Þessar reglur gilda um mót á verkvanginum okkar (e. platform).
Mótareglurnar eins og þær eru skráðar hér eiga að vera viðbót og fylgja almennum skilmálunum og koma ekki í stað þeirra. Ef það gerist að upp kemur misræmi á milli mótareglnanna og almennu skilmálanna skulu almennu skilmálarnir vera í forgangi.
Athugið: Reglur 1.5, 2.4 og 2.5 eiga aðeins við um mót sem notast við blindfé (e. blinds) og/eða gjafarahnapp.
Við munum, öllum stundum, taka til greina aðalhagsmuni leiksins og sanngirni skal vera í forgangi við ákvörðunarferli. Óvenjulegar aðstæður geta stundum orðið til þess að ákvarðanir í þágu sanngirni eru teknar fram yfir tæknilegar reglur.
Öll mót munu byrja á réttum tíma skv. dagskrá eins og tekið er fram í mótaanddyrinu (e. Tournament Lobby). Við áskiljum okkur rétt til að tefja eða fresta móti án nokkurs fyrirvara.
Mikilvægar upplýsingar um hvert mót, þar á meðal um uppbyggingu blindra, lengd á umferðum og upplýsingar um endurkaup og hlé, er hægt að finna með því að velja Tournament Info-hnappinn í anddyri mótsins (í tölvu) og með því að smella á mótið sjálft í gegnum anddyrið (í snjalltæki). Við áskiljum okkur rétt til að breyta einstökum hlutum hvaða móts sem er án fyrirvara.
Sætum er úthlutað af handahófi. Breytingar á sætaskipan er ekki leyfð.
Hnappurinn verður settur við Sæti 1 til að hefja leik.
Boð og þrjár hækkanir eru leyfðar í Fixed Limit-mótum (mót með föstu takmarki). Það eru engin takmörk á fjölda hækkana sem eru leyfðar í Pot Limit og No Limit-mótum (mót með pottatakmarki og án takmarks).
Verðlaun verða veitt eins og tekið er fram í mótsanddyrinu, nema þegar samkomulag hefur verið gert (sjá reglu 8.1) eða þegar móti er aflýst (sjá stefnu okkar um aflýsingu móta). Verðlaunauppbyggingin er ekki endanleg fyrr en lokað hefur verið fyrir skráningu og endurkaupa og/eða ábótartímabilum er lokið (e. rebuy/add-on period).
Til að eiga rétt á endurkaupum í endurkaupsmóti þarftu að eiga fjármunina aðgengilega á reikningnum þínum. Fjármunir sem eru þá stundina í leik í öðrum leikjum, eða eru geymdir í gjaldmiðli sem er annar en gjaldmiðill mótsins eru ekki taldir vera aðgengilegir.
Síðskráning (e. Late Registratrion): Síðskráning er í boði í flestum mótum. Lengd síðskráningartímabilsins er breytileg, en er þó alltaf sýnd á mótamiðanum í „Quick Seat“ anddyrinu, í upplýsingaspjaldi Tournaments flipans og í fyrirsögninni í mótaanddyrinu fyrir tiltekið mót. Tíminn fyrir síðskráningu er mældur í tíma á klukku (frekar en í leiktíma mótsins). Til dæmis ef mót hefst klukkan 9:00 og er með 90 mínútna síðskráningu þá lokar fyrir skráningu kl. 10:30. Síðskráning lokar snemma ef nógu margir spilarar hafa verið slegnir út til að byrja útborgun verðlauna.
Athugið að spilurum er aðeins leyft að taka þátt í móti einu sinni, nema endurinnkoma (e. re-entry) sé leyfð, eins og tekið er fram í mótsanddyrinu. Einn spilari sem notar marga aðganga til að skrá sig mörgum sinnum í eitt mót ekki leyft og slíkt gæti kallað á refsingar eins og viðvörun, brottvísun úr móti (vinningar að hluta eða fullu gerðir upptækir) og útilokun frá verkvanginum okkar.
