pokercasinosports
pokercasinosports

Aðgangur og leikir í mörgum gjaldmiðlum

Ertu að hugsa um að bæta við öðrum gjaldmiðli?

Áður en þú bætir við öðrum gjaldmiðli á reikninginn þinn skaltu vinsamlegast lesa almennu skilmálana okkar þar sem er skýrt tekið fram að það er bannað með öllu að nýta sér gjaldmiðlaþjónustuna í spákaupmennsku og brask með gjaldeyri.

Vantar þig nánari upplýsingar?

Við bjóðum leiki og mót í fjölmörgum gjaldmiðlum sem hentar spilurum okkar um allan heim. Við bjóðum einnig upp á þann möguleika að eiga pening í fleiri en einum gjaldmiðli í einu, svo að spilararnir geti ráðstafað sínum eigin peningum að vild og þurfi þannig ekki að taka á sig tap þegar sveiflur verða á gengi gjaldmiðla.

Hver einasti viðskiptavinur getur lagt inn, tekið út og spilað með fjármuni í bandaríkjadal (USD), háð smávægilegum takmörkunum sem gætu verið lagðar á sumar greiðsluleiðir. Spilarar hafa einnig möguleika á að eiga peninga í evrum (EUR), kanadadölum (CAD) og breskum pundum (GBP). Við bjóðum líka upp á mikið úrval leikja í evrum.

Þú getur bætt við öðrum gjaldmiðli á Stars Account-reikningnum þínum í gegnum gjaldkerann. Einnig getur þú einfaldlega reynt að spila leik í þeim gjaldmiðli sem þú vilt bæta við reikninginn þinn. Hugbúnaðurinn mun sjálfkrafa bjóðast til að opna reikning í þeim gjaldmiðli fyrir þína hönd.

Ákjósanlegir gjaldmiðlar

Ákjósanlegasti gjaldmiðillinn (e. Preferred Currency) er sá gjaldmiðill sem þú hefur sem sjálfgefna stillingu á þínum Stars Account.

  • Ákjósanlegur gjaldmiðill er sýndur fremst hjá gjaldkeranum.
  • Heildarinnistæðan þín (e. Grand Total), þegar hún hefur verið umreiknuð í ákjósanlegasta gjaldmiðilinn (e. Preferred Currency), er sýnd undir „Summary“ flipanum hjá gjaldkeranum.
  • Ákjósanlegasti gjaldmiðillinn (e. Preferred Currency) er sjálfvalinn gjaldmiðill þegar þú millifærir eða skiptir T-Money (mótapeningum).
  • Þegar þú móttekur peninga, en átt ekki samsvarandi gjaldmiðil (t.d. ef þú vinnur peninga í GBP frímóti og ert ekki með reikning í GBP), þá mun peningunum sjálfkrafa verða skipt í ákjósanlega gjaldmiðilinn þinn.
  • Ef þú velur sjálfvirk gjaldmiðlaskipti mun öllum peningum sem þú vinnur þér inn í hringleik eða móti sjálfkrafa verða skipt í ákjósanlega gjaldmiðilinn og hann lagður þannig á reikninginn þinn, þegar þess þarf (sjá neðar fyrir nánari upplýsingar).
  • Ákjósanlegi gjaldmiðillinn þinn verður notaður ef, af einhverjum ástæðum, þú getur ekki tilnefnt gjaldmiðil þegar beðið er um það (t.d. ef þú hefur misst samband við biðlarann).

Ekki er hægt að hafa óvalinn ákjósanlegan gjaldmiðil eða eyða honum úr vali. Ef þú vilt eyða úr vali þeim gjaldmiðli sem þú hefur sem ákjósanlegan gjaldmiðil þarftu að velja nýjan ákjósanlegan gjaldmiðil fyrst.

Þú getur breytt um ákjósanlegan gjaldmiðil fyrir þig, eða eytt innistæðu í gjaldmiðli, í gjaldkeranum.

