PokerStars leggur mikið í að halda uppi heilindum leikja sinna til að tryggja að spilarar séu varðir af bestu mögulegu ferlum, búnaði og sérfræðiþekkingu sem fæst í þessum iðnaði. Ef þú ert að kynna þér heilindi leikja PokerStars í fyrsta sinn skaltu kíkja á kynningarsíðuna, sem sýnir yfirlit yfir hvað PokerStars gerir til að vernda leikinn.
Eftirfarandi upplýsingar kafa dýpra í nokkrar af algengari spurningunum sem snúast um heilindi leikja.
Teymi PokerStars sem sér um heilindi leikja stefnir á að uppfæra þessa síðu reglulega til að tryggja að áhyggjum, vangaveltum og spurningum sé svarað.
Leikheilindateymið einbeitir sér að því að hafa eftirlit með ákvæði 5 í almennu skilmálum PokerStars (5. BÖNNUÐ NOTKUN) til að tryggja að tilraunir til samráðs, notkunar margra aðganga og notkun yrkja (e. bots) finnist, sé rannsökuð og gripið til aðgerða gegn. Þessu til stuðnings einbeitum við okkur að því að búa til reglur sem er hægt að framfylgja og sjálfbærar stefnur til að tryggja að spilarar sem fylgja reglunum standi ekki höllum fæti.
Þegar liðsmaður í leikheilindateyminu sér grunsamlega hegðun er reikningur spilara sem liggur undir grun frystur, sem þýðir að hann geti ekki spilað eða tekið út fjármuni. Ef spilarinn telst hafa brotið gegn reglunum verður hann að lokum bannaður og fjármunum hans skilað aftur til spilara sem hann braut á. Minniháttar brotum í fyrsta sinn gæti verið fylgt eftir af PokerStars með því að vara spilarann við og hann fræddur um innihald almennu skilmála PokerStars. Í mörgum tilfellum hefur spilarinn ekki vitað að hann hafi gengið of langt og eftir að hann hefur verið upplýstur heldur hann sig á beinu brautinni.
Fjöldi samráða, yrkja og mál um notkun margra aðganga á PokerStars er tiltölulega lítill, sérstaklega miðað við fjölda spilara á síðunni. Hins vegar teljum við að allt svindl sé vandamál og það er þess vegna sem við eyðum milljónum dala á hverju ári til að verjast því. Að teknu tilliti til tækjabúnaðarins okkar - og hversu mikið við leggjum á okkur á hverjum degi - setjum við markið það hátt að líkurnar á því og refsingin við því virkar mjög fráhrindandi. Þú getur ekki komið í veg fyrir að fólk reyni að brjóta reglurnar, en þú getur svo sannarlega náð þeim sem gera það og þú getur lagað hlutina hjá þeim sem hefur verið brotið á.
PokerStars finnur langstærstan hluta tilfellanna, vanalega um 95% í hverjum mánuði, með samblandi af markaðsleiðandi tækjum og tólum sem við höfum, mannlegri sérþekkingu og vélbúnaði sem getur lært. Jafnvel þó við séum með hátt hlutfall af því að finna þessi tilfelli að fyrra bragði kann PokerStars alltaf að meta slíkar ábendingar frá spilurum sínum og tryggir það að hverri einustu ábendingu er fylgt eftir.
PokerStars hefur gengið vel að berjast gegn notkun pókeryrkja í mörg ár og heldur áfram að þróa sín eigin gervigreindartól og kerfi sem læra vélrænt. PokerStars notar þessi kerfi til að berjast gegn hættunni sem fylgir yrkjum með því að greina handayfirlit og aðra gagnapunkta með rauntímavöktun og viðvörunum. Við notum gríðarmikið gagnamagn til að greina mynstur sem falla utan við venjur og notum þau svo til að opna rannsóknir á yrkjum. Tækni okkar til að verja heilindi leiksins kemur með ábendingar um grunsamleg leikmynstur og er í stöðugri þróun. Þú getur séð yfirlitsmynd á lendingarsíðu fyrir heilindi leikja hér.
Skynjunin virkar í grunninn þannig að risastór gagnamengi og upplýsingar eru sett í greiningu og kerfin okkar láta vita með tilkynningum um fjölmarga tengda þætti, þar sem athyglinni er beint að gagnapunktum sem eru áreiðanlegir vísar á þar séu möguleg brot í gangi. Sjálfvirk kerfi PokerStars eru í gangi allan sólarhringinn og vekja athygli á aðgöngum sem þarf að skoða, sem fara þá í ítarlegri greiningu hjá sérfræðihópum.
Aðgangar/reikningar sem vinna stór fjölborðamót eða Spin & Go verðlaun falla undir vanabundna rannsókn, sem hefur stundum orsakað að stórar útborganir eru frekar sendar til annarra spilara í mótum sem um ræðir. Þrátt fyrir að PokerStars læsi þessum útborgunum á slíkum stundum er á endanum öllum fjármunum skilað aftur í spilarapottinn. PokerStars heldur engum fjármunum spilara eftir.
Við leggjum mikið upp úr því að vernda einkalíf þitt og förum að öllu í samræmi við tilheyrandi lög um persónuvernd. Við skoðum ekki söguna í netvafranum þínum, skjöl eða önnur einkagögn og upplýsingar. Við söfnum ekki persónugreinanlegum upplýsingum, öðrum en þeim sem eru gefin upp við skráningu reikningsins síns og reglubundnum staðfestingum/auðkenningum. Það er ekki mögulegt fyrir neinn starfsmann okkar að lesa eða afrita einkagögn úr vélinni þinni. Fyrir nánari upplýsingar skaltu kíkja á stefnu okkar um persónuvernd.
