David Kaye hefur skotist hratt upp á stjörnuhimininn á aðeins örfáum árum og fest sig í sessi þar sem einn helsti streymarinn á bandaríska markaðnum ásamt því að ganga til liðs við PokerStars Team Pro.
Þessi náungi frá Michigan uppgötvaði póker með vinum sínum sumarið 2010, innblásinn af því af hafa horft á World Series of Poker (WSOP) það ár. Eftir að hafa spilað í mótum í eigin persónu í lágum upphæðum ásamt peningaleikjum (e. cash games) til 2020 hélt Kaye áfram að spila pókerinn þegar spilahallir lokuðu vegna Covid-19 og skipti þá yfir í leiki á netinu. Hann ákvað svo að byrja að búa til efni um póker fyrir Twitch og YouTube sem aukaverkefni í eigin frístundum sem hann hafði mikla ástríðu fyrir.
Þegar PokerStars var sett aftur á markað í Michigan árið eftir fór þetta verkefni hans á flug og við árslok 2021 hafði Kaye sagt upp starfinu sínu sem gagnagreindandi til þess að spila póker í fullu starfi. Þegar svo 2022 lauk var Kaye orðinn fulltrúi PokerStars sem meðlimur Team Pro.
Þegar hann gekk til liðs við PokerStars Team Pro sagði David. „Þetta ferli hefur verið ótrúlegt. Það sem mér þótti mest til koma var að PokerStars var ekki að reyna láta mig selja þeim sjálfan mig eitthvað sérstaklega.
Heldur var það PokerStars sem var að segja mér hversu vel því líkaði það sem ég var að gera. Sú staðreynd að PokerStars kom sér beint að efninu og að fólki þar líkaði við og virti það sem ég var gera þótti mér ótrúlega svalt, komandi frá PokerStars.“
Helsta áherslan í Twitch-streyminu hjá David er á No-Limit Hold’em peningaleiki og vingjarnlegt samfélag hans laðar að sér spilara víðs vegar frá Bandaríkjunum sem koma úr sama peningaleikjahópi og hann spilar í. Á meðan netpókerinn stækkar í Bandaríkjunum er David ákveðinn í að halda áfram sem sendifulltrúi leiksins og að stofna til verðmætra samfélagshópa fyrir nýja spilara að ganga til liðs við.
Hann sagði, „Það hefur verið mjög flott að sjá netpókerinn blómstra í Bandaríkjunum. Það eru bara svo rosalega margir leikir í gangi í ólíkum upphæðum. Ímyndaðu þér bara ef okkur tekst að koma fleiri ríkjum inn í spilarahópinn; ég held að það verði ótrúlegt.“
David Kaye spilar á póker netinu eingöngu á PokerStars, þar sem hann spilar undir notandanafninu „DavidKayePoker“.