pokercasinosports
pokercasinosports

Maria Konnikova

Maria Konnikova

Maria Konnikova er metsöluhöfundur hjá New York Times, fyrirlesari, sjónvarpsframleiðandi, hlaðvarpsstjórnandi og atvinnuspilari í póker.

Maria fæddist í Moskvu og fjölskylda hennar fluttist til Massachusetts þegar hún var fjögurra ára gömul. Með meðfædda rithæfileika gaf Maria út sitt fyrsta ritverk – fimm síðna sögu á rússnesku – þegar hún var aðeins fimm ára gömul. Í fjórða bekk samdi hún sitt eigið leikrit og mörgum árum síðar hélt hún til náms við Harvard, þar sem hún útskrifaðist með BA í sálfræði og skapandi skrifum.

Það var svo eftir útskriftina frá Harvard sem rithöfundaferill Mariu fór að komast á almennilegt flug. Eftir að hún hóf störf sem framleiðandi í Charlie Rose Show og fékk skrif sín birt í Scientific American og The New Yorker, varð fyrsta bókin hennar, Mastermind: How to Think Like Sherlock Holmes, tilnefnd til Agatha-verðlaunanna og Anthony-verðlaunanna sem besta skáldsagan (e. Best Nonfiction) árið 2013.

Áralangur áhugi Mariu á mannshuganum leiddi hana svo, óumflýjanlega, í pókerinn. Eftir að hafa sýnt leikjafræðikenningu John von Neumann mikinn áhuga hafði hún samband við Erik Seidel, atvinnuspilara í póker, til að læra meira um leikinn og eyddi svo ári í að æfa og þróa hæfileika sína undir handleiðslu Seidel.

Árið 2018 þrýsti hún sér fram í sviðsljósið þegar hún vann PokerStars Caribbean Adventure (PCA) National-viðburðinn og tók þar með sér heim peningaverðlaun upp á $84.600 USD. Með sigrinum vann Maria sér inn Platinum Pass að verðmæti $30.000 USD og aðgang í PokerStars Players Championship (PSPC) árið 2019. Eftir sigurinn 2018 ákvað Maria að seinka útgáfu á bók sinni um vegferð hennar í pókernum, The Biggest Bluff, til að keppa í enn fleiri pókermótum þar sem stórar upphæðir voru undir. Hún er ógnvænlegur andstæðingur og hefur það fært henni heildarvinningsupphæð upp á ríflega $300.000 USD sem atvinnuspilari til þessa.

Eftir að hafa gengið aftur til liðs við PokerStars Team Pro sem sendifulltrúi sagði Maria: „Það gleður mig mjög að vera aftur gengin til liðs við PokerStars sem sendifulltrúi. Póker er færnileikur sem getur kennt okkur svo margt um mannshugann og um okkur sjálf — og ég get ekki beðið eftir því að deila ástríðu minni á leiknum með ykkur ásamt hinum í liði PokerStars.“

„Ég er spennt fyrir sýninni sem PokerStars hefur á stækkuninni í Bandaríkjunum og hlakka til að spila örlítið hlutverk í að leyfa öllum heiminum að sjá fegurðina og möguleikana sem felast í leiknum sem ég elska.“

Þegar hún er ekki við borðin vinnur Maria líka sem fyrirlesari og hefur haldið erindi um eins fjölbreytt málefni og ákvarðanatökur, sköpunargáfuna, lærdóm og auðvitað um sálfræði.

Hún hefur haldið lykilfyrirlestra á virtum viðburðum um allan heim, þar á meðal á World Economic Forum í Davos, TEDNYC og TEDx og hún hefur einnig þróað sínar eigin gagnvirku vinnustofur um ákvarðanatökur sem styðjast við póker sem tól til að skoða öll smáatriðin sem koma við sögu í því hvernig mannshugurinn vinnur.

Maria spilar eingöngu póker á netinu á PokerStars undir nafninu „Mkonnikova“.

Fylgdu Mariu á Twitter/X.

Fylgdu Mariu á Instagram.