Rísandi stjarna í Twitch-póker og sérfræðingur í mótum á netinu, en danski atvinnuspilarinn Lasse Jagd Lauritsen er áskoranameistarinn í PokerStars Team Pro.
Eftir að hafa lært leikinn hjá vini sínum varð Lasse strax yfir sig hrifinn af póker. Hann byrjaði að hafa atvinnu af því að spila þegar hann var 19 ára, þegar hann hætti í námi í fjármálum til að eltast við að láta drauminn rætast. Síðan þá er hann orðinn einn þekktasti pókerspilarinn á Twitch.
Lasse dýrkar allt sem tengist því að streyma. Eitt eftirminnilegasta augnablikið hans var þegar liðsfélagi hans úr PokerStars Team Pro Lex Veldhuis gerði innrás á streymið hans. „Innrás“ (e. „Raiding“) er þegar streymari sendir alla áhorfendur sína inn á rás annars streymara áður en þeir fara af netinu/úr loftinu og er vel þekkt aðferð til þess að hjálpa öðrum streymurum að bæta áhorfstölurnar og áskrifandafjöldann. Hann man vel eftir deginum; 19. apríl 2019.
Síðan þá hefur hann verið að streyma reglulega og búa til gæðaefni, þar sem áhorfendum líkar vel við afslappaða andrúmsloftið sem hann tekur með sér á borðin. Sem áhugamaður um að setja sjálfum sér skemmtilegar áskoranir þá má oft finna Lasse langt kominn með höfuðstólsáskorun (e. bankroll challenge) eða á fullri ferð í átt að einhverju markmiði um efnissköpun sem hann hefur sett sér.
Það er heiður sem hann er mjög stoltur af að ganga til liðs við PokerStars Team Pro og hann segir: „Þessi klúbbur ef aðeins fyrir útvalda spilara sem búa yfir miklum hæfileikum og það er ótrúlegur heiður fyrir mig að fá að tilheyra þessum hópi. Þetta er það sem ég stefndi að og það hefur meiri þýðingu fyrir mig en fólk gerir sér grein fyrir.“
Síðan hann byrjaði að streyma og spila póker í fullu starfi er einn af hápunktunum fyrir Lasse þegar hann vann $5.000 USD þegar hann endaði í 7. sæti í 2018 útgáfunni af Spring Championship of Online Poker (SCOOP), einum stærsta viðburðinum í pókerdagatali ársins fyrir alla atvinnuspilara.
Lasse spilar á netinu eingöngu á PokerStars, þar sem Hann spilar undir nafninu „Wistern“.