Ben Spragg, sem kemur frá Stroud í Stóra-Bretlandi – þekktastur sem „Spraggy“ – hefur unnið sig upp í að verða eitt víðfrægasta nafnið í netpókernum.
Hann útskrifaðist úr háskóla 2012 og síðan þá hefur Ben haft fulla atvinnu af því að spila póker. Hann smitaðist af bakteríunni við að spila í bílskúr vinar síns og horfandi á myndbönd á YouTube af spilurum að sleppa sér í skapinu. Ekki löngu síðar náði Ben svo góðum árangri í aðalviðburði UK & Ireland Poker Tour (UKIPT) Galway 2013, þar sem honum tókst að enda í sjötta sæti og fékk hann þar €30.000 svellkalt.
Það eru afrekin hans og dagleg samskipti við aðdáendur á Twitch-streyminu hans samt sem veita honum mesta ánægju. Til að jafna sig á pókerharkinu dýrkar hann að skemmta aðdáendum sínum, deila með þeim bröndurum og skemmta sér með samfélaginu og það eru náttúrulegir hæfileikar hans sem streymara sem færðu honum sigur í keppni um Global Poker Index Streamer of the Year-verðlaunin 2021.
Ben man enn eftir fyrsta mótasigrinum sínum sem hann streymdi frá;fyrsta sæti í $7,50 USD Progressive Knockout-móti Það voru samt ekki verðlaunin sem veittu honum mestu gleðina; það var stoltið við það að umbreyta litlum höfuðstól í einn mjög stóran beint fyrir augum aðdáenda sinna. Hann hefur verið að hjálpa þeim að gera það sama og að þróa pókerhæfileikana sína síðan þá og fylgjendahópur hans hefur bara haldið áfram að vaxa í kjölfarið af þessu.
Hann hætti samt sem betur fer ekki þarna og hefur síðan þá unnið titla í World Championship of Online Poker (WCOOP) 2020 og 2021 fyrir framan risastóra áhorfendahópa. Þrátt fyrir risastóra sigra hefur skuldbinding hans við streymið ekkert minnkað. Hann hvílir sig líka á því að spila á netinu með því að spila í viðburðum PokerStars Live í eigin persónu um allan heim og þegar hann er ekki að spila póker kíkir hann oft til liðsfélaga síns í Team Pro, Parker Talbot, til að spila DOTA 2 á netinu.
Að vera meðlimur PokerStars Team Pro er eitthvað sem spilar stórt hlutverk hjá Ben vegna þess að þegar hann byrjaði að spila á PokerStars notaði hann leitarmöguleikann til að finna spilara sem hann leit upp til og vildi læra af. Nú er hann hluti af þessum sama lista og hann vonast til þess að geta hjálpað mörgum að verða ástföngnum af leiknum á sama hátt og hann varð sjálfur.
Ben spilar á netinu eingöngu á PokerStars, þar sem hann spilar undir notandanafninu „Spraggy“.