pokercasinosports
pokercasinosports

Pókerráð

Leikaðferðir og ráð í póker

Það hefur oft verið sagt að það sé auðvelt að læra póker en erfitt að ná tökum á honum. Á þessari síðu finnurðu nokkur ráð sem aðstoða þig við að verða vinningsspilari í póker, með almennum pókerráðum og leikfræði fyrir nýja spilara í leiknum, sem og flóknari hugmyndir til að taka til skoðunar þegar þú hefur náð góðum tökum á grunnatriðunum.

Grunnatriði um leikaðferðir í póker

Ráð 1: Ákvarðanir nýja pókerspilarans

Það er hægt að nálgast póker eins og alvarleg fræði og það er hægt að spila það til gamans (eða jafnvel bæði). Hvort sem heldur, að spila með stöðugum hætti til sigurs tekur bæði tíma og það þarf að leggja sig fram. Eða, þetta krefst talsverðrar vinnu eins og maðurinn sagði. Það er ekkert að því að spila póker bara til gamans, en það er óþarfi að ætla sér að tapa, jafnvel þó að þú sért bara að leika þér. Hins vegar, með því að ákveða hvernig gerð af pókerspilara þú ætlar þér að vera, áður en þú byrjar að spila, ertu fljótari að taka ákvarðanir og spilatíminn verður léttari.

Ráð 2: Lærðu tungumálið og orðatiltækin

Það þarf nú varla að taka það fram að í póker eru mörg einstök orðatiltæki. Til að lenda ekki í því við borðin að finnast þú ekkert skilja er mikilvægt að byrja að læra hvað sum af þessum helstu orðatiltækjum merkja.

Til að komast af stað hvetjum við þig til að kíkja á pókerorðabókina okkar þar sem þú finnur fjölmörg pókerhugtök og skilgreiningar. Í póker er fullt af íðorðum en eftir nokkra leiki ferðu fljótt að venjast tungumálinu og samhenginu sem þessi orðatiltæki eru notuð.

Ráð 3: Taktu góðar ákvarðanir - góð úrslit fylgja í kjölfarið

Meira að segja bestu pókerspilarar í heimi lenda í að tapa í sumum spilalotum (e. sessions). Ekki gera þau mistök að halda að þú getir unnið í hvert sinn sem þú spilar. Markmiðið þitt ætti að vera að spila þinn besta leik í hvert sinn sem þú ákveður að spila. Ef þú gerir það munu spilin og úrslitin einhvern veginn sjá um sig sjálf og lenda þín megin eftir því sem þú bætir þig.

Margir spilarar gera þau mistök að dæma pókerhæfileikana út frá þeim úrslitum sem þeir náðu þegar þeir spiluðu síðast. Markmiðið þitt ætti að verða að ná að leika réttan leik í hvert einasta skipti. Því nær sem þú kemst þessu markmiði, því betri verða úrslitin sem þú færð úr pókernum.

Ráð 4: Stærðfræði pókersins

Póker er stærðfræðilegur leikur og það er leikur án fullkominna upplýsinga. Þetta hljómar kannski flókið, en það er í raun ekki svo flókið. Í grunninn er lykillinn að því að byrja að vinna í póker fólginn í því hvaða upphafshendur er best að spila. Ef þú tekur þátt í potti og ert með bestu höndina oftar en andstæðingarnir muntu vinna oftar en þeir.

Ráð 5: Eftir upphafshendurnar

Að velja upphafshendur til að spila er gríðarlega mikilvægt, en það er ekki eini hlekkurinn í öflugri leikfræði í póker. Þegar þú hefur náð góðum tökum á upphafshöndum og skilur hvaða áhrif þær hafa og hvernig staðan breytist miðað við stöðu þína við borðið, þá er komið því að bæta næsta þáttinn, hvernig þú spilar höndina sem þú ert með. Það sem skilur mest á milli atvinnuspilara og áhugaspilara er að mestu leiti hversu mikið betur atvinnumennirnir spila restina af höndinni, eftir að búið er að taka ákvarðanir um hvaða upphafshöndum á að spila o.s.frv.

