Öryggi og heilindi leikjanna sem við bjóðum upp á eru grunnstoðir í velgengni okkar. Lestu áfram til að sjá nánar hvað við gerum til að tryggja þetta háa öryggisstig og um hvernig við getum hjálpað þér að vernda reikninginn þinn.
Við starfrækjum peningaleiki í póker og pókermót, þar sem við tökum litla upphæð úr flestum pottum peningaleikja (í formi tekju (e. rake)) eða innkaupsupphæða móta (í gegnum aðgangsgjöld) sem fjárhagsbætur. Í rekstri með svona viðskiptalíkan hafa heilindi leiksins grundvallarþýðingu í velgengni okkar. Í raun rekum við heilu teymin af sérfræðingum í heilindum leikja til að tryggja að enginn spilari geti nokkurn tímann náð forskoti við borðið með neinu öðru en sinni eigin færni og hæfileikum.
Við treystum á verðuskuldað, sjálfstætt vottað, orðspor okkar fyrir það að bjóða upp á sanngjarnan og heiðarlegan leik. Þess vegna væri það að leyfa spilurum að njóta einhvers konar ósanngjarns forskots, eða að „refsa“ einhverjum spilurum með ósanngjörnu mótvægi, andstætt því sem við stöndum fyrir og myndi rýra orðspor okkar og reksturs okkar. Eins og þú getur séð hér fyrir neðan væri það líka tæknilega ómögulegt..
Við gefum spil á sanngjarnan og heiðarlegan hátt. Eftir að spilin hafa verið stokkuð er stokkurinn klár og röðin sem spilin geta verið gefin í getur ekki breyst eftir það. Hugbúnaðurinn sem stokkar og gefur spilin getur ekki haft áhrif á hver vinnur og tapar; hann gefur bara spilin og spilararnir í leiknum sjá um afganginn.
Eins og með alla leikina okkar eru rúllettuborðin rekin á sanngjarnan og handahófskennan hátt. Niðurstöður hvers snúnings ráðast af flóknum slembitölubúnaði sem ekki er hægt að stjórna eða eiga við, hvorki af spilurum né okkur, til að tryggja örugga og sanngjarna leiksupplifun.
Hugbúnaðurinn okkar notast við sjálfstætt vottaðan slembitölubúnað (e. Random Number Generator - RNG), til þess að búa til stokkun sem er algjörlega handahófskennd og gerir ekki neinum spilara hærra undir höfði en öðrum. Aðferðirnar sem við notum tryggja fullkomna slembiröðun á spilunum og engan vegin er mögulegt að spá fyrir um næstu spil.
Slembitölubúnaðurinn okkar er einn sá þróaðasti í öllum iðnaðinum.
Ein mesta áskorunin við að búa til sannarlega handahófskenndar tölur er að tölvur eru rökrænar, vélar knúnar ferlum og sem slíkar geta engar talnarunur sem búnar eru til af vélum einum saman aldrei orðið sannarlega handahófskenndar.
Við notum kerfi í fremstu röð sem byggist á skammtakenningum. Stakri ljóseind er beint að hálfspeglandi spegli; aðfallshornið sem hún speglast af honum, eða hvort hún fer í gegn, er algjörlega handahófskenndur atburður sem er aldrei hægt að spá nákvæmlega fyrir um, endurskapa eða eiga við.
Slembitölubúnaðurinn okkar hefur verið prófaður og vottaður af Gaming Labs International (GLI) til að standast ýtrustu staðla iðnaða sem eru undir mjög reglusettum lögsögum. Smelltu hér til að kynna þér þetta nánar, eða smelltu hér til að lesa heilindavottorð okkar (e. Certification of Integrity).
Allir spilahallarleikir eru með hlutfallstölu sem gefur til kynna fræðilegt vinningshlutfall spilara (e. Return to Player - RTP %). Þessar upplýsingar má finna á kasínósíðu hvers leiks, ásamt upplýsingum um hvernig á að spila leikinn sjálfan. RTP % fyrir hvern leik er vandlega prófað og staðfest.