Leikheilindateymi PokerStars hefur fjölmargar lykiltölur sem það er mælt eftir, sem annað hvort tengjast því að finna og grípa til aðgerða gagnvart fólki sem brýtur almenna skilmála PokerStars eða um svartíma og gæði eftirlits. Lykiltölurnar tengjast ekki sölu- eða rekstrartengdum markmiðum í neinu samhengi.
PokerStars einbeitir sér stöðugt að og er fullvist um, að það sé stöðugt á réttri leið í að veita sanngjarnan og réttlátan leikvöll fyrir póker á netinu. Lykiltölur leikheilindateymisins beinast að öllu leiti að því að finna og koma í veg fyrir ólögmæta spilun og þeim hefur alltaf verið haldið aðskildum frá sölu- og rekstrarmarkmiðum. Þær eru endurskoðaðar árlega til að tryggja að þær tengist beint núverandi áskorunum. Án samhengis gæti sum tölfræði um leikheilindi virkað misvísandi, en við stefnum að því að útbúa reglulega skýringarmyndir sem vekja athygli á nokkrum lykiltölum úr eftirliti okkar.
Rannsókn og eftirleit með leikheilindum byggist á jafningjarýndu kerfi. Öllum rannsóknum er upphaflega stýrt af einum liðsmanni teymisins (sem notar ýmsa tækni sem honum stendur til boða). Eftir að komist er að upphaflegri niðurstöðu er málið sent áfram til samstarfsfélaga, með meðmælum um hvað ætti að gera, sem þá leggst í ítarlega endurskoðun á málinu sjálfur. Ef endurskoðunin leiðir til annarrar niðurstöðu er málið sent áfram til þriðja liðsmanns teymisins. Sá hefur samband við báða samstarfsaðila sína til þess að komast svo að lokaniðurstöðu.
Öll brot og mál þar sem grunur er um svindl eru rannsökuð ítarlega. PokerStars hefur sett upp fjölmarga þröskulda sem ákvarða hversu hátt settur starfsmaður þarf að vera til þess að geta farið yfir mál og lokað þeim.
Leikheilindateymið er gríðarlega reynslumikið skipað fjölmörgum sérfræðingum sem hafa verið hluti af hópnum í yfir áratug. Í hverjum mánuði eru tekin sýnishorn á málum sem eru endurskoðuð af gæðasérfræðingum innanhúss til að tryggja að stöðugum gæðum sé haldið. Hver einasti meðlimur leikheilindateymisins fær hlutfall af sínum málum endirskoðuð í þaula og þeim er gefin einkunn árlega. Lágum einkunnum er fylgt eftir.
Leikheilindateymið mælir mánaðarlega og árlega frammistöðu sína aðallega, en þó ekki algjörlega, í gegnum eftirfarandi tölfræði:
Alsjálfvirk yrki (e. fully automated bot - FAB) er hugbúnaður sem framkvæmir valmöguleika óháð mannlegri aðkomu, þ.e. það er stillt til að „smella á hnappa“ eitt og sjálfkrafa. Ýttu-á-þennan-hnapp-yrki (e. push this button bot - PTBB) er hugbúnaður sem lætur notandann vita hvað á að gera, frekar en að framfylgja skipuninni sjálfstætt.
Það hefur alltaf verið stefna PokerStars að gera upptækar innistæður þeirra sem teljast hafa viljandi brotið reglurnar og endurútdeila þeim fjármunum aftur til spilara sem urðu fyrir áhrifum af því, á eins sanngjarnan hátt og hægt er og eins fljótt og mögulega. Við bætum líka við fjárhæðum þar sem það á við. Stærri fjárhæðum er sleppt út eftir undirritun frá hærra settum liðsmönnum í leikheilindateyminu. Þó við getum ekki farið í smáatriðin eða bent á einhverja tiltekna leiki/spilara, til að tryggja að við förum að lögum um persónuvernd, þá stundar PokerStars sanngjarnar og ítarlegar rannsóknir (eins og er lýst undir „Hvernig veit ég að eftirlit og rannsóknir á leikheilindum fari fram af sanngirni?“).
Öll stórmót undirgangast endurskoðun til að tryggja að þau hafi verið spiluð á sanngjörnum grundvelli. Þetta aukaþrep öryggis skoðar tilvik þar sem skipt hefur verið um aðgang/reikning á síðari stigum móts, meðal annars. Það getur verið pirrandi fyrir spilara að sæta rannsókn og geta ekki tímabundið tekið út fjármuni, en leikheilindateymi PokerStars leggur áherslu á að leikurinn í heild sinni sé sanngjarn. PokerStars heldur aldrei eftir mótavinningum sem hafa verið gerðir upptækir. Þeim er dreift aftur til spilaranna í mótinu.
Eins og sagt er frá hér, hefur PokerStars útbúið stefnu sem er hönnuð til að vera hæfileg málamiðlun á milli þess að leyfa notkun á tólum og þjónustu sem gætu bætt spilaupplifun og lærdóm fyrir notandann, á meðan hún bannar tól og þjónustu sem gefur notandanum ósanngjarnt forskot. Endurgjöf og umsögn frá viðskiptavinum er eitthvað sem við hvetjum til og tökum til greina þegar við uppfærum stefnur um tól og þjónustur þriðju aðila og skilmála.