Það er sérstaklega áberandi hvernig þetta kemur í ljós með hverri ákvörðun sem þarf að taka í lok hverrar handar. Þessir hæfileikar innihalda meðal annars það að geta reiknað út pottlíkur, að þekkja boðmynstur, að blekkja og að notfæra sér stöður við borðið. Það tekur margra ára æfingu að ná tökum á mið- og endaspilunu en þær eru yfirleitt ríkulega launað erfiði, því jafnvel lítil bæting á þessu sviði getur haft gríðarleg áhrif á heildarvinningstekjur spilarans á lífsleiðinni.

Ráð 6: Forðastu að missa hausinn („tilta“)

Annar hlutahæfileiki sem ætti að vera hluti af vopnabúri pókerspilarans er að ná tökum á skapinu og geðsveiflum. Andstæðingurinn þinn mun nefnilega nota tilfinningar þínar gegn þér sjálfum, en hann getur það bara ef þú leyfir honum það. Að spila með tilfinningar á útopnu kallar á slæmar ákvarðanir og tapaðan pening. Að detta í skaphallann og rokur, eða „tilt“ og „steam“ eins og það heitir, getur komið fyrir alla og stundum getur eina lausnin verið að taka sér hlé frá leiknum. Það er alveg í lagi; leikurinn verður enn þarna eftir 10 mínútur, þegar þú ert búinn að jafna þig. Hann verður meira að segja þarna á morgun líka, ef ég á að segja eins og er.

Pókerráð og leikaðferðir fyrir lengra komna

Ráð 1: Lærðu ólíka leikstíla

Eitt af því sem gerir póker að svona heillandi leik er hversu fjölbreyttir stílar og leiðir finnast til að spila leikinn. Flesta stíla má brjóta niður í samsetningu af eftirfarandi:

  • „Tight“ (þétt/lokað): nálgun sem kann að meta varkárni, spilar tiltölulega fáar hendur og tekur ekki of margar áhættur.
  • „Loose“ (laust, afslappað): andstæðan við þétt, spilar fjölmargar hendur og sýnir mikinn vilja til að taka áhættuna.
  • „Agressive“ (sækið): nálgun sem felur í sér að bjóða (e. bet) oft, opna út í potta og takast á við stór boð til að setja aðra undir pressu.
  • „Passive“ (óbeint, óvirkt): andstæðan við sækið, kallar oftar en hann býður, lætur mótspilarann ráða frekar hvernig leikurinn þróast.

Hugsaðu um hvernig þú nálgast leikinn þegar þú spilar póker. Er eitthvert hugtakanna hérna fyrir ofan lýsing á þér?

Ef svarið þitt er „allt þetta og ekkert af þessu“, ertu á réttri leið. Geta til að „skipta um gír“ og breyta leikstílnum við pókerborðið er mjög gagnleg, þar sem það að spila einhvern stílinn of mikið gerir það að verkum að það er hægt að spá fyrir um hvað þú gerir. Hins vegar mælum við með því að spilarar sem eru að byrja beini helst sjónum sínum að „þéttur-sækinn“ (e. tight-agressive) samsetningunni.

Með því að gera þennan stíl að sínum verður þægilegt fyrir þig að bjóða mjög sækið, sem eru mikilvægur hluti þess að ganga vel til langs tíma, því með því að spila helst góðar hendur fyrir floppið geturðu lært aga og komið í veg fyrir að þú hlaupir inn í of margar erfiðar aðstæður með hendur sem eru tæpar. Eftir því sem þú verður reyndari og bætir leikinn þinn geturðu farið að losa aðeins um tökin og blanda saman stílum, en þú ættir alltaf að reyna vera sækinn.

Ráð 2: Skildu mikilvægi stöðunnar

Gjafarinn, eða „hnappurinn“, er vanalega síðasti spilarinn til að gera í boðlotu (e. betting round) og það að gera síðast gefur taktískt forskot þar sem þú veist þegar hvernig mótspilararnir þínir hafa brugðist við. Gjafarastaðan breytist eftir hverja hönd svo þetta forskot skiptist á milli allra spilara til að halda leiknum sanngjörnum.

