pokercasinosports
pokercasinosports

Caitlin Comeskey

Caitlin Comeskey

Að baki grínhlið Caitlin Comeskey er mjög virtur pókerspilari sem er sko ekkert grín að mæta við borðið.

Enda hefur Caitlin unnið sér inn meira en $260.000 í verðlaunafé þökk sé afrekum hennar í „live“ staðarmótum. Þar á meðal er öflug lokastaða í viðburðum allt frá World Series of Poker til North American Poker Tour (NAPT) og svo hið PokerStars-styrkta Women’s Winter Festival.

Það býr samt enn meira á bak við hæfileika hennar en bara að vera gallharður spilari við borðdúkinn. Í gegnum árin hefur Caitlin getið sér gott orð sem einn ferskasti efnisskapari pókersenunnar. Ekki aðeins er hún þáttastjórnandi hlaðvarpsins Aceholes ásamt Nikki Limo heldur hafa eftirhermur hennar af meðspilurum sínum fært henni margar milljónir áhorfa á samfélagsmiðlum sínum.

Árið 2023 færði fyndinn, beittur og óvanalegur stíll hennar henni verðlaunin sem kallast „Rising Star in Content Creation“ (rísandi stjarna efnissköpunar) á Global Poker Awards. Og 2024, á sömu verðlaunahátíð, vann hún svo í flokknum „Best Short Form Content Creator“ (besti efnisskapari á stuttu efni).

Eftir að hún gekk til liðs við PokerStars sem sendifulltrúi (e. Ambassador), sagði Caitlin: „Þetta er svo sannarlega eitthvað sem ég var að reyna að láta gerast og lagði hart að mér að ná. Ég tel það mjög mikilvægt að setja sér markmið og stefna á þau. Þetta er algjörlega það sem ég ætlaði mér í framtíðinni og ég er svo glöð að vera komin þangað.“

Sem liður í hlutverki hennar mun hún, sem áður kallaðist „Caitlin frá Texas“, flytja til norðausturhluta Bandaríkjanna sem gerir henni kleift að spila og streyma á netinu fyrir PokerStars, svo búðu þig undir að sjá og heyra mun meira frá henni. En engar áhyggjur – hún heldur líka áfram að skapa skemmtilegu og skrítnu persónurnar og atriðin sem komu henni á kortið upphaflega.

Caitlin spilar á eingöngu póker á netinu á PokerStars.

Fylgdu Caitlin á X.

Fylgdu Caitlin á Instagram.

Fylgdu Caitlin á YouTube.