3D Secure er hefðbundinn öryggisstaðall sem verndar kreditkortið þitt frá óheimilli notkun, með því að nota aukalegt lykilorð til að tryggja að notandinn sé korthafinn.
3D Secure stendur fyrir „Three Domain Secure“. Visa kallar sína útgáfu „Visa Secure“ og Mastercard kallar sína útgáfu „Mastercard ID Check.
Ekki öll innlegg þarfnast aukalegrar 3D Secure auðkenningar. Ef þetta skref er ekki nauðsynlegt geturðu haldið áfram með greiðsluna eins og vanalega.
Skráning er ferli sem þú þarft að ljúka í eitt skipti á heimasíðu bankans sem gefur út kortið þitt.
Ef þú hefur ekki áður skráð þig þarftu að staðfesta auðkenni þitt og velja svo lykilorð sem þú munt svo nota til að aukenna hverja netfærslu í framhaldinu.
Upplýsingarnar eru sendar með öruggum hætti á milli þín og bankans; við höfum ekki aðgang að þessum upplýsingum.
Þegar þú reynir að leggja inn með kreditkorti sjáum við hvort bankinn þinn sé að taka þátt í 3D Secure-kerfinu. Ef svo er þá opnast vafragluggi og þú ferð á heimasíðu hans þar sem þú þarft að slá inn 3D Secure lykilorðið þitt. Eftir að þú hefur staðfest 3D Secure lykilorðið verður unnið úr innlegginu.
Til að fá nánari upplýsingar skaltu vinsamlegast fara á upplýsingasíður Mastercard ID Check eða Visa Secure.