Til að nota þetta taktíska forskot er almennt talið gott að spila fleiri hendur þegar þú ert í síðstöðu (e. late position - t.d. eftir að flestir spilarar hafa gert) heldur en í „snemmstöðu“. Góðir spilarar slaka oftar á skilyrðum fyrir upphafshendurnar sínar þegar þeir eru í síðstöðu, þar sem fríðindin sem staðan færir þeim gefur þeim meira svigrúm og fleiri möguleika en höndunum sem er spilað á undan.

Ef þú ert að spila við mótspilara sem verða að gera á undan þér er sagt að þú hafir stöðu á þá (e. have position), á meðan þeir eru sagðir „út úr stöðu“ (e. out of position). Þetta forskot getur verið umtalsvert.

Ráð 3: Passaðu að það sé vit í blekkingunum þínum

Gott handaval er alltaf mikilvægt, eins og það að skilja, að því fleiri spilara sem þú ert að spila við, því meiri líkur eru á að a.m.k. einhver þeirra verði með góða hönd. En þú átt líka eftir að lenda í aðstæðum þar sem vel tímasett blekking (e. bluff) gæti unnið pottinn fyrir þig sem þú hefðir mögulega annars tapað.

Þegar pókerspilari blekkir, hvað er hann þá að reyna? Hann er að reyna fá mótspilarann sinn til að pakka bestu höndinni. Þetta er svona einfalt. Í flestum pókerleikjum á meirihluti pókerhandanna þinna eftir að vera rusl sem þú vilt pakka fyrir floppið, eða tæpar hendur sem þú vilt ekki leggja allt of mikið af spilapeningum undir á. Þegar það er málið verður mjög mikilvægt að blekkja því það gefur þér annan möguleika á að vinna.

Vel heppnuð blekking mun sannfæra mótspilarann þinn að þú sért með spil sem hefðu unnið hann, svo það er mikilvægt að íhuga hvernig þú lítur út í þeirra augum. Ef þú héldir í alvörunni á þeim spilum sem þú vilt að þeir haldi að þú sért með, myndir þú þá hafa spilað eins og þú gerðir? Er „sagan“ sem þú ert að segja með aðgerðunum þínum við borðið samkvæm sjálfri sér og rökrétt?

Þegar þú blekkir skaltu vera viss um að hugsa höndina alla leið til enda til að sjá hvort það sé eitthvað vit í sögunni sem þú ert að reyna segja. Ef þú ákvaðst að setja bara út boð sem síðustu tilraunina þína til að vinna pottinn eru talsverðar líkur á að vel gefinn mótspilari sjái í gegnum það.

Ráð 4: Þekktu líkurnar þínar og útleiðir (e. outs)

Líkur eru leið til að skýra frá möguleikunum á að eitthvað gerist. Þegar peningi er kastað upp, sem dæmi, eru jafnar líkur á að peningurinn lendi á „krónu“ eða „skjaldarmerki“ - við gætum túlkað þessar líkur sem einn á móti einum (1/1, eða sléttar) - fyrir hvert skipti sem hann lendir á „krónunni“ er eins líklegt að hann lendi í eitt skipti á „skjaldarmerkinu“ líka. Nú skaltu hugsa um líkurnar á að rúlla sexu á sex hliða teningi: fyrir hvert skipti sem hann lendir á sexu er líklegt að hann lendi á annarri tölu í fimm skipti, svo við gætum kallað líkurnar á að rúlla sexu sem 5/1.

Skoðum nú algenga stöðu í pókerleik: þú ert með fjögur lauf og ert að bíða eftir að síðasta laufið lendi á fljótinu (e. river), sem klárar að loka litnum þínum (e. flush) og vinnur fyrir þig pottinn. Það eru þrettán lauf í spilastokki með 52 spilum og tvö þeirra eru í þínum höndum og önnur tvö í borði, sem skilur eftir níu lauf. Ef þú reiknar frá spilin tvö í þínum höndum og þessi fjögur í borði þá eru 46 spil sem gætu komið á fljótinu og níu þeirra myndu vinna fyrir þig pottinn - þessi níu spil eru kölluð útleiðirnar þínar (e. outs).

Svo líkurnar á að þú náir að mynda litinn eru 37/9 (37 spil af 46 spilum munu ekki klára að mynda litinn þinn á meðan níu spil munu gera það). Þetta hlutfall upp á 37 á móti 9, sem eru í raun líkurnar á að þú náir að mynda röð, eru um það bil 4 á móti 1.

