pokercasinosports
pokercasinosports

Stefna um tól og þjónustur þriðju aðila

Yfirlit

Eftir því sem póker hefur vaxið að vinsældum hefur fólk uppgötvað tæki og veflægar þjónustur til þess að hjálpa sér við spila betur. Við teljum að það sé í lagi að spilarar noti sumar þessar þjónustur og tól. Hins vegar teljum við að sumt gangi langt út fyrir það sem við teljum ásættanlegt til að aðstoða við spilun á netinu.

Það eru margir hlutir sem spilari getur gert til að bæta líkurnar sínar í pókerleik. Til dæmis gæti hann spilað mikið og öðlast reynslu, eða hann gæti lesið bók um póker. Báðar þessar tæknir eru klárlega ásættanlegar. Á hinum endanum er svo hægt að nota tól sem upplýsir þá nákvæmlega í rauntíma hvaða aðgerð á að gera næst. Það er klárlega svindl.

Þarna á milli þessara tveggja öfga eru mörg tól - sum þeirra teljum við að séu of nálægt því að vera svindla. Til dæmis er fólk sem er að byggja upp gagnagrunna með upplýsingum um marga spilara á netinu og það gefur svo aðgang að þessum gagnagrunnum. Spilari með aðgang að slíkum gagnagrunni getur kallað fram ítarlegar upplýsingar um mótspilara sína án þess að hafa nokkurn tímann spilað við þessa mótspilara sjálfur. Við teljum að þetta gefi spilara ósanngjarnt forskot á aðra við borðið hans.

Stefnan sem við höfum þróað í gegnum árin tekur mið af löngum umræðum innanhúss og við pókersérfræðinga, þar á meðal við atvinnumannalið okkar. Hún er hönnuð til að vera hæfileg málamiðlun á milli þess að leyfa notkun á tólum og þjónustu sem gætu bætt spilaupplifun og lærdóm fyrir notandann, á meðan hún bannar tól og þjónustu sem gefur notandanum ósanngjarnt forskot.

Við viljum gjarnan heyra frá viðskiptavinum okkar hvað þeim finnst og tökum við uppbyggilegri gagnrýni og notum í framtíðinni þegar við uppfærum stefnuna okkar. Hins vegar mun fólk með þekkingu á hlutunum vera ósammála um hvað er við hæfi og hvað ekki.

Stefnan okkur skiptir tólum og þjónustum í þrjá flokka:

  • Það sem við leyfum öllum stundum
  • Það sem við bönnum öllum stundum
  • Það sem við leyfum, en bönnum á meðan hugbúnaðurinn okkar er opinn

Leyfð tól og þjónustur

Eftirfarandi er almennt samþykkt:

  1. Tól og þjónustur sem gefa einfaldlega skýrslu um stöðu leiksins, eins og pottlíkur (e. pot odds) og algildan handarstyrk (e. absolute hand strength).
  2. Tilvísunarefni sem er kyrrstætt (e. static) og einfalt í eðli sínu, eins og kort yfir einfaldar upphafshendur borða sem gefa ráð um hvaða hendur á að spila eða ekki í óopnuðum pottum.
  3. Tól og þjónustur sem vakta og sýna tölfræðitengdar tölur á meðan leik stendur, en nýta aðeins upplýsingar sem þú hefur safnað í gegnum þína eigin spilun. Einnig eru eigindleg takmörk á allri tölfræði sem er sýnd á meðan leik stendur, eins og að geta ekki skipt á milli eftir gildi spilanna. Það eru líka takmörk á virkni á tólum og þjónustum sem sýna tölfræði á meðan leik stendur, eins og að geta ekki sjálfvirkt skipt um tölfræði sem miðast við stöðu leiksins eða aðgerðir sem mótspilari er líklegur til að gera.
  4. Sjálfvirkniforritun (e. macros) og flýtilyklaforrit (e. hotkeys) fyrir hagkvæmni við spilun sem draga ekki úr þeim kröfum á spilara að hann þurfi sjálfur að taka ákvörðun. Spilarinn verður að ákveða hvað á að gera og nákvæmlega hvaða hlutfallslegu upphæð hann býður út eða hækkar um, þar sem forritun eða flýtilyklar eru aðeins að framkvæma þá aðgerð. Til dæmis, flýtilykill sem býður (e. bet) hálfan pottinn er leyfður. Flýtilykill sem býður upphæð af handahófi sem er á milli þess að vera hálfur og þrír fjórðu af pottinum er bannaður.

