pokercasinosports
pokercasinosports

Lex Veldhuis

Lex Veldhuis

Þrautreyndi liðsmaður PokerStars Team Pro Lex Veldhuis er sífellt að finna sig aftur og hefur færst úr því að mala peningaleikina í Las Vegas yfir í að gjörsamlega ganga yfir alla í netmótum í beinu streymi.

Lex fæddist í Vlissingen - litlum hafnarbæ í Hollandi. Sem barn dýrkaði hann að stunda íþróttir og keppnisskapið færði hann svo síðar yfir í tölvuleikina. Hann byrjaði í Nintendo og færði sig svo yfir í flóknari herkænskuleiki eins og StarCraft. Lex spilaði fyrstu pókerhöndina sína fyrir raunverulega peninga á PokerStars 2005 eftir að vinur hafði sent honum $10 USD til að spila fyrir - restin er svo í sögubókunum.

Hann hóf pókerferilinn í spilasölum í Hollandi og Frakklandi og var svo æstur í að komast til Las Vegas eins fljótt og hann gat. Þar náði hann reglulega í peningasæti í stórum mótum og komst líka oft í peningasæti í World Series of Poker (WSOP), en besti árangurinn var líklega þegar hann komst langt í 40 ára afmælismóti þess árið 2009. Innkaup í það mót voru $40.000 USD og það laðaði að sér alla bestu spilara heims. Þrátt fyrir öfluga mótherja komst Lex á lokaborðið, endaði í sjöunda sæti og fékk hæstu peningaverðlaunin á ferlinum sem voru $277.939 USD.

Eftir að hafa verið fjölmörg ár hluti af mótasenunni í eigin persónu (e. live) uppgötvaði Lex auknu möguleikana sem netpókerinn fékk í streymi á Twitch. Hann var fljótur að rífa sig upp listana með áhorfendafjöldameti innan flokksins upp á 58.789 áhorfendur, í maí 2020, á meðan hann komst mjög djúpt í Spring Championship of Online Poker (SCOOP).

Tryggir áhorfendur hans horfa reglulega á hann sækja sér risavaxin verðlaun í streyminu, þar á meðal samtals $172.793 USD í World Championship of Online Poker (WCOOP) í september 2021. Síðan þá hefur hann farið að einbeita sér meira að því að ná fullum yfirráðum á nýjum vettvangi, þar sem hann er á fullu að stækka áhorfendahópinn á YouTube-rásinni sinni.

Hann spilar núna frá Belgíu og hann nýtur þotulífstílsins sem fylgir því að vera atvinnuspilari í póker. Hann byrjaði að læra afbrotafræði í Erasmus-háskólanum í Rotterdam, en hætti námi eftir að pókerferillinn fór á flug. Það er eitthvað sem hann hefur sagst geta hugsað sér að snúa aftur til, en í bili þá muntu finna hann í stærstu leikjunum á netinu.

Lex spilar á netinu eingöngu á PokerStars, þar sem hann spilar undir notandanafninu „L. Veldhuis“.

Fylgdu Lex á Twitter.

Fylgdu Lex á Instagram.

Fylgdu Lex á YouTube.

Fylgdu Lex á Twitch.