum okkar til að finna nákvæmlega það sem þú ert að leita að. Peningaleikir (e. Cash Games). Zoom. Mót. Alla þessa er hægt að sía eftir tegund leiks eða innkaupsupphæðum/bitastærðum (e. buy-in/stakes), á meðan mót er líka hægt að sía eftir leikhraða eða afbrigði (eins og endurkaup (e. rebuy), inngöngumót (e. satellite) o.s.frv.). Þú getur líka leitað í öllum mótum með því að slá inn leitarorð í leitarhólfið. Þú getur líka valið að fela full borð („Hide Full Tables“) til að sjá aðeins borð með lausum sætum, eða sett mínus (-) á undan leitarorði til að fela þau frá leitarniðurstöðunum. Til dæmis ef þú vilt fela Túrbó-viðburði, þá skrifarðu bara „-Turbo“.
Hægt er að vista síur í tölvuhugbúnaðinum, svo valið þitt sé munað næst þegar þú skráir þig inn.
Skapaðu fullkomið umhverfi fyrir netpókerinn þinn með sérsníðanlegu útliti. Í tölvubiðlaranum ferðu í „Settings“-valið til að velja á milli síu/flipa-stjórntækja, stillir letrið og leturstærð í textanum í biðlaranum og meira að segja geturðu stillt þinn eigin litakóða fyrir mótategundir.
„Settings“-valið í tölvubiðlaranum leyfir þér líka að fínstilla leikupplifunina þína. Fínstilltu allt frá heildaþema borðsins (hægt að velja úr 17) til bakgrunna, bakhliða á spilastokkum, hreyfivirkni (e. animation), uppáhaldssæti, flýtilykla og möguleika með boðstikuna (e. bet slider). Hægri smelltu á borðið sjálft til að skipta um lit á dúknum. Þú getur breytt stillingunum þínum þegar þú vilt, svo prófaðu að reyna þig áfram til að finna fullkomnu uppsetninguna fyrir þig. Þú getur líka valið táknmynd spilara (e. avatar) í „Settings“-valinu. Þú getur valið mynd úr myndagalleríinu, eða hlaðið upp þinni eigin í gegnum „Custom Image“-valið.
Til að breyta stærð borðaglugga í tölvubiðlaranum smellirðu bara og dregur brúnina á glugganum eins og þú myndir gera með aðra glugga á skjánum hjá þér. Hámarksstærð borðglugga er 1,6 sinnum sjálfgefna stærðin fyrir það þema, en minnsta mögulega stærðin ræðst af takmörkunum í myndvinnslunni svo að allar upplýsingar eins og nöfn spilara, spilapeningar og fleira sé læsilegt á skjánum.
Þegar þú spilar á mörgum borðum geturðu valið hvernig borðin þín raðast upp, eins og hér segir:
Tile Tables (flísaröðun borða): flísaraðar öllum borðum í mestu mögulegu stærð án þess að þau skarist neitt (nema það séu fleiri opin borð en skjárinn þinn ræður við án þess að þau skarist).
Cascade Tables (þreparöðun borða): þreparaðar öllum opnum borðum út frá titilstiku Windows (sem er vanalega 32 pixlar).
Stack Tables (borðastöflun): staflar borðunum hverju ofan á annað, án þess að þau skarist.
Farðu í „Settings“ í tölvuhugbúnaðinum til að sérsníða og vista borðauppsetninguna þína.
Búðu til þínar eigin flýtileiðir og gerðu fjölborðaspilunina léttari með Hotkeys-valinu. Þú getur stillt músina og lyklaborðið þannig að þú getir framkvæmt ákvarðanirnar þínar á sekúndubroti, eins og að pakka (e. fold), skoða (e. check) og hækka (e. raise), með því að fara í „Settings“-valið í anddyrinu á tölvubiðlaranum. Þú getur meira að segja breytt útlínunum á hverju borði svo að þær gefi merki um á hvaða borði þú átt að gera næst.
