Þrátt fyrir að vera einn tekjuhæsti pókerspilari allra tíma á Bretlandi nálgast Sam Grafton stórbokka/hákarlapókermót á sama vingjarnlega háttinn og má rekast á í leikjunum fyrir lágar upphæðir – svo sannarlega eitthvað sem er við hæfi fyrir meðlim PokerStars Team Pro.
Sam byrjaði að fá áhuga á leiknum þökk sé tveimur yngri bræðrum hans. Hann fór vanalega með þeim í leik með £10 innkaupum á snókerstofunni í hverfinu. Síðan þá hefur hann þróað hæfileikana og gerðist aðili að sérstökum pókerklúbbi í London, áður en hann uppgötvaði heim netpókersins. Það var svo í heimabænum London sem hann náði snemma „pókerhápunkti“ þegar hann sigraði í Grosvenor United Kingdom Poker Tour (GUKPT) aðalviðburðinum. Þetta var fyrsti titillinn hans í póker í eigin persónu/live og það var svo sérstök upplifun að ná að gera það fyrir framan vini og vandamenn.
Síðustu árin og með mikilli rannsóknarvinnu hefur ferill Grafton farið að skína enn skærar. 2022 hófst á fyrsta European Poker Tour (EPT) bikarnum og var þá einnig mikilvægur áfangi á ferlinum – næst stærsti sigur bresks spilara frá upphafi – þegar Sam endaði efstur í Triton Series $200.000 USD Coin Rivet Invitational þar sem hann fékk ótrúlegar $5.000.000 USD í verðlaun.
Það var spennandi fyrir Sam að ganga til liðs við Team Pro, þar sem PokerStars hafði alltaf skipt hann miklu máli. „Netumhverfið sem PokerStars hefur skapað er staður þar sem ég hef lifað og hrærst lengi og viðburðirnir í eigin persónu/live, eins og stoppin á UKIPT (United Kingdom and Ireland Poker Tour) og EPT, er þar sem ég hef eignast marga af mínu bestu vinum,“ sagði hann.
Hann er sannkallaður sendiherra leiksins en það má oft finna Sam að spjalla við aðra spilara í eigin persónu á viðburðum og hann lætur líka sjá sig reglulega í hlutverki leiklýsandans. Þrátt fyrir yfirfulla dagskrá sem fylgir því að vera spilari sem skilar miklum hagnaði í viðburðum í eigin persónu kann hann að meta fátt meira en að taka sér örlítið hlé frá leiknum til að greina og segja frá þessum leik sem hann elskar.
Felix spilar á netinu eingöngu á PokerStars, þar sem hann spilar undir notandanafninu „SamSquid“.