Arlie Shaban, frá Toronto, er fulltrúi Ontario í PokerStars Team Pro og sannkölluð pókerhetja heimafólks.
Þegar hann var kominn seint á þrítugsaldurinn höfðu gráða í boðskiptum fyrirtækja og tími sem keppandi í Big Brother Canada ekki fært Arlie frægðina, auðinn eða ánægjuna sem hann leitaði að.
Þann 9. júní 2017 hætti hann í dagsvinnunni sem bílasölumaður og ákvað að leggja netpókerinn fyrir sig í fullu starfi. Strax næsta dag – sinn fyrsta dag sem atvinnumaður – vann hann US$7,50 Deepstack-mótið á PokerStars og hefur ekki litið um öxl síðan.
Þróun Arlie sem pókerspilara hefur farið fram fyrir einstaklega opnum tjöldum. Aðeins tveimur mánuðum eftir að hann gerðist atvinnumaður byrjaði hann Twitch-rás til að streyma sjálfum sér að spila í vanalegu stundaskránni sinni af mótum. Honum þótti það gaman, svo hann gerði það aftur daginn eftir. Og næsta dag. Að lokum hafði hann náð að raða saman útsendingarröð sem stóð yfir í 125 daga í röð – samtals 1.000 klukkustundir.
Arlie er sérfræðingur í netmótum, með einstaka mót í eigin persónu svona í og með. Þar sem hann hefur helgað sig því að byggja upp rásina sína, að breiða út leikinn sem hann elskar og að sjálfsögðu að spila allar þær stundir sem hann gerir, á Arlie á ekki mikinn lausan tíma til að sinna tómstundum. En hann er upptekinn streymari sem tekur þetta allt eins og honum einum er lagið.
Metnaður Arlie fyrir pókernum er að halda áfram að bæta sig, færa sig upp í upphæðum og líka væntanlega að spila í fleiri lifandi/staðarmótum. Síðan PokerStars Ontario fór í loftið hefur Shaban náð öfundsverðum árangri, þar sem hann vann fimm titla í fyrstu mótaröð ONCOOP (Ontario Championship of Online Poker) og slóst þar um sigurinn við þá bestu á svæðinu.
Arlie Shaban spilar á netinu eingöngu á PokerStars, þar sem hann spilar undir notandanafninu „Prince Pablo“.