Sem einn besti pókerspilari allra tíma þá þarfnast Jason Koon lítillar kynningar, hvað þá þegar hann hefur unnið sér inn heilar $58.000.000 í vinningsfé í „live“ staðarmótum.
Hann fæddist í vesturhluta Virginíuríkis en Jason gekk í West Virginia Wesleyan College í Buckhannon og útskrifaðist með meistaragráðu í fyrirtækjarekstri og fjármálum. Það var á tíma hans í háskólanum sem hann byrjaði að kynna sér pókerinn.
Það leið svo ekki á löngu þar til hann fór að láta finna fyrir sér við borðdúkinn – strax 2009 vann hann Spring Championship of Online Poker-mót (SCOOP) og nældi sér þar í yfir $300.000 í verðlaunafé.
Á meðal annarra hápunkta á ferli Jason, bæði á netinu og í „live“ staðarmótum eru sigrar í viðburðum Super Tuesday, Sunday 500 og Sunday Warm-Up, sem og hans fyrsta armband í World Series of Poker árið 2021.
Að sjálfsögðu er Jason í hávegum hafður sem algjör hetja í stórbokkapóker (e. high stakes) þökk sé rosalegu gengi hans í hákarlaviðburðum stórbokkanna. Fjölmargt fólk man örugglega eftir stórfenglega augnablikinu þegar hann fór heim með $1.650.300 eftir sigur í Super High Roller-viðburðinum í PokerStars Championship 2017.
Í dag hefur Jason snúið aftur í slaginn sem liðsmaður PokerStars Team Pro, eftir að hafa upphaflega byrjað vegferðina sína á PokerStars. Talandi um endurkomu hans þá sagði hann: „Ég hóf vegferð mína í póker spilandi á PokerStars og það hefur alltaf átt sérstakan stað í hjarta mínu. Ég hlakka til að færa spilurum PokerStars-upplifunina hér í Bandaríkjunum og um allan heim.“
Jason spilar eingöngu póker á netinu á PokerStars, þar sem hann spilar undir notandanafninu „JasonKoon85“ í Michigan og New Jersey og „JasonKoon1“ í Pennsylvania.
Fylgdu Jason á X.
Fylgdu Jason á Instagram.