Þú getur fylgst með tölfræðinni þinni í mótum á dagskrá, peningaleikjum og Sit & Go-mótum. Notaðu „Stats“-flipann í spjallhólfi borðsins til að sjá rauntímatölfræði fyrir það borð, þar á meðal hversu oft þú hefur fengið gefin spil, hversu oft þú hefur spilað í höndinni í tiltekinni stöðu og fjölda potta sem þú hefur unnið með eða án þess að fara á hólminn (e. showdown).
Ítarlega tölfræði um peningaleiki má fá með því að óska þess að fá hana senda á tölvupóstfangið þitt. Smelltu hér til að senda beiðni. Tölfræðin er brotin niður eftir tegundum leikja, svo eftir heads-up og fjölspilaraleikjum.
Mótatölfræði (þar sem hún er til) er viðhaldið aðskilinni frá tölfræði peningaleikja. Smelltu hér til að óska eftir mótasögu í gegnum tölvupóst. Á meðan mót er í spilun geturðu líka fylgst með framganginum þínum í gegnum lifandi Chip Graph-tólið í mótaanddyrinu í tölvuhugbúnaðinum. Tölfræði fyrir allt að 2.000 síðustu hendur má líka biðja um í gegnum Tools-valið í tölvuhugbúnaðinum.
Athugaðu að við vistum ekki skrár fyrir ókeypis pókermót eða mót í leikpeningum eða handasögur þeirra og tölfræði fæst ekki fyrir þessa leiki.
Þú getur fylgst með venjum og spilastílum annarra spilara þegar þú spilar í tölvubiðlaranum með því að velja „Notes“-flipann í spjallhólfinu á borðinu. Tvísmelltu á táknmynd spilara til að opna textahólf þar sem þú getur glósað hjá þér.
Þú getur líka valið spilara með því að smella á örina efst til hægri í spjallhólfinu. Þá birtist listi með nöfnum allra spilara við borðið.
Næst þegar þú ert á borði með sama spilara er það eina sem þú þarft að gera, að velja „Notes“-flipann, tvísmella á spilarann og allar fyrri glósur sem þú átt um hann eru þá sýndar í textareitnum. Þessar glósur eru aðeins vistaðar í tölvunni þinni, svo enginn annar er með aðgang að þeim og þær verða aðgengilegar fyrir þig í hvert sinn sem þú spilar við þennan andstæðing.
„Hand Replayer“ (handaspilari) gefur þér möguleikann á að skoða strax síðustu hendur með því að smella á táknið við hlið handanúmersins á öllum pókerboðum. Þú getur einnig skoðað handayfirlitið úr yfirstandandi spilalotu (e. session) í textaskjali með „Instant Hand History“ , sem þú opnar með því að smella á handanúmerið á borðinu, eða með því að smella á Ctrl-I.
Þú getur líka deilt fáránlegustu töpunum, stærstu sigrunum og eftirminnilegustu höndunum samstundis með BOOM! handaspilaranum. Opnaðu hvaða hönd sem er og deildu henni á netinu með einum smelli. Smelltu hér til að fá nánari upplýsingar um BOOM! handaspilarann.
Auto Buy-In-möguleikinn leyfir þér að kaupa þig samstundis inn eftir að þú sest á hringleiksborð. Þú stillir bara hvernig þú vilt að innkaupin gerist í eitt skipti og næst þegar þú sest við borð kaupir þú þig sjálfkrafa inn. Auto Buy-In-möguleikann er hægt að skoða undir Settings-valinu í tölvubiðlaranum.
Þú getur valið fjölda „stórra boða“ sem þú vilt kaupa þig inn fyrir á öllum Fixed Limit-borðum, eða fjölda „stórra blindra“ til að kaupa þig inn með á ýmsum gerðum af No Limit, Pot Limit og Mixed Limit-borðum. Til að velja handvirkt innkaupsupphæðina hægri smellirðu bara á „Seat Open“ og þá opnast hefðbundni innkaupsglugginn.