Leyfð tól og þjónustur eru meðal annars:

† Þar að auki, tól og þjónustur sem eru með eiginleika sem er bannað að nota en geta með áreiðanlegum hætti skynjað pókerbiðlarann og takmarkað bönnuðu virknina (annað hvort með því að gera virknina óvirka eða með því að slökkva á hugbúnaðinum) eru almennt leyfð.

Við ábyrgjumst ekkert varðandi virkni, áreiðanleika eða öryggi fyrir neitt af þessum tólum og þjónustum.

Taktu eftir að þetta eru aðeins dæmi og þessum lista er ekki ætlað að vera tæmandi. Ef til tekið tól eða tiltekin þjónusta sem þú hefur áhuga á er ekki skráð á þessari upplýsingasíðu skaltu skoða Hjálparmiðstöðina okkar til að sjá með hvaða leiðum þú getur haft samband við okkur.

Nánari upplýsingar um eiginleika sem eru leyfðir og bannaðir má finna í viðmiðunarvísinum okkar.

Tól og þjónustur sem er alltaf bannað að nota

Eftirfarandi er bannað öllum stundum:

  • Hvert tól eða þjónusta sem spilar án þess að mannhöndin komi þar nærri („yrkill“ - e. bot) eða dregur úr því sem krafist er af mennskum spilara að hann taki ákvörðun um. Manneskja verður að ákveða hvað á að gera og nákvæmlega hver er afstæð upphæð boðs eða hækkunar. Til dæmis er bannað að nota „sjálfvirka pakkara“ (e. „auto-folders) og tól sem velja upphæð boðs af handahófi.
  • Tól eða þjónusta sem býður upp á ráð í rauntíma um hvað á að gera með því að lesa stöðu leiks þá stundina („yrkill“).
  • Tól eða þjónusta sem tefur ákvörðun pókerspilara um annað hvort tiltekinn tíma eða tíma af handahófi.
  • Hvert það tól eða þjónusta sem deilir holuspilum með öðrum spilurum eða þjónustu.
  • Sú iðja að grafa eftir gögnum (e. datamining) um hendur eða einkaúrslit (fylgjast með leik án þess að spila til þess að byggja upp gagnagrunn yfir handasögu til að nota síðar); nota hendur eða einkaúrslit sem hafa fengist með gagnagreftri; fjöldadeiling handa, einkaúrslita eða spilatölfræði til þess að greina mótspilara.
  • Hvert það tól eða þjónusta sem miðar að því að meðhöndla/hafa áhrif á andstæðinga í leikjum þar sem þú getur ekki valið tiltekið borð að spila á, eins og Spin & Go-mót.
  • Hvert það tól eða þjónusta sem ætlað er að bæta hagkvæmni borðavals sem síar eða flokkar mót sem eru í boði, eða gerir sjálfvirkt/hálfsjálfvirkt ferlið sem fer í að velja mót í boði, miðað við tölfræðiupplýsingar eða glósur um mótspilara.
  • Tól eða þjónusta sem ætlað er að bæta hagkvæmni í vali á hringleik.

‡ Að halda lifandi streymi á Twitch eða annarri svipaðri þjónustu telst ekki vera að deila holuspilsgögnum.

Tól og þjónustur sem er bannað að nota öllum stundum eru meðal annars:

Taktu eftir að þetta eru aðeins dæmi og þessum lista er ekki ætlað að vera tæmandi. Ef tiltekið tól eða tiltekin þjónusta sem þú hefur áhuga á er ekki skráð á þessari upplýsingasíðu skaltu skoða Hjálparmiðstöðina okkar til að sjá með hvaða leiðum þú getur haft samband við okkur.

Nánari upplýsingar um eiginleika sem eru leyfðir og bannaðir má finna í viðmiðunarvísinum okkar.

Leyfð tól og þjónustur sem er bannað að nota á meðan hugbúnaðurinn okkar er í gangi

Það eru sum tól og þjónustur sem eru með lögmætt notagildi við að greina leikinn þinn, en er ekki við hæfi að nota á meðan leikspilun stendur yfir. Sem slík, er notkun þeirra bönnuð á meðan einhverjir biðlarar okkar, öpp eða hugbúnaður er opinn.