Ráð 5: Reiknaðu pottlíkurnar

Við notum dæmið hér fyrir ofan til að kafa betur ofan í „pottlíkur“ - hlutfall spilapeninga sem þú getur unnið gegn spilapeningunum sem þú þarft að setja út í pottinn.

Segjum að þú sért „heads up“ gegn mótspilara og ert bara að bíða eftir að hitta á síðasta laufið þitt á fljótinu. Það eru þegar komnir 10 í pottinn og mótspilarinn þinn setur út sína síðustu 10. Þú getur séð hann (e. call) og vonast til að hitta á laufið, eða pakkað. Hvað er rétti leikurinn? Það er auðveldara en þú heldur að reikna þetta út.

Í þessu tilfelli ertu beðinn um að borga 10 til að reyna að vinna 20 - það eru pottlíkur upp á nákvæmlega 2 á móti 1. En eins og við vitum eru líkurnar á að þú hittir á litinn þinn nær því að vera 4 á móti 1. Að taka áhættu upp á 4/1 til að fá útborgun sem er aðeins 2/1 er slæmur leikur og þú ættir að pakka þessu litadorgi þínu.

En ef það væru þegar komnir 90 í pottinn þegar mótspilarinn þinn setur út sína síðustu 10? Í þessu tilfelli ertu beðinn um að borga 10 til að reyna að vinna 100 - það eru pottlíkur upp á nákvæmlega 10 á móti 1. Að fá boð um að vinna 10/1 þegar þú ert að taka áhættu upp á 4/1 er góður leikur, svo í þessu tilfelli ættirðu að kalla (e. call).

Aukalegar upplýsingar

Pókerleikfræði er lykilþáttur í leik hvers góðs pókerspilara og til lengri tíma litið getur góð pókerleikfræði orðið ofan á og leitt af sér stöðugan hagnað. Hafandi það í huga þá getur það leitt til góðs árangurs við borðin að þróa með sér hagkvæma pókerleikfræði og að læra inn á ólíka þætti leiksins.

Allir pókerspilarar eru ólíkir og þess vegna er engin ein lausn sem passar fyrir alla spilara og nær að vera árangursríkasta pókerleikaðferðin í heildina. Árangursrík pókerleikaðferð tekur oft tillit til ólíkrar stöðu við borðin, að vita hvers vegna og hvenær á að bjóða/veðja, að hámarka stærð boðsins og að þróa með sér góðan skilning á hegðun mótspilaranna.

Svarið við þessari spurningu er misjafnt fyrir alla. Sumir spilarar kjósa að læra með því að spila á borðunum. Því meira sem þeir spila, því fleiri stöður ná þeir að upplifa og því betri verður leikaðferðin þeirra í póker. Ef þetta hljómar líkt þér gæti verið þess virði að láta reyna á hæfileikana á leikpeningaborðunum á meðan þú þróar leikinn þinn áfram.

Fyrir aðra getur verið mikilvægt að læra annars staðar en þar sem allur hasarinn fer fram. Það eru til fjölmargar bækur, greinar og námskeið úti um allt til að hjálpa þér að fylla upp í pókerleikjafræðina/leikaðferðina þína. Og svo er það pókersamfélagið – að tala við aðra spilara og fara eftir því sem er sagt í spjallþráðunum og í streymunum getur gefið góða raun.

Póker er stærðfræðileikur því hann byggist á líkum. Það er tiltekinn fjöldi spila í stokknum með tilteknum fjölda af mögulegum niðurstöðum sem geta gerst. Sumir spilarar nota innsæið, sumir spilarar nota stærðfræðina og sumir spilarar nota blöndu af þessu báðu sem þeir byggja svo pókerleikaðferðina sína á.

Spilarar sem byggja á stærðfræðigrunni taka til greina pottlíkurnar og potthluteignina/fjárígildið (e. equity) til að reikna hvort þeir ættu að halda áfram að spila höndina eða ekki. Þeir reikna líka út hvort handabilið (e. range of hands) sé í betri eða verri stöðu en sú sem mótspilarinn er með út frá líkunum.