Athugaðu að ef þú ert að loka reikningi sem þú ert að bíða eftir/safna ákveðnum bónusi á, þá mun bónusinn falla úr gildi og þú getur ekki haldið áfram að vinna þér hann inn áfram.

Athugaðu einnig að það er ekki hægt að loka ákjósanlegum gjaldmiðli, eða loka gjaldmiðli ef þú ert þá stundina að spila í þeim gjaldmiðli, ert með útistandandi beiðnir í þeim gjaldmiðli, eða millifærslur.

Fjármunum skipt í aðra gjaldmiðla

Til að breyta fjármunum úr einum gjaldmiðli í annan skaltu fara í gjaldkerann (e. Cashier).

Sjálfvirk gjaldmiðlaskipti

Ef þú vilt ekki hafa handvirka umsjón með hverjum einasta gjaldmiðli skaltu fara í valseðilinn „Settings“ > „Global“ > „Multi-Currency“. Þegar þetta er valið, þá í hvert sinn sem þarf að framkvæma gjaldmiðlaskipti fara þau fram skjálfkrafa og þú færð enga tilkynningu um það.

Stillingin fyrir sjálfvirku gjaldmiðlaskiptin leyfir að peningunum þínum sé skipt úr einum gjaldmiðli í annan sjálfkrafa ef á þarf að halda, án þess að þú þurfir að samþykkja það sérstaklega. Þegar þú gerir það skiptir kerfið okkar a.m.k. 0,5 einingum af grunngjaldmiðlinum, eða allri innistæðunni í grunngjaldmiðlinum ef innistæðan í grunngjaldmiðlinum er lægri en 1 eining. Við áskiljum okkur rétt til að breyta lágmarksskiptiupphæðinni án þess að tilkynna sérstaklega um það.

Athugið: þessi eiginleiki gæti verið sjálfkrafa valinn þegar mögulegt verður að spila af reikningnum þínum fyrir raunverulega peninga. Til að slökkva í skjáborðshugbúnaðinum (tölvunni) skráir þú þig inn á reikninginn þinn og ferð í „Settings“ > „Global“ > „Multi-Currency“. Til að gera það í símtæki, skráðu þig inn á reikninginn þinn og farðu í „Settings & Tools“.

Ef þú vilt halda öllum fjármunum í einum gjaldmiðli, en samt spila leiki í mörgum gjaldmiðlum, þá er líka hægt að gera það í valseðlinum „Settings“ > „Global“ > „Multi-Currency“. Með þessum möguleika mun öllum þeim peningum sem þú vinnur þér inn sjálfkrafa verða skipt í ákjósanlega gjaldmiðilinn þinn.

Athugið að með því að velja þennan möguleika eykst aðeins fjöldi þeirra gjaldmiðlaskipta sem er framkvæmdur í tengslum við reikninginn þinn. Farðu á síðuna um úrvinnslu og gjaldmiðlaskipti raunverulegra peninga til að skoða reglur um gjaldmiðlaskipti. Við áskiljum okkur réttinn til þess að breyta hvernig skiptigengi gjaldmiðla er reiknað án tilkynninga.

Spákaupmennska með gjaldmiðla

Möguleikinn á aukagjaldmiðlum hjá okkur er ætlaður til að spila leikina og ekki til nokkurs annars. Notkun möguleikans á aukagjaldmiðlum til spákaupmennsku með gjaldmiðla eða brasks er stranglega bannaður samkvæmt almennu skilmálunum okkar.

Ef við höfum rökstuddan grun um að gjaldmiðlaskipti séu framkvæmd í öðrum tilgangi en til leikja, áskiljum við okkur rétt til þess að leggja á aftur og innheimta afturvirkt það gjald sem var fellt niður í tengslum við gjaldeyrisfærsluna og til að grípa til hvaða viðurlaga sem við teljum eiga við, en þau gætu verið upptaka fjármuna og/eða að loka Stars Account-aðgangi spilarans.