pokercasinosports
pokercasinosports

Jennifer Shahade

Jennifer Shahade

Jennifer Shahade er sönn endurreisnarkona: skámeistari, rithöfundur, leiklýsandi og meðlimur PokerStars Team Pro. Hún er tvöfaldur kvennameistari Bandaríkjanna og Jennifer var fyrsta konan til að vinna US Junior Open.

Markmið hennar, að sýna að konur geti keppt á allra hæsta þrepinu á meðal karlanna, er eitthvað sem hefur fylgt henni allan ferilinn. Hún er höfundur Chess Queens: The True Story of a Chess Champion and the Greatest Female Players of All Time, sem fléttar saman hennar eigin sögu við líf frábærra skákkvenna um allan heim og gefur innsýn í raunverulegt líf drottningarbragðsins (e. Queen's Gambits).

Bókin, ásamt öðrum titlum eins og Play Like a Girl! vöktu athygli á starfi hennar við að vekja athygli stúlkna og kynjaminnihlutahópa í Bandaríkjunum á skáklistinni í gegnum óhagnaðardrifna félagið hennar, US Chess Women (Skákkonur Bandaríkjanna). Í Chess Queens bendir Jennifer á það að hvort sem það eru spil, skák eða viðskipti, þá er stærsta áhættan alltaf sú að taka enga áhættu. 

Jennifer er þó ekki aðeins þekktur rithöfundur heldur hefur hún líka verið verðlaunuð tvisvar fyrir hlaðvörp. Ladies Knight, opinbert hlaðvarp US Chess Women og the GRID, (nú styrkt af PokerStars) þar sem hún tekur á móti sérstökum gestum innan pókersamfélagsins til að ræða minnisstæðar hendur, þar sem markmiðið er að koma inn á allar 169 mögulegu byrjunarhendurnar í póker. Árið 2020 vann the GRID Global Poker verðlaunin sem besta hlaðvarpið – þú getur hlustað á það með því að fara á thepokergrid.com.

Mótasigrar Jennifer í póker eru meðal annars PASCOOP titill, stórbokki/hákarlamót í Prag og mót í hinni sögufrægu Binion's spilahöll. Hún fer um allan heim og flytur erindi og heldur námskeið um póker, skák og um betri ákvarðanatöku, allt frá TEDx Talk í Baltimore, í ráðstefnu kvenskáta í Los Angeles, yfir í fjölbreytileika í Gaming Awards-viðburðinum í London.

Hún er alltaf ákveðin í að deila þeirri þekkingu sem hún hefur öðlast á ótrúlegum ferli sínum og hefur haldið marga gestafyrirlestra í háskólum eins og Wharton, Yale, MIT og Harvard. Hún vinnur eins og er að því að klára aðra bók, THINKING SIDEWAYS, sem kafar í það sem er sameiginlegt með skák, póker og lífsleikni almennt, þar sem hún skorar skilning okkar á mikilfengleika á hólm í leiðinni.

Eins og vita mætti af þeirri vinnu sem hún hefur gefið af sér nú þegar þá er Jennifer mikill talsmaður þess að fá fleiri konur í pókerinn. Hún hefur flutt erindi á ýmsum ráðstefnum sem sérstaklega er beint að konum, haldið gagnvirk pókernámskeið til að kenna byrjendum póker og verið í ráðgjafahópi Poker Power.

Hún hefur tekið að sér leiðtogahlutverk í mörgum viðburðum, þar á meðal í viðburðum PokerStars Women‘s Day, þar sem kyn og fjölbreytileiki spilara er til umræðu og umfjöllunar og slíku fagnað og hún vonast til þess að þetta hvetji enn fleiri konur að slást í hópinn með henni verið borðin í framtíðinni.

Jen spilar á póker netinu eingöngu á PokerStars, þar sem hún spilar undir notandanafninu „JenShahadePA“.

Fylgdu Jen á Twitter.

Fylgdu Jen á Instagram.