pokercasinosports
pokercasinosports

HEILINDI LEIKSINS

PokerStars trúir því að viðskiptavinir sínir verðskuldi öruggan og traustan stað til að spila póker á netinu við raunverulegt fólk. Við trúum á jafnan leikvöll og vöktum pókerleikina okkar mjög ítarlega með ýmis konar nýjustu tækni til þess að tryggja að það sé það sem þú færð. Hlutverk og tilgangur leikheilindadeildarinnar er: „Að bjóða bestu leikjaupplifunina á netinu með því að vernda hagsmuni spilara og heilindi leikjanna okkar, með markvissum og sanngjörnum rannsóknum“.

Leiknum haldið öruggum

Þrátt fyrir að mikill meirihluti spilara sé sáttur við að fara að reglunum, er alltaf til lítill hluti einstaklinga sem er að leita að leiðum til að finna ósanngjarnt forskot. Við leyfum ekkert slíkt og grípum til allra tiltækra ráða til að bjóða upp á öruggustu pókerleikina á netinu, þar sem við fjárfestum milljónum dala á hverju ári til að þróa og taka í notkun leiðandi hugbúnað í iðnaðinum og bestu starfsvenjur.

Leikheilindadeild PokerStars, sem samanstendur af um 60 sérfræðingum, fyrrum atvinnumönnum, menntuðu gagnavísindafólki og tölfræðigreinendum, notar sérbyggðan hugbúnað til að greina, rannsaka og leysa möguleg tilvik um samráð, notkun margra aðganga/reikninga, eða notkun á bönnuðum hugbúnaði.

Hvernig stöndum við að rannsóknum

Við metum traust þitt mikils og við leggjum mikið á okkur til að vinna okkur það inn á hverjum degi. Sjálfvirk kerfi okkar eru í gangi allan sólarhringinn og vekja athygli á aðgöngum sem þarf að skoða, sem fara þá í ítarlegri greiningu hjá sérfræðihópum okkar. Við erum stolt af því að allt að 95% af öllum málum sem kemst upp um að hafi brotið á almennu skilmálum okkar finnist fyrst af innanhússferlum okkar.

Leikheilindateymi PokerStars starfar samkvæmt jafningjarýnikerfi til að allar rannsóknir þurfi að gangast undir mjög ítarlega skoðun. Þegar liðsmaður í leikheilindateyminu rannsakar mál veitir hann umsögn eða meðmæli um hvernig skuli leysa úr því og sendir á annan aðila í teyminu sem svo gerir sína eigin rannsókn. Ef þeir komast ekki að sömu niðurstöðu er málið endurskoðað af þriðja aðilanum í hópnum til þess að hægt sé að búa til meirihlutaálit. Sérfræðingahópur í gæðaeftirliti (gæðamati) endurskoðar líka reglulega mál til að tryggja að rannsóknir hafi farið fram rétt og að ekki hafi gleymst að líta í nein horn málsins.

Við heitum því að rannsaka allar tilkynningar spilara, svo ef þú heldur að eitthvað sé ekki í lagi skaltu hafa samband við okkur í gameintegrity@pokerstars.com. Við lofum að skoða málið.

Endurskoðun lykilmóta

Við endurskoðum allan hasarinn og stóru sigurvegarana í öllum stóru mótunum okkar á hverjum degi til að tryggja að enginn tapi að óþörfu. Ef við teljum ástæður til þess að einhver hafi brotið á almennu skilmálunum okkar grípum við til aðgerða til að frysta reikning spilarans á meðan endurskoðun fer fram. Ef spilarinn telst brotlegur er verðlaunafénu alltaf dreift til annarra spilara í mótinu, eins og þeim ber réttilega.

Gervigreind

Við eyðum milljónum dala í heilindi leiksins til að halda forskoti á tækniáskoranir og nýtum okkur ný tækifæri, þar á meðal þau sem gervigreind, vélrænt nám og yrki (e. bots) geta fært okkur, þar sem við lærum af öllum þeim milljónum handa sem eru í gagnagrunninum okkar. Við höfum teymi sem vinna markvisst í þessum málefnum til að aðstoða við að halda leiknum sanngjörnum, þar sem þau leita leiða til að hjálpa okkur að ná grunnmarkmiðum okkar: að bjóða bestu spilaupplifunina á netinu, að vera með hörðustu viðskiptavinaverndina og að standa framar öllum stöðlum við mat á heilindum leikja.

Handasögur/yfirlit: Hjartað í heilindum leiksins

Við trúum því að handasögur/handayfirlit ætti að vera aðgengilegt spilurum. Ekki aðeins gerir það þér kleift að skoða spilunina þína aftur og bæta leikinn þinn heldur gefur það líka gagnsæi og ábyrgð. Við teljum þetta vera kvittun fyrir pókerinn sem þú færð eftir að þú hefur spilað hönd.

Kynntu þér málið

Ef þú vilt vita meira um leikheilindateymi PokerStars og hvernig það vinnur skaltu skoða síðuna okkar með algengum spurningum hér.