pokercasinosports
pokercasinosports

Algengar spurningar um MicroMillions

MicroMillions er netmótaröð meistaramóta með 100+ viðburði, sem næstum allir eru með innkaup í örupphæðum. Hér fyrir neðan finnurðu lista með algengum spurningum sem svara öllu sem þú þarft að vita um mótaröðina.

MicroMillions er mótaröð sem er hönnuð fyrir „litla manninn“. Þó allir séu velkomnir, beinist MicroMillions að spilurum sem vilja spila póker í meistaramótsstíl en eiga ekki fjármagnið til að kaupa sig inn í viðburði með háum innkaupum. Viðburðir MicroMillions eru með frábæra uppbyggingu með djúpum stöflum, sem býður upp á möguleika á að sýna meistaratakta. Það eru stórtíðindi að vinna MicroMillions viðburð: tækifæri til að vinna stórverðlaun fyrir lág innkaup.

MicroMillions stendur yfir 10.-24. nóvember 2019.

Innkaup í MicroMillions eru á bilinu $1,10 til $5,50 í flesta viðburði, með $22 aðalviðburði (e. Main Event).

Allir sem eiga Stars Account reikning/aðgang sem er gildur fyrir spilun með raunverulega peninga geta tekið þátt. Ef þú átt enn ekki aðgang er einfalt að sækja ókeypis pókerhugbúnaðinn og setja hann upp. Þú getur keypt þig beint inn, unnið inngöngumót (e. satellite) fyrir allt niður í $1, eða jafnvel komist inn í mót í gegnum StarsCoin inngöngumót. Athugið að spilarar skráðir í Austurríki eiga ekki möguleika að nýta sér StarsCoin inngöngumót.

Þú getur keypt þig beint inn í viðburðina sjálfa með peningum, miðum eða T$. Miða sem gilda til þátttöku er hægt að kaupa í Rewards Store og svo er líka hægt að vinna þá í ákveðnum inngöngumótum sem verða þá merkt þannig að það sjáist að hægt er að vinna miða þar. Hægt er að skrá sig í inngöngumót (e. satellites) með peningum eða T$ og svo er hægt að nota StarsCoin í sum þeirra.

Nei. Öll inngöngumót (e. satellites) í MicroMillions eru flokkuð sem „verður að spilast“. Ef þú vinnur þér inn sæti í MicroMillions viðburði í inngöngumóti verður þú að spila hann. Ekki skrá þig í MicroMillions inngöngumót nema þú getir líka spilað í viðburðinum! Þar að auki verður að nota viðburðarmiða sem hafa verið veittir í kynningartilgangi í tilheyrandi viðburð eða skila þeim, þar sem þeir hafa ekkert verðgildi utan þess móts sem þeir veita aðgang í. Viðburðamiða er ekki hægt að framselja eða millifæra.

Ef þú hefur þegar fengið miða í tiltekinn viðburð skaltu vinsamlegast ekki spila í fleiri kynningarviðburðum sem gefa miða í sama viðburð, þar sem þú gætir þá endað á að vinna aukamiða sem er einskis virði. Ef þú hefur unnið þér inn aukalega kynningarmiða í viðburð og ert skráður fyrir í þann viðburð máttu samt halda áfram að spila inngöngumót fyrir peninga eða StarsCoin inn í þennan sama viðburð og ef þú vinnur svo þá færðu andvirði sætisins greitt í T$.

Í MicroMillions viðburðunum sjálfum, þá já og sjálfvirka samkomulagstólið okkar hjálpar til við að ganga frá þeim. Athugið að öll samkomulög verða að halda hluta af verðlaunapottinum utan samkomulagsins, sem verður svo veittur sigurvegaranum. Lágmarksupphæð sem þarf að undanskilja er tiltekin í mótaanddyrinu. Til að fá nánari upplýsingar um samkomulög, kíktu þá vinsamlegast á mótareglurnar okkar.

Nei. Tilgangur inngöngumótanna er að framleiða sæti inn í MicroMillions og ekki bara að útdeila T$ til fólks, svo þess vegna höfum við bannað gerð samkomulaga á lokaborðum inngöngumóta MicroMillions.

Ef þú ert þegar skráður í markviðburð þá verður andvirði frekari sæta sem vinnast greitt inn á reikninginn þinn í T$ sem er jafnt innkaupum+gjaldi (e. buy-in+fee) í markviðburðinn.

Almennar mótareglur gilda.

Zoom póker er hraðfleygt mótafyrirkomulag þar sem þú færð nýja andstæðinga í hverri hönd. Það er af því að þú ert að spila við fullan pott af andstæðingum, frekar en við ákveðna einstaklinga á einu borði. Mótið spilast með Zoom fyrirkomulagi þar til komið er niður á síðustu þrjú borðin. Á þeim tímapunkti tekur við hefðbundið fyrirkomulag í mótinu.

Re-Entry mót (endurinnkomumót) leyfa spilurum að skrá sig aftur til þátttöku í mótið eftir að þeir hafa tapað öllum spilapeningunum sínum. Endurinnkoman er leyfð hvenær sem er á meðan endurkaupstímabilið stendur yfir eins og það er tiltekið í anddyrinu. Sum mót leyfa margar endurinnkomur. Fjöldi endurinnkoma sem eru í boði í tilteknu móti er staðfestur í skráningarferlinu.

Til viðbótar við að vinna höfuðsféð þegar þú slærð út annan spilara þá fer ákveðið hlutfall af hverjum útsláttarsjóði (e. knockout bounty) í að hækka féð sem er sett þér til höfuðs. Til dæmis, ef þú tekur þátt í KO-móti með $1 fé settu þér til höfuðs þá þýðir það að slá út annan spilara með $1 fé hönum til höfuðs að $0,50 bætast við reikninginn þinn og $0,50 bætist við upphæðina sem er sett þér til höfuðs. Þitt höfuðfé er þá núna orðið $1,50 og spilari sem slær þig út vinnur $0,75 og þeirra eigið höfuðfé hækkar um $0,75. Upphæðin af mótainnkaupunum þínum sem fer í höfuðféspottinn í móti með Progressive KO sniði er stundum breytileg, svo passaðu að skoða mótaanddyrið til að fá nánari upplýsingar.

Bubble Rush er mótauppbygging sem notar breytilega lotulengd (e. variable level times). Byrjunarloturnar eru tiltölulega hraðar svo að spilarar nái bólunni (e. bubble) hraðar en þeir myndu gera í hefðbundnu móti. Eftir því sem líður á mótið hægist á lotutímunum, sem býður upp á meiri spilamennsku eftir því sem á líður.

Já. Aðalviðburður MicroMillions (e. Main Event) verður tveggja daga viðburður. Það verður líka fasaviðburður (e. Phased Event), þar sem spilarar eiga möguleika á að spila sig yfir á fasa 2 (Dag 2) í gegnum mörg mót fyrir fasa 1.