Afskráning: Flest mót leyfa afskráningu þar til tiltekinn tími í mótsanddyri hvers móts rennur upp og hann gæti verið breytilegur frá viðburði til viðburðar. Spilarar sem hafa unnið sætið sitt í gegnum inngöngumót (e. satellite) geta afskráð sig ef viðburðurinn leyfir slíkt og þeir fá þá mótapening (e. T-Money) eða aðgöngumiða í skiptum fyrir sætið sitt. T-Money er hægt að nota til að kaupa sig inn í hin mótin okkar. Smelltu hér til að fá nánari upplýsingar.
Athugið að sum inngöngumót enda eftir að markmótið (e. target tournament) byrjar þó síðskráning standi yfir. Í þeim tilvikum verða þeir sem vinna inngöngumót settir beint inn í markviðburðinn þegar inngöngumótinu lýkur.
Taktu eftir: Skráningar- og afskráningartímar eru breytilegir og ekki öll mót leyfa afskráningu. Kíktu í mótsanddyrið til að sjá nákvæmar skráningarupplýsingar fyrir hvert mót. Við áskiljum okkur rétt til að breyta skráningar- og afskráningartímum án nokkurs fyrirvara.
Spilarar sem útiloka sjálfa sig á meðan fjöldaga pókermót stendur yfir munu samt sem áður geta klárað hvert það mót sem þegar er í gangi sem þeir eru að spila í fyrir. Þetta þýðir líka að spilarar sem óska eftir sjálfsútilokun frá spilun á svæðunum okkar eftir að hafa komist áfram á Dag 2 í margra daga móti geta samt sem áður spilað í því móti næstu daga á eftir, þrátt fyrir að sjálfsútilokunartímabilið þeirra sé hafið. Spilarar sem velja að spila ekki næstu daga á eftir munu ekki fá neinar bætur í staðinn.
Spilarar sem óska eftir sjálfsútilokun á meðan fasamót (e. Phased Tournament) er í gangi geta ekki klárað næsta fasta mótsins. Athugaðu hvort þú getir spilað í mótinu í heild sinni áður en þú skráir þig til leiks í fyrsta fasa.
Móti lýkur þegar einn spilari hefur safnað öllum spilapeningum sem eru í umferð, eða þegar allir spilarar sem eru eftir fá sömu verðlaunin (t.d. ef mót gefur fimm samskonar verðlaun má móti ljúka þegar það eru fimm spilarar eftir).
Ef tveir eða fleiri spilarar eru slegnir út í sömu hendi, endar spilari sem var með fleiri spilapeninga við upphaf handarinnar í hærra sæti en spilarinn sem átti færri spilapeninga. Ef allir spilarar byrjuðu höndina með nákvæmlega jafn marga spilapeninga eru þeir allir í sömu sætisröð og öllum verðlaunum sem þessir spilarar gætu átt rétt á verður skipt jafnt á milli þeirra. Á meðan spilað er hönd fyrir hönd (eins og lýst er í reglu 2.3) er litið svo á að tveir eða fleiri spilarar sem eru slegnir út á meðan ein „samhæfð“ hönd stendur yfir, að þeir hafi verið slegnir út á sömu stundu, jafnvel þó að þeir séu á sitt hvoru borðinu. Lokaröðin ræðst með því að bera saman staflastærðir.
Á tilteknum stigum móts (t.d. þegar verðlaunafé stekkur upp umtalsvert með næsta spilara sem er sleginn út) og þegar það eru fleiri en eitt borð eftir þá gæti mótið verið látið spila hönd fyrir hönd (e. hand for hand). Þetta þýðir að ef eitt borð klárar hönd sína á undan öðru borði, að þá bíður það borð eftir að hin borðin klári líka áður en næsta hönd er gefin.
Við styðjumst við reglu um „framgangandi hnapp“ (e. forward moving button) í mótum. Samkvæmt þessari reglu fær enginn spilari hnappinn tvisvar sinnum í röð; við lok hverrar handar er hnappurinn færður áfram réttsælis. Afleiðing þessarar reglu getur verið að þegar spilarar eru slegnir úr leik að það gæti gerst að sumir spilarar fái þá að missa af öðrum eða báðum blindum. Þar sem þetta eru í raun tilviljanakenndar uppákomur er enginn spilari sem nýtur góðs af þessu umfram aðra til langs tíma litið.
