Næstum tveimur áratugum eftir að hafa uppgötvað leikinn er atvinnupókerspilarinn André Akkari einn merkasti spilarinn frá Brasilíu og hefur lengi verið hluti af PokerStars Team Pro.
André, sem er fæddur í Sao Paulo, vann áður hjá hugbúnaðarfyrirtæki og sérhæfði sig í að búa til Flash-hreyfimyndir fyrir fjölmargar vefsíður fyrirtækja. André var beðinn um að skrifa tillögu að vefverslun fyrir pókersíðu á netinu og ákvað að hlaða niður hugbúnaðinum til að rannsaka málefnið.
Innan skamms var hann farinn að spila á einu af leikpeningaborðunum. Það rann upp fyrir honum að hann hafði þarna dottið á kaf í nýtt áhugamál og keypti André sér því pókerbók og einsetti sér að læra leikinn almennilega. Hann byrjaði að spila um raunverulega peninga á PokerStars og hægt en örugglega fór hann svo að sjá hagnað.
Árin eftir þessi fyrstu hafa svo fært Akkari milljónir í verðlaunafé úr leikjum í eigin persónu (e. live) í Brazilian Series of Poker (BSOP) og Latin American Poker Tour (LAPT) sem og hið virta World Series of Poker (WSOP) armband. Fyrsta sætið sem hann náði í WSOP 2011 færði honum $675.117 USD í reiðufé, en hann varð þarna einungis annar brasilíski spilarinn til þess að vinna sér inn gullarmbandið eftirsótta.
Árangur Akkari hefur fært hann í fremstu röð sem guðfaðir pókersins í Suður-Ameríku og hefur hann veitt heili kynslóð brasilískra pókerspilara innblástur, þar á meðal liðsfélaganum Rafael Moraes. Aðdáendahópur hans inniheldur líka fótboltahetjuna Neymar Jr, sem sagði André að hann stefndi á að slást í lið með honum við borðin eftir að hann hættir sem atvinnumaður í fótbolta.
„Neymar er alltaf að segja að eftir að hann hættir í fótboltanum að hann ætli að spila póker fyrir alvöru, að verða atvinnumaður,“ sagði André. „Hann er stórsnjall náungi – hann er alltaf að spyrja mig um hendur og tækni á hverjum einasta degi. Hann sendir kannski hönd í WhatsApp sem hann spilaði í heimaleiknum og hann spilar hana eins og ég væri að spila í World Series eða EPT.“
André kann líka vel við að starfa áfram við rafíþróttafyrirtækið sitt FURIA, lið sem hann stofnaði ásamt öðrum og er byggt upp af sama metnaði og samfélagsanda og hann vekur upp hjá pókersenunni í Brasilíu.
André. Akkari spilar á netinu eingöngu á PokerStars, þar sem hann spilar undir notandanafninu „AAkkari“.