Vanalega fellur þetta undir eftirfarandi flokka:

  • Tilvísunarefni sem gefur ráðleggingar sem eru umfram grunnþekkingu, eins og meðmæli um samansafn af borðum sem ganga lengra en hvort á að spila tilteknar hendur eða ekki í pottum sem ekki hefur verið opnað í.
  • Tól eða þjónusta sem er hannað sérstaklega til að gera tilvísanir í tiltekið efni einfaldara.
  • Tól eða þjónusta sem reiknar flókna stöðu eignamyndunar, eins og að herma bil gegn bili (e. range vs range simulators), ICM eða forrit byggð á Nash-jafnvægi.

Slík tól og þjónustur eru meðal annars:

Við ábyrgjumst ekkert varðandi virkni, áreiðanleika eða öryggi fyrir neitt af þessum tólum og þjónustum.

Taktu eftir að þetta eru aðeins dæmi og þessum lista er ekki ætlað að vera tæmandi. Ef tiltekið tól eða tiltekin þjónusta sem þú hefur áhuga á er ekki skráð á þessari upplýsingasíðu skaltu skoða Hjálparmiðstöðina okkar til að sjá með hvaða leiðum þú getur haft samband við okkur.

Nánari upplýsingar um eiginleika sem eru leyfðir og bannaðir má finna í viðmiðunarvísinum okkar.

Skynjunaraðferðir okkar

Til að framfylgja stefnunni okkar gerum við aðallega eftirfarandi:

  1. Gáum hvort einhver bönnuð tól eða þjónustur eru í gangi á tölvu spilarans.
  2. Greinum spila- og hegðunarmynstur sem gefur til kynna hvort spilarar séu að nota bönnuð tól eða þjónustur.

Við skoðum ekki söguna í netvafranum þínum, skjöl eða önnur einkagögn og upplýsingar. Við leggjum mikið upp úr því að vernda einkalíf þitt og förum að öllu í samræmi við tilheyrandi lög um persónuvernd. Við söfnum ekki persónugreinanlegum upplýsingum, öðrum en þeim sem spilarinn gefur upp við skráningu reikningsins síns og reglubundnum staðfestingum. Það er ekki mögulegt fyrir neinn starfsmann okkar að lesa eða afrita einkagögn úr vélinni þinni. Fyrir nánari upplýsingar skaltu kíkja á persónuverndarstefnuna okkar.

Það er heldur ekki mögulegt fyrir starfsfólkið okkar að breyta eða eiga við nein skjöl í tölvunni þinni fjarvirkt, eða senda nein skjöl í vélina þína.

Við gætum, teljum við þess þurfa, komið í veg fyrir að biðlarinn okkar geti gengið á vélinni þinni, eða farið fram á að spilarar uppfæri biðlaraforritið.

Afleiðingar þess að nota og þróa bönnuð tól og þjónustur

Þó við áskiljum okkur allan rétt til þess að halda eftir fjármunum þess sem er að nota bönnuð tól eða þjónustur, grípum við ekki til þess úrræðis af léttúð. Markmið okkar er að mennta spilara sem eru gripnir við að nota bannaðan hugbúnað sem er hægt að sækja af opnum svæðum til niðurhals.

Hins vegar er líklegt að við neitum þeim um þjónustu og/eða höldum eftir fjármunum ef spilari:

  • er að nota sérlega skaðræð tól og þjónustur (eins og „yrki“);
  • sýnir hegðunarmynstur um að nota bönnuð tól og þjónustur eftir að hafa fengið aðvörun;
  • reynir að komast hjá skynjunaraðferðum okkar;
  • sést sjálfur vera að þróa eða er að nota einkaþróaðan hugbúnað sem brýtur á reglum okkar.

Uppfærslur og breytingar á stefnu okkar um tól þriðju aðila

Eins og fram hefur komið þá hefur stefna okkar þróast með tímanum. Stundum þarf að uppfæra og aðlagast breyttum skoðunum spilaragrunns okkar og sérfræðinga, sem og breyttum eiginleikum á tólum og þjónustum sem eru í boði. Við berum enga ábyrgð á að tilkynna spilurum um breytingar á þessari stefnu. Spilarar ættu að skoða þessa síðu reglulega til að sjá hvort breytingar hafi verið gerðar.