Millifærsla með símgreiðslu gefur þér færi á að millifæra fjármuni í mismunandi gjaldmiðli af bankareikningnum þínum yfir á reikninginn þinn hjá okkur. Gjaldmiðlarnir sem eru í boði velta á því í hvaða landi þú ert skráður.
Þú getur framkvæmt millifærsluna á netinu á heimasíðu bankans þíns, með símagreiðslu, með því að senda tölvupóst/fax með upplýsingunum til bankans þíns eða með því að fara í eigin persónu í þinn banka.
Vinsamlegast nýttu þér einhverja af þjónustunum hér fyrir neðan sem mögulega eru í boði fyrir þig.
Tölvubiðlari: Til að leggja inn þarftu bara að skrá þig inn á reikninginn þinn og smella á „Cashier“-hnappinn. Næst skaltu smella „Bank Wire Transfer“-hnappinn og fylgja leiðbeiningunum á skjánum.
App: Til að leggja inn þarftu að skrá þig inn á reikninginn þinn, velja „Real Money“-flipann í anddyrinu, svo smellirðu á „Deposit“-hnappinn. Næst skaltu smella „Bank Wire Transfer“-hnappinn og fylgja leiðbeiningunum á skjánum.
Vefnotendur: Til að leggja inn þarftu bara að skrá þig inn á reikninginn þinn og smella á „Deposit“-hnappinn. Næst skaltu smella „Bank Wire Transfer“-hnappinn og fylgja leiðbeiningunum á skjánum.
Taktu eftir: Ef eyðublaðið fyrir millifærslunni þinni er ekki með nægu plássi fyrir tilvísunarnúmeri sem var gefið upp skaltu vinsamlegast setja það fyrir framan nafnið þitt. Sé tilvísunarnúmerinu sleppt gæti það orsakað töf á greiðslunni eða að móttaka mistækist.
Það er mikilvægt að þú hafir samband við okkur fyrir hverja millifærslu fjármuna með símgreiðslu sem þú hyggst framkvæma, til þess að fá nýtt einstakt og einnota tilvísunarnúmer. Sé tilvísunarnúmer notað aftur gæti það orsakað töf á greiðslunni eða að móttaka mistækist.
Við heimilum ekki að millifærslu fjármuna þinna með símgreiðslu fari í gegnum þriðja aðila. Þetta er vegna reglna sem gilda um peningaþvætti. Þú gætir fengið innheimtu á þig vegna alls banka- og umsjónarkostnaðar sem fylgir því að skila slíkri greiðslu.
Vinsamlegast kíktu í gjaldkeragluggann til að skoða núverandi innleggstakmarkanir á reikningnum þínum.
Ekki er stuðningur við úttektir með millifærslum með símgreiðslum.
Kíktu vinsamlegast á úttektarstefnuna okkar til að finna aðrar mögulegar leiðir til að taka út fjármunina þína.
Við styðjumst við ráðandi miðmarkaðsgengi, sem gefið er upp af XE (ásamt smávægilegri þóknun ef við á), til þess að umreikna innleggin þín og úttektir í gjaldmiðilinn á reikningnum þínum. Fyrir frekari upplýsingar um þetta skaltu vinsamlegast kynna þér Skilmála og skilyrði fyrir millifærslu og gjaldmiðlaskipti raunverulegra peninga hjá okkur.
Millifærslugjöld úr bankanum þínum og miðlarabanka (ef við á) gilda. Vinsamlegast vertu viss um að þú tilgreinir bankanum þínum að draga frá hver þau gjöld sem gætu fylgt millifærslunni. Við munum einungis standa skil á greiðslum sem lagðar eru á af móttökubankanum.
Hafðu vinsamlegast í huga þá gjaldmiðla sem þú ert með á reikningnum þínum, og í hvaða gjaldmiðil þú vilt að beiðnin sé áður en þú hefur ferlið við millifærsluna.
Ef þú hefur einhverjar fleiri spurningar skaltu hafa samband við þjónustuborð.
Aftur á aðalsíðu raunpeninga.