Fjármunir og innistæður á reikningum spilara er haldið á algjörlega aðskildum reikningum og eru aldrei notaðir í nein rekstrarútgjöld. Þessir aðskildu reikningar eru í umsjón banka í fremstu röð í Evrópu.
Þetta fyrirkomulag tryggir það að við getum öllum stundum uppfyllt fjárhagslegar skyldur okkar gagnvart spilurum okkar á netinu og það veitir enn meira öryggi fyrir því að fjármunir spilara séu í traustum höndum hjá okkur.
Við höfum heitið því að tryggja að netspilun sé skemmtileg og örugg. Það þýðir að við komum í veg fyrir að fólk undir lögaldri fái að spila og við reynum líka að aðstoða þá sem ekki hafa stjórn á spilamennsku sinni.
Hugbúnaðurinn okkar er með innbyggðar aðferðir til að vernda spilara, þar á meðal möguleikann á að takmarka innlegg eða spilun. Finndu valseðilinn fyrir „Ábyrga spilun“ (e. Responsible Gaming) til að kynna þér þetta nánar.
Þú getur lesið stefnu okkar um ábyrga spilun hér.
Við notum einhver öflugustu og öruggustu kerfin til þess að vernda heilindi reikningsins þíns en allir reikningar eru bara eins öruggir og veikasti hlekkur öryggiskeðjunnar, sem í mörgum tilvikum er lykilorðið.
Lykilorðið þitt má vera allt að 20 stafir og lengri lykilorð eru vanalega líka sterkari.
Það að vernda lykilorðið þitt er á þína ábyrgð og tryggir um leið örugga stjórnun á netaðganginum.
Staðfesting eða fullgilding Stars Account-aðgangsins þíns með smáskilaboðum býður upp á aukið öryggi fyrir aðganginn þinn. Þegar leiðin er virk færðu smáskilaboð með leynilegum kóða ef við skynjum einhverjar óvanalegar tilfærslur eða óvænt frávik í kringum reikninginn þinn. Í þeim tilvikum lokast fyrir þá virkni að geta sýslað með raunverulega peninga (þar á meðal að spila með raunpeninga) þar til þú slærð inn í hugbúnaðinn lykilorð sem þú færð.
Ef þú hefur einhverjar spurningar, ert ekki að fá skilaboð með SMS staðfestingu, eða hefur ekki lengur aðgang að símanúmerinu sem var skráð, kíktu þá í Hjálparmiðstöðina okkar til að finna bestu leiðina til að hafa samband við okkur.
Með því að nota PIN-númer til að skrá þig inn á aðganginn þinn - til viðbótar við notandanafnið og lykilorðið þitt - eykurðu enn frekar á öryggi aðgangsins/reikningsins þíns.
Eftir að það hefur verið virkjað þarftu að slá inn PIN í hvert sinn sem þú skráir þig inn. Tölurnar skipta um stöðu í hvert sinn, sem kemur í veg fyrir að lyklagangritar (e. keyloggers) taki upp hvar þú ert að smella og á hvaða hnappa þú ýtir.
Ef þú týnir þínu PIN-númerinu geturðu beðið um nýtt sem verður þá sent þér í tölvupóstfangið sem þú ert með skráð. Ef þú hefur týnt PIN-númerinu þínu og hefur ekki lengur aðgang að tölvupóstfanginu sem er skráð á Stars Account-aðganginum þínum skaltu heimsækja Hjálparmiðstöðina okkar til að finna bestu leiðina til að hafa samband við okkur.
RSA öryggislykill (e. RSA Security Token) er tæki sem útbýr aukalegt lykilorð sem þú þarft að nota til að skrá þig inn á Stars Account. Hvert lykilorð er aðeins sýnt á skjánum í nokkrar sekúndur. Eftir það er búið til nýtt lykilorð og það gamla rennur þá úr gildi.