Þegar tveir spilarar eru eftir á lokaborði póstar hnappurinn út litla blind og gerir á undan í opnunarumferðinni.
Eftir því sem spilarar falla úr mótinu „brýtur“ hugbúnaðurinn borð upp til að fylla laus sæti og til að hafa jafnvægi á borðum til að tryggja að öll borð séu með jafnan (eða eins jafnan og hægt er) fjölda virkar spilara á hverju borði. Spilarar af borðum sem eru brotin upp eru settir í ný sæti af handahófi og þó það sé sjaldgæft, gætu þeir þurft að pósta stóra blind strax aftur. Einstakir spilarar sem eru færðir á milli borða til að jafna fjölda verða, þegar það er hægt, færðir í svipaða afstöðu við blindan og þeir voru áður. Þegar nægilega margir spilarar hafa verið slegnir út eru allir spilarar færðir saman á eitt lokaborð (e. final table).
Dagskrá fyrir mótahlé má finna í „Tournament Information“ hlutanum í „Structure“ flipanum í mótsanddyrinu. Lengd hlés og tímasetning er misjafnt frá einum viðburði til annars. Við bjóðum upp á tvenns konar hlé:
Í öllum tilvikum býður mótið eftir að hendur á öllum borðum klárist áður en hlétímabilið hefst. Þetta þýðir að á sumum borðum gæti hléið staðið yfir aðeins lengur en á öðrum borðum.
Athugið að ekki er boðið upp á hlé í öllum mótum (t.d. Hyper-Turbo og í sumum viðburðum með Heads-Up eða Shootout sniði).
Með því að taka þátt í móti samþykkir spilari áhættuna sem fylgt gæti sambandsrofi við netið, vegna vandamála með tengingu á milli tækis síns og netþjóna, tafa eða frystingar eða einhverra annarra vandamála í tækjum eða tengingu spilarans.
Í hefðbundnum fjölborðamótum er DET aðeins í boði á lokaborðinu. DET-tíminn er eins og hér segir:
Í Sit & Go-mótum, þar sem spilarar eru færri en 45, er DET í boði þegar mótið er komið niður í þann fjölda spilara sem fá greitt fyrir sætin plús einn. DET-tíminn er eins og hér segir:
Í Heads-up móti er DET í boði allt mótið. DET-tíminn er eins og hér segir:
Um allt hér að ofan gildir að spilari heldur áfram að vera skráður sem „sitting-in“ (sitjandi inni) eftir að hönd hans er pakkað og hann fær þess vegna úthlutuðum fullum umhugsunartíma þegar kemur að honum að gera.
Athugið að í öllum mótum þá er DET núllstillt eftir hvert skipti sem notandinn nær að tengjast aftur. Þannig, að ef spilari er á lokaborðinu í fjölborðaviðburði og hann missir samband og er kominn niður í 30 sekúndur fyrir hverja sögn og nær svo að endurtengjast, að ef hann missir sambandið aftur þá byrjar hann með 240 sekúndur fyrir næstu sögn.
Alltaf ef það gerist að kerfið þarf að bíða eftir spilara sem hefur misst sambandið, þá fer mótaklukkan (sem hækkar blindraloturnar) á pásu/stöðvast þar til DET-tíminn er liðinn hjá spilaranum eða hann nær aftur sambandi.
Taktu eftir: Reglurnar sem eru lýst hér fyrir ofan geta verið misjafnar á milli móta. Ekki er víst að DET sé í boði í öllum mótum; við áskiljum okkur rétt til þess að breyta þessum reglum án þess að gera boð um slíkt fyrir fram.
Spilarar, hvort sem þeir eru í miðri hönd eða ekki, mega ekki ræða höndina eða spilin þar til sögnum (e. action) er lokið. Spilurum er áskilið að vernda hina spilarana í mótinu öllum stundum. Það að ræða spilin sem hefur verið hent eða möguleikana í hönd er ekki leyft. Refsingu gæti verið úthlutað vegna umræðna um hendur á meðan spilun er í gangi.
Póker er leikur einstaklinga (ekki liða). Allar aðgerðir eða spjall sem ætlað er að hjálpa öðrum spilara er ósiðferðilegt og er bannað. Ósiðferðileg spilun, svo sem mjúk spilun (e. soft play - spila minna framsækið gegn félaga) og spilapeningasturt (e. chip dumping - að tapa viljandi spilapeningum til félaga) gæti orsakað ávítur, þar á meðal upptöku fjármuna af reikningi þess (þeirra) sem brýtur af sér og/eða lokað á aðgang/reikning hans. Við förum reglulega yfir leikspilun til að skima eftir brotum á reglunum okkar og til að tryggja heilindi leikjanna okkar. Það gæti verið nauðsynlegt að halda eftir vinningsfé spilara þar til farið hefur verið yfir gang leiksins.
Með örfáum undantekningum (lýst hér að neðan) smá spilari aðeins spila með einum aðgangi/reikningi í móti og hann má ekki afhenda sæti sitt öðrum í miðjum viðburði. Brot á þessari reglu gætu kallað á refsingar, þar á meðal áminningu, brottvísun úr móti (og upptöku vinninga að hluta eða öllu) og bann frá spilun á verkvangi okkar.
Dæmi um órefsiverðar undantekningar sem við gefum hér að neðan er ætlað að lýsa dæmum um óskipulagða en alvarlega viðburði sem þú hefur enga stjórn á.
Dæmi um hluti sem eru ekki utan þinnar stjórnar og eru þess vegna bannaðir eru meðal annars:
Dæmi um hluti sem eru utan þinna áhrifa og eru þess vegna leyfðir, að því gefnu að við getum fengið fullnægjandi sönnun, eru meðal annars:
Ef það gerist að netþjónar hrynja verður staðan á öllum borðum endursköpuð með því að rúlla til baka höndunum. Spilapeningastaða verður endurstillt í þá upphæð sem var í upphafi handarinnar. Við sérstakar kringumstæður, þegar aflýsa þarf móti vegna hruns eða af öðrum ástæðum, fá spilarar bætur í samræmi við stefnu okkar um aflýsingu móta (sjá neðar).
Gerð samkomulaga er heimil í mótum, nema annað sé tekið fram í mótsanddyrinu.
Allar tölur í samkomulögum sem eru gefnar upp af stafsliði okkar eru ekki lokaúrskurður fyrr en þær hafa örugglega, skýrt og greinilega verið samþykktar af öllum spilurum í spjallboxinu. Spilarar mega ræða aðrar útfærslur á þessum tölum ef þeir vilja; starfslið okkar mun þá endurtaka fyrir alla samkomulagið sem hefur verið samþykkt í spjallboxinu og biðja alla spilara um að staðfesta samkomulagið.
Gerð samkomulags um stig í stöðutöflu móta (e. Trounament Leader Board) eða stöðutöflustig Sit & Go er bönnuð. Ef það er gert gæti það orsakað upptöku allra veittra stöðutöflustiga hjá þeim spilurum mótsins sem komu að samkomulaginu.
Í sumum tilgreindum mótum er peningasjóður settur til höfuðs (e. bounty) sumra eða allra þátttakenda í móti. Spilari sem slær út slíkan mótspilara vinnur peningasjóðinn.
Það eru þrenns konar Bounty-mót:
Knockout: Fé er sett til höfuðs (e. bounty) allra spilara. Þú vinnur peningaverðlaun fyrir hvern spilara sem þú slærð út. Það eru líka Progressive Knockout-mót, þar sem sjóðurinn þér til höfuðs hækkar þegar þú slærð út spilara.
Team Pro Bounty: Fé er sett til höfuðs öllum liðsmönnum Team PokerStars Pro sem taka þátt í mótinu.
Fixed Bounty: Fé er sett til höfuðs tiltekins spilara í mótinu.
Höfuðsféð (e. bounty) er veitt þeim spilara sem vinnur „tilheyrandi pott“ þeirrar handar sem um ræðir, sem gæti verið aðalpotturinn eða einn fjölmargra hliðarpotta. „Tilheyrandi pottur“ þýðir potturinn þar sem spilarinn með féð sett sér til höfuðs hefur verið allur inni með síðustu spilapeningana sína.
Til dæmis:
Daniel (100 spilapeningar), Barry (200 spilapeningar), Vanessa (400 spilapeningar) og Jake (1000 spilapeningar), eru að spila hönd í No-Limit móti.
Daniel fer allur inn og Barry, Vanessa og Jake jafna (e. call). Potturinn sem Daniel á rétt á er þekktur sem „aðalpotturinn“. Boð halda áfram „til hliðar“ (e. side betting), í hliðarpotti 1.
Barry fer allur inn og Vanessa og Jake jafna (e. call). Boð halda áfram á milli Vanessu og Jake í hliðarpotti 2.
Vanessa fer öll inn og Jake jafnar (e. call).
Barry sýnir bestu höndina. Hann vinnur hliðarpott 1 og aðalpottinn og slær út Daniel. Hann fær féð sem var til höfuðs Daniel.
Jake sýnir næst bestu höndina og vinnur hliðarpott 2 og slær út Vanessu. Jake fær féð sem var sett til höfuðs Vanessu.
Athugið að þó að Barry hafi verið með bestu höndina í heildina átti hann ekki eins marga spilapeninga og Vanessa og gat þess vegna ekki slegið hana út. Jake átti hinsvegar nógu marga spilapeninga og þess vegna vinnur hann féð sem var til höfuðs Vanessu.
Í afbrigðum með skiptum potti (e. Split Pot) eins og Omaha Hi/Lo eða Stud Hi/Lo er höfuðsféð alltaf veitt hæstu höndinni. Það er af því að ekki er hægt að slá spilara út með bara lághönd (e. low hand).
Ef það gerist að tveir spilarar sýna nákvæmlega eins vinningshönd og skipta þess vegna „tilheyrandi potti“ á milli sín (eða í tilvikum af pókerafbrigðum með skiptum potti eins og er lýst í reglu 9,2, er skiptingin gerð á háhluta „tilheyrandi potts“), er hverju því höfuðsfé sem er veitt skipt jafnt á milli sigurvegaranna. Oddasent (e. odd cents) verða veitt spilurum til skiptis sem eru í fremstu stöðunum (e. early positions).
Ef spilari með fé sér til höfuðs vinnur mót:
Ef það er auglýst í móti að fé sé til höfuðs tiltekins spilara en sá spilari skráir sig ekki í mótið er ekkert höfuðsfé greitt fyrir þann spilara.
Spilarar mega ekki gera samkomulag á milli sín til að slá út tiltekinn spilara til þess að tryggja sér höfuðsfé hans. Slíkt samkomulag flokkast undir samráð og er grundvöllur að brottvísun úr móti eða öðrum refsingum. Til að fá nánari upplýsingar skaltu skoða reglur 6.1 og 6.2 hér fyrir ofan.
Ef við þurfum að aflýsa móti eða fresta af einhverjum ástæðum reynum að bæta spilurunum okkar það upp á sem sanngjarnastan hátt. Það eru þrenns konar leiðir sem við förum til þess að bæta spilurum okkar slíkt, en það fer svo eftir aðstæðum hverju sinni, tímasetningu aflýsingarinnar hvaða leið við förum nákvæmlega. Ákvörðun um hver þessara leiða sé farin hverju sinni er algjörlega í höndum mótastjórnar.
Rúllað til baka (e. rollback): Í þessu tilviki „rúllum við til baka“ mótinu eins og það hafi aldrei farið fram. Ef þú varst skráður í mótið færðu innkaup og öll gjöld (þar á meðal endurkaup, viðbætur og knockout-gjald ef það er) endurgreidd. Einnig eru innkaupin endurgreidd á nákvæmlega sama hátt og þú keyptir þig inn upphaflega. Til dæmis ef þú keyptir þig inn í mótið og notaðir T$10 og $15 í peningum, þá fengir þú til baka T$10 og $15 í peningum.
Rúllað áfram (e. roll forward - Engir spilarar í peningasætum): Ef við sláum af mót og við ákveðum að „rúlla áfram“, áður en spilarar hafa komist í peningasæti, þá endurgreiðum við þeim sem enn eru með í mótinu mótagjöldin (og knockout-gjald ef það á við) og skiptum svo verðlaunapottinum samkvæmt eftirfarandi formúlu: 50% af verðlaunapottinum er skipt jafnt á milli allra spilaranna sem enn eru með í mótinu og 50% af verðlaunapottinum er skipt í hlutfalli við stöðu þeirra í spilapeningum.
Rúllað áfram (e. roll forward - Spilarar komnir í peningasæti): Þegar móti er aflýst og spilarar hafa þegar náð í peningasæti þá endurgreiðum við hverjum þeim spilara sem eftir er motsgjaldið hans (og höfuðsfé fyrir útslátt (e. knockout) ef það á við) og skiptum upp verðlaunapottinum miðað við eftirfarandi formúlu: hver spilari fær lágmarksverðlaun sem ekki hafa þegar verið veitt á þeim tíma sem móti var hætt og afganginum af verðlaunapottinum er skipt hlutfallslega miðað við spilapeningastöðuna.
Heads-up Sit & Go-mót (HU S&G) eru meðhöndluð á annan hátt, vegna þess að þau eru frekar sérstakt fyrirbæri vegna uppsetningarinnar. Til dæmis ef einn spilari er í sambandi á meðan kannski annar missir sambandið, þá gæti fyrri spilarinn náð að vinna mótið á meðan hinn hefur enn ekki náð sambandi aftur. Þess vegna áskiljum við okkur rétt til að skipta peningum eftir spilapeningastöðunni í öllum HU S&G sem við teljum að hafi orðið fyrir miklum áhrifum vegna sambandsleysis eða ef síðan okkar hefur legið niðri.
Ef móti með tryggðan verðlaunapott er aflýst munum við einungis endurgreiða heildarupphæð innkaupanna en ekki upphæðina sem var tryggð.
Ef móti með fast eða Team Pro Bounty (fé til höfuðs Team Pro) er aflýst endurgreiðum við bara venjulega verðlaunapottinn (og knockout-pottinn ef hann er) en ekki fasta eða Team Pro höfuðsféð.
Mót sem gefa miða, aðgang í inngöngumót eða önnur efnisleg verðlaun til viðbótar við peninga, munu eingöngu innihalda peninga í endurgreiðsluhlutanum. Verðlaun sem ekki eru peningur verða ekki hluti af „rúllað áfram“, eða „rúllað til baka“ jöfnunni.
Við áskiljum okkur allan rétt til þess að breyta endurgreiðslum vegna aflýsingar eða frestunar móta eða til að breyta þessari stefnu.
Í móti sem er Heads-Up keppa spilarar í viðburði með mörgum umferðum gegn röð andstæðinga þar til þeir eru slegnir út, eða sigra síðasta andstæðinginn sem er eftir ósigraður. Nánari upplýsingar um mótauppbygginguna og verðlaunapottinn má finna í mótaanddyrinu.
Nema mót byrji með nákvæmlega 2, 4, 8, 16, 32, 64 eða 128 spilurum þurfa sumir spilarar í Heads-Up móti að sitja hjá í fyrstu umferð. Aðrir spilarar munu spila aukalega viðureign í fyrstu umferð og mótið spilast niður í 2, 4, 8, 16, 32 eða 64 spilara áður en það færist áfram í næstu umferð. Engir spilarar munu sitja hjá lengur en í fyrstu umferð og allir sem sitja hjá veljast af handahófi úr öllum þátttakendahópnum.
Útborgun snemma úr mótum (e. early tournament payout) virkar á sama hátt og hefðbundin mót nema með einni mikilvægri undantekningu:
Með því að gera upphaflegu verðlaunin strax aðgengileg, hafa spilarar fleiri möguleika um hvernig þeir nota verðlaunin sín.