Öllu góðu lýkur um síðir. Nema, auðvitað, það sé boðið í eftirpartí.
Þess vegna ætlum við að halda upp á lok SCOOP 2024 með pókerpartíi sem þú vilt ekki missa af.
Slakaðu á eftir þriggja vikna meistarahasarinn í vorfögnuði með yfir 75 viðburðum dagana 2.-10. júní.
Með innkaupum á bilinu frá $2,20 til $1.050 ættu allir að geta notið skemmtunarinnar og skemmtilegs fyrirkomulags sem við erum búin að stilla upp, þar á meðal Mystery Bounty-viðburði sem býður upp á þrjá aðalviðburði (e. Main Events) með ríflega $1,5 milljóna tryggingu þann 9. júní.
Svo ef þú ert ekki alveg klár í að standa upp frá borðunum strax eftir lokaatriði SCOOP, þá veistu hvar hlutirnir gerast.