Run It Twice (renndu því tvisvar) getur aðeins átt sér stað í pottum í peningaleik þar sem ekki er hægt að bjóða (e. bet) meira. Spilarar geta valið að gefa öll sameignarspil sem eftir eru í tvö aðskilin borð; heildarpotturinn skiptist þá á milli sigurvegara hvors borðs, sem veitir þá tvo helminga pottsins í aðskildum hlutum samkvæmt niðurstöðum hvors borðs fyrir sig.
Ef allir spilarar sem enn eru með í pottinum hafa virkjað þennan eiginleika mun sjálfkrafa verða rennt tvisvar þegar öllum boðum er lokið fyrir fljótið (e. river). Til að virkja Run It Twice ferðu í „Settings“ > „Gameplay“-valið í anddyri hugbúnaðarins.
Þessi eiginleiki gefur peningaleiksspilurum sem eiga rétt á því möguleika á að takmarka áhættuna sína og tryggja verðmæti handarinnar í tilvikum þar sem allt er sett inn (e. all-in), án þess að spila höndina sína til loka.
Í tilvikum með allt inn þar sem engar fleiri sagnir eiga eftir að klárast fá spilarar sem eiga rétt á því að sjá valmöguleika um að „taka út“ (e. cash out) fá áhættulausa upphæð útborgaða, eða að halda áfram með höndina eins og vanalega.
Þegar spilari fær útborgað er upphæðinni sem býðst bætt við staflann þeirra strax og þeir eiga ekki lengur möguleika á að vinna pottinn, eða neina hliðarpotta.
Spilarar geta valið um að fá ekki útborgað og haldið áfram með höndina eins og vanalega, þar sem spil sem á eftir að gefa eru gefin í borð og sigurvegarinn ákvarðast eins og vanalega. Í þessu tilviki keppa þeir um pottinn óháð því hvort mótspilararnir þeirra hafi ákveðið að fá útborgað fyrir höndina eða ekki.
Til að frávelja, eða gera „All-in Cash Out“ eiginleikann alveg óvirkan, skaltu fara í „Settings“ valseðilinn.
„All-in Cash Out“ er í boði í öllum No Limit Hold’em, Pot Limit Omaha og No Limit 6+ Hold’em (þar sem það er í boði) peningaleikjum (e. cash games). Möguleikinn verður í boði fyrir alla spilara sem eiga rétt á honum í allt inn aðstæðum þar sem þeir eru með vinningslíkur frá meira en 0% og undir 100%.
* Peningaupphæðin þín reiknast samkvæmt líkunum á að spilin þín vinni pottinn. Þegar peningaupphæð er boðin til útgreiðslu leggst 1% gjald á upphæðina sem er í boði (ekki á allan pottinn). Þegar þetta 1% er jafnt og eða minna en $0,01 verður ekkert gjald tekið.
Tiltekin borð í peningaleikjum og Zoom geta verið auðkennd sem Stealth-borð. Slík borð verða greinilega merkt í anddyrinu með tákni Stealth-borða.
Allir spilarar á Stealth-borðum eru eingöngu táknaðir með eingildum kerfisstofnuðum viðurnefnum og almennum táknmyndum, þar á meðal þú (þitt notandanafn og táknmynd verða aðeins sýnileg fyrir þig). Ný viðurnefni verða útbúin fyrir hvert borð eða hvern Zoom-hóp sem þú ferð í, sem mun haldast í fjóra tíma eftir að þú ferð af borðinu; ef þú kemur aftur inn á borð innan þessara fjögurra tíma sýnirðu sama viðurnefnið og þú hafðir þegar þú fórst.
Raunveruleg notendanöfn verður hægt að skoða í niðurhalanlegum handasögum 24 tímum eftir að hönd á Stealth-